Hagvöxtur er ekki það sama og hagsæld.

Hagvexti má líkja við veltu, fyritæki getur haft margfalda veltuaukningu en verið rekið með gífurlegu tapi. Ísland gæti sýnt mjög mikinn hagvöxt hvort sem landið tapar eða hefur tekjuafgang.   Orðið hagvöxtur er blekkjandi orð því það virðist þýða bættur hagur, en það getur verið hagvöxtur sem skapast vegna óviðráðanlegra vandamála og verið mjög neikvæður. T.d. í nátturuhamförum sem krefjast mikillar vinnu og þar með vinnuafls við hjálparstarf sem þýðir hagvöxt, en kostar í reynd þjóðarbúið mikla peninga og skilur eftir sig miklar hörmungar. Það er vonandi að sá hagvöxtur sem er miðið vð í Icesave samningnum sé jákvæður hagvöxtur þ.e. sýni tekjuafgang til þess að mæta þeim skuldbindingum sem við erum búin að setja okkur í.

mbl.is Hagvöxtur stýri greiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband