Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Hvar er hægt að raunmeta virði starfsemi sendiráðanna?

Virk sendiráð eru mjög þarfleg fyrir framtíð Íslands í samskiptum við aðrar þjóðir, en eru okkar sendiráð virk?  Hvað eru þau raunverulega að gera?

En þar sem Ísland virðist verið rekið algjörlega stefnulaust í atvinnumálum þá er erfitt að ímynda sér hvað sendiráðin eru að standa fyrir og gera.

Hvaða ávinningur er fyrir Ísland sem hægt er að skoða og meta að reka sendiráð í öllum þessum löndum. 

Getur ríkisstjórnin gert út vefsíður þar sem hægt er að skoða hvað raunverulega er gert og hvort viðkomandi verkefni geta verið útfærð án sendiráðs í þeirri mynd sem við rekum þau í dag.

Flottræfilsháttur virðist vera okkar meginstefna hvar sem litið er. Vonandi eru raunverðmæti í rekstri sendiráðanna og það væri mikill hagur fyrir ríkisstjórnina að skýra það út fyrir okkur landsmönnum sem erum að fjármagna endalaus ævintýri sem enginn getur sagt um hvernig endar, þar sem ekki einu sinni millikaflarnir eru þekktir.


mbl.is Sendiráð upp á 1,5 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðarför Fagra Íslands

Allur gangur mála varðandi stóriðju á Íslandi virðist vera að ganga fyrirfram séða leið, verið er að fórna náttúru Íslands fyrir skammsýni, blindu og  stórskostlegri heimsku sem við eigum heldur betur eftir að naga á okkur naglrendurnar yfir.

Hvernig má vera að við höldum áfram þessari sjálfsmorðsstefnu þjóðarinnar - sjáið kvikmyndina THE AGE OF STUPIT... Íslendingar slá öll met, í HEIMSKU.  Í þessu tilfelli ekki einu sinni eftir höfðatölu,

Við höfum enga afsökun, við erum öll læs og skrifandi. 

Kínverjar eru að kaupa upp alla orku sem þeir geta komist yfir um allan heim, við fáum kannski ódýrar nálastungur, það er kannski sárabót fyrir ráðamenn þjóðarinnar.

 


mbl.is Stærsti álframleiðandi Kína spáir í Þeistareyki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skömm sé okkur öllum, hvar er hollustan og ættjarðarástin?

Hvernig má vera að við látum viðgangast að eyðileggja stærstu atvinnutækifæri þjóðarinnar með enn einni reddingu sem ótvírætt veldur ómældum skaða á landinu og farsæld þjóðarinnar um alla framtíð.

Hvar eruð þið VG og þið sem segist styðja Fagurt Ísland, framtíð og fararheill? Seljið orkuna, eyðileggið landið sjálft, kremjið þjóðarsálina.. erum við blind?


Krabbamein Íslands

Þessar afætur sem eru krabbamein þjóðfélagsins eiga að skríða úr skjólum sínum og skila illum feng til uppbyggingar innviða atvinnulífsins. Sjálfviljugir væri besta leiðin en nauðugir er hin leiðin og hún er greið ef vilji er fyrir hendi hjá ráðamönnum þjóðarinnar.


mbl.is Eignir Íslendinga í skattaskjólum jukust um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband