Íslenska, Breska og Hollenska fjármálaeftirlitið samábyrgt fyrir Icesave.

Það eru ÞRJÁR RÍKISSTJÓRNIR ábyrgar fyrir hörmungum Icesave, fjármálaeftirlit þessara þriggja ríkisstjórna vissu allar hvað var að gerast og hvers konar hætta var framundan og engin þeirra gerði neitt í málunum.
Þessar þrjár ríkisstjórnir verða ALLAR að bera ábyrgð á afleiðingunum sameiginlega. Það er gjörsamlega óábyrgt að Ísland verði að samþykkja og eða setja sér óyfirstíganlegar skuldbindingar, það kemur engum til góða.
Það er hægt að vinna að sameiginlegum verkefnum þessara þriggja þjóða sem munu skila arði sem gengur beint í afborgun Icesave, Ísland býr yfir orku og landrými, Hollendingar búa yfir fagmennsku í gróðurhúsarækt og ´state of the art´ logistic kerfi til blóma og grænmetis útflutnings. 
Við getum boðið uppá margvíslega aðstöðu í heilbrigðisþjónustu og sem sárvantar í Englandi.
Ríkisstjórn Íslands getur látið senda inn hugmyndir um verkefni sem hægt er að setja á fót á Íslandi í samvinnu við Holland og Breta. 
Þessi Icesave upphæð sem um er að ræða er sáralítil fyrir þessi bæði lönd en skiptir sköpum fyrir Ísland.    
Leysum þessi mál með virðingu og uppbyggingu. Nýtum ríkidæmi Íslands til lausnar.  Leggjum vitsmunalega tillögu fram sem ekki er hægt að ganga framhjá, kynnum okkar hlið mála í Evrópu, sýnum öðrum þá tilltsemi og virðingu sem við viljum njóta. 

mbl.is Icesave-reiknir á Mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Gerður,

Það kemur ekki fram nægilega vel að bæði Bretar og Hollendingar hafa tekið á sig stóran skell vegna íslensku bankanna.  T.d. reiknar Breski tryggingarsjóðurinn með að greiða um 4.500 milljarða íslenskra króna á þessu ári.  Talsverður hluti af því er vegna Landsbankanns og Kaupþings Singer & Friedlander.  Sjá m.a. http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item292774/

Ég er alls ekki að mæla IceSave samningnum bót, bara að benda á að bæði Bretar og Hollendingar hafa sennilega tekið á sig það sem þeim finnst vera meira en þeirra hlutur í þessu ömurlega óráðsíudæmi íslensku bankanna.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 4.8.2009 kl. 22:09

2 Smámynd: smg

Hvernig geta fyrrverandi stjórnir Íslands verið ábyrgar? Þær ríkisstjórnir sem öllu og báru ábyrgð á hruninu voru fyrst og fremst B og D stjórnin, sú sem ákvað hverjum skildi selja bankana og sniðu regluverkið og síðan D og S stjórnin sem svaf allt að hruninu og sprakk skömmu síðar? Hvað leggur þú til? Að sækja flokkana til saka? ráðherrana? eða kjósendur flokkana?

smg, 4.8.2009 kl. 22:22

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Að sjálfsögðu Gerður!

En...? :)

Ásgeir Rúnar Helgason, 11.8.2009 kl. 18:53

4 Smámynd: smg

Ég er game

smg, 14.8.2009 kl. 23:07

5 Smámynd: Gerður Pálma

Arnór, takk fyrir innleggið. Ég er þér algjörlega sammála að ríkisstjórnum Hollendinga og Breta finnst þeir vera búnir að leggja sitt inn, en miðað við höfðatölu er það brotabrot af því sem leggst á hvert íslenskt höfuð. (er ekki með tölurnar en er búin að sjá þær) Það breytir ekki þeirri staðreynd að þeir eru samsekir að Icesave var látið viðgangast.  Það var margvarað við áhættunni en þeir kusu að láta það fram hjá sér fara, afleiðingarnar eru öllum ljósar.  Til þess að Íslendingar geti borgað þarf að fara aðrar leiðir en nú hefur verið samið um því við augljóslega getum það ekki, við erum of fámenn fyrir utan það augljósa mál að það er algjörlega óréttlátt að almenningur borgi fyrir þennan glæp sem framinn hefur verið.  Sú fjárhæð sem Bretar hafa greitt sem og Hollendingar eru líka teknir í sköttum af almenningi í þeim löndum, það er heldur ekki réttlátt.  Bretar og Hollendingar hafa öll þau tæki og reynslu til þess að rekja hvar þessir peningar eru niðurkomnir, og þeir ásamt okkur verða að finna þá og láta þá rata réttu leiðina til baka þar sem það er hægt.
Ef þessar þjóðir ásamt okkur leggja á sig að finna sameiginlega uppbyggjandi leið með sameiginlegu/m fyrirtækjum sem skapa vinnu, örva atvinnulíf og skilar tekjum til allra viðkomandi þá erum við allavega á heiðarlegri leið til lausnar þessa vandamáls. 
smg...ríkisstjórnir Íslands flutu ekki sofandi að feigðarósi, það kemur þeim vel að við skulum trúa því að þeir hafi ekki vitað hvaða hætta steðjaði að þjóðinni, Þeir kusu að láta sig og okkur fljóta því mikill fjöldi viðkomandi ráðamanna tók virkan þátt í ósómanum.  Ísland hefur þróað mjög frjóan ´spillingar´jarðveg þar sem færri komust með en vildu, þessi jarðvegur varð paradís þeirra sem láta sig þjóðina ekki varða.
Ríkisstjórnir Íslands um langa tíð eru ábyrgir fyrir stöðu landsins í dag. Atvinnuvegir hafa ekki verið þróaðir í takt við þá  möguleika  sem við búum við, mannfjölda, hæfni, veðurfar og landfræðilega stöðu, heldur hefur verið alið á áróðri um lausnir sem kæfa fjölbreytni og raunverulega uppbyggingu sem við öll getum byggt heilbrigt atvinnulíf upp á.  Við krefjumst ekki einu sinni eðlilegrar gagnrýnrar umræðu um þjóðmál í okkur ríkissjónvarpi, hvernig getum við vitað um þá möguleika sem til eru og hvaða afleiðingar hinar ýmsu ákvarðanir hafa á þjóðlífið og framtíð landsins.  Það kemur engin hvati frá ríkisstjórninni í átt til stöðugleika og uppbyggingar, loforð eru svikin án skýringa og við höldum að það sé eðlilegt, bara pólitík.  Bara pólitík er ekki til, bara svik er ekki eðlilegt framhald kosninga. Að skipta um skoðun eftir kosningar er hins vegar betri kostur en flokkshollusta sem gengur gegn hollustu við landið, en skýringar verða að vera lagðar á borðið.
Við verðum að krefjast virðingar og heiðarleika stjórnmálamanna, við verðum að gefa þeim svigrúm til þess að taka ákvarðanir byggðar á engu nema hollustu við þjóðina.   Ef heiðarleiki og sjálfvirðing sest við stýrið eigum við von, ef ekki, þá fáum við það sem við eigum skilið, því við kjósum þennan mannskap.

Gerður Pálma, 18.8.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband