Það eru ÞRJÁR RÍKISSTJÓRNIR ábyrgar fyrir hörmungum Icesave, fjármálaeftirlit þessara þriggja ríkisstjórna vissu allar hvað var að gerast og hvers konar hætta var framundan og engin þeirra gerði neitt í málunum.
Þessar þrjár ríkisstjórnir verða ALLAR að bera ábyrgð á afleiðingunum sameiginlega. Það er gjörsamlega óábyrgt að Ísland verði að samþykkja og eða setja sér óyfirstíganlegar skuldbindingar, það kemur engum til góða.
Það er hægt að vinna að sameiginlegum verkefnum þessara þriggja þjóða sem munu skila arði sem gengur beint í afborgun Icesave, Ísland býr yfir orku og landrými, Hollendingar búa yfir fagmennsku í gróðurhúsarækt og ´state of the art´ logistic kerfi til blóma og grænmetis útflutnings.
Við getum boðið uppá margvíslega aðstöðu í heilbrigðisþjónustu og sem sárvantar í Englandi.
Ríkisstjórn Íslands getur látið senda inn hugmyndir um verkefni sem hægt er að setja á fót á Íslandi í samvinnu við Holland og Breta.
Þessi Icesave upphæð sem um er að ræða er sáralítil fyrir þessi bæði lönd en skiptir sköpum fyrir Ísland.
Leysum þessi mál með virðingu og uppbyggingu. Nýtum ríkidæmi Íslands til lausnar. Leggjum vitsmunalega tillögu fram sem ekki er hægt að ganga framhjá, kynnum okkar hlið mála í Evrópu, sýnum öðrum þá tilltsemi og virðingu sem við viljum njóta.
Icesave-reiknir á Mbl.is | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gerður,
Það kemur ekki fram nægilega vel að bæði Bretar og Hollendingar hafa tekið á sig stóran skell vegna íslensku bankanna. T.d. reiknar Breski tryggingarsjóðurinn með að greiða um 4.500 milljarða íslenskra króna á þessu ári. Talsverður hluti af því er vegna Landsbankanns og Kaupþings Singer & Friedlander. Sjá m.a. http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item292774/
Ég er alls ekki að mæla IceSave samningnum bót, bara að benda á að bæði Bretar og Hollendingar hafa sennilega tekið á sig það sem þeim finnst vera meira en þeirra hlutur í þessu ömurlega óráðsíudæmi íslensku bankanna.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 4.8.2009 kl. 22:09
Hvernig geta fyrrverandi stjórnir Íslands verið ábyrgar? Þær ríkisstjórnir sem öllu og báru ábyrgð á hruninu voru fyrst og fremst B og D stjórnin, sú sem ákvað hverjum skildi selja bankana og sniðu regluverkið og síðan D og S stjórnin sem svaf allt að hruninu og sprakk skömmu síðar? Hvað leggur þú til? Að sækja flokkana til saka? ráðherrana? eða kjósendur flokkana?
smg, 4.8.2009 kl. 22:22
Að sjálfsögðu Gerður!
En...? :)
Ásgeir Rúnar Helgason, 11.8.2009 kl. 18:53
Ég er game
smg, 14.8.2009 kl. 23:07
Gerður Pálma, 18.8.2009 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.