Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Hvers vegna höfnuðu Írar Lissabon samningnum?

Írar eru einlægir Evrópusinnar en þeir höfnuðu Lissabon samningnum vegna þess að með því að samþykkja hann töldu þeir að sjálfstæði aðildaríkja ESB myndi glatast. Ég hef ekki lesið samninginn, en Írarnir segja að með samþykkt á honum verði ekki lengur hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um ákvarðanatökur stjórnar ESB, hún verði einráð. Getur það verið? 
Núna er kosningar í stjórn ESB.  Hér í Hollandi, og trúlega annars staðar, veit almenningur yfirhöfuð ekkert um hvað er verið að kjósa, hverjir koma til með að ráða lögum í Evrópu eða hvernig þeirra örlög ráðast innan ESB.  Minnir mig á hvernig Hitler komst til valda, fólk heimtaði breytingu og hann boðaði hana, það kostaði.
Því miður ríkir mjög mikil spilling innan ESB eins og alls staðar þar sem mannskepnan lendir í valdabaráttu, lobbyistar ráðnir af peningaöflum eru sterkasta ákvörðunaraflið.  Við eigum ekki aur.. og við erum fá, hvað verður um sjáfstæði Þjóðarinnar sem nú er verið að leita að.
Íslenski karakterinn er sjálfstæður og lætur illa að stjórn annarra, gæti verið að núverandi tengsl við ESB sé besta valið? Væri ekki gott ráð að skoða það sem vel fer innan ESB og tileinka okkur það, gott verksvit og virðingu hvert fyrir öðru.  
Hvað er ESB?  hvernig er því stjórnað?  
Almenningur verður að vita um hvað ESB snýst áður en lengra er haldið, bæði þeir sem leita eftir því sem og hinir. Það er eðlilegt að flestir leita sér ekki að nákvæmum upplýsingum í svona málum þar sem efnið er mjög flókið og mikið.  Ríkisstjórnin verður því að undirbúa kynningu þannig að fólk nái að átta sig á málefninu, einungis þá geta ábyrgir stjórnendur boðað til aðildaviðræðna.
Hvernig væri að fyrsta skref á Íslandi væri nákvæm kynning á hvað ESB er. Slík upplýsing yrði að fara fram á ýmsa vegu, sjónvarp, bæklingar, námskeið. Þegar almenningur veit um hvað málið snýst er fyrst hægt að taka næsta skref.   Með varkárum vinnubrögðum getur samviska ráðamanna verið hrein, eins og málin standa núna sýnist manni vera verið að redda einu sinni enn.

mbl.is Óttast klofning í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland sjálft er gjöfulasta tækifæri þjóðarinnar til farsældar

Enn og aftur kemur staðfesting á að Ísland sjálft er okkar dýrasta gersemi sem við eigum að beina okkur ýtrustu kröftum í að vinna með.   
Þar liggja endalaus tækifæri í margvíslegan ferðaiðnað sem hleður utan á sig þjónustufyrirtækjum í hvaða geira sem er.
Við  þurfum nauðsynlega fleiri neytendur til þess að geta haldið uppi alls kyns iðnaði á heimavelli. 
Með grósku á heimavelli eykst möguleiki til útflutnings, allt helst í hendur. 
Auknar leiðir  í ferðaiðnaði auka neytendafjölda - betri afrakstur í veitingahúsarekstri - aukin smávöruverslun - aukin menningarneysla, leikhús, bókmenntir, ráðstefnurrekstur,
eilsuiðnaður, sportiðnaður, byggingariðnaður, matvælaiðnaður, allt kallar á mannskap og vinnu. 
Þjóðlífið verður litskrúðugra og skemmtilegra
Ísland er besti prufumarkaður í heimi,í mörgum tilfellum sem gerendur vegna tæknikunnáttu og vinnuhraða, sem og sem neytendur þar sem fólkið er kröfuhart, ef varan selst á Íslandi stenst hún gæðakröfur Evrópumarkaðs.
Við verðum að vita hver við erum og hvert við viljum fara til þess er þjóðarnauðsyn að hafa opnar rökræður í sjónvarpi sem sýna fram á möguleika í atvinnurekstri, kynna hvað þegar er í gangi, kynna hvað gengur vel og hvað gengur miður. Finna áttir.
Við erum fámenn þjóð og til þess að ná árangri þurfum við að hafa fasta stefnumótun í atvinnurekstri algjörlega óháð sveiflum í pólitík.   Við verðum að vinna saman sem ein þjóð, ein þjóðarsál með öllum þeim mismunandi kröftum sem búa í landinu, það er aflið sem sterkast er og farsælast til framtíðar. 
Við búum á gullmola sem kannski er of nálægt okkur til þess að við skiljum dýrmæti hans og það öryggi sem það veitir þjóðinni ef hún áttar sig á hvernig á að vinna með hann.

mbl.is Ímynd Íslands er sterk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagvöxtur getur hvorutvegga þýtt framför eða afturför

Hagvöxtur skapast við aukningu vinnu hvort sem það er við niðurrif eða uppbygging, orðið hagvöxtur hljómar vel i eyrum, sérlega þar sem þörf á vinnu er knýjandi, en getur verið stórhættuleg. Álver er skaðlegt landi og þjóð það vita allir en það kostar mannskap að skapa eyðilegginguna og þá kallast það hagvöxtur. 
Hamfarir í landinu munu geta skapað mikinn hagvöxt sérlega ef um mikla eyðileggingu verður að ræða því þá þarf heldur betur mannskap við björgunaraðgerðir, þó svo að peningaskáparnir sökkvi til botns.
Eru okkur allar bjargir bannaðar, erum við blind eða bara stórkostlega sködduð, erum við viðundur?
Við getum ekki kennt framtíðarhrakförum neinum öðrum en okkur sjálfum, berum gæfu til þess að taka yfirvegaðar  ákvarðanir.  Það er næga vinnu hægt að skapa í landinu ef upplýsingaflæði á þeim vettvangi verður skýrara og aðstoð við að grípa þau og nýta verða aðgengilegri.  Við erum ein ríkasta þjóð í heimi og vegna fámennis þurfum við ekki nema mjög lítið brot af heimsveltunni til þess að allir geti lifað flottu lífi.    
Það VERÐUR að gera fólki í landinu skýra grein fyrir hvað álvinnsla þýðir fyrir landið til langframa, almenningur getur ekki vitað það. Það verður að hætta að vera með skítkast í allar áttir vegna atvinnumála, það verður að hafa opnar rökræður og  skýrar upplýsingar til okkar allra hvað álpakkinn hefur að geyma.
Sýnið okkur hagfræðilega útreikninga á mismunandi atvinnukostum í landinu.  Álver hvar sem staðsett er í landinu er mál allra landsmanna.  Álvinnsla tengist í upphafi vinnslu í öðrum heimshlutum þar berum við líka ábyrgð, eymd, veikindi og dauði eru minnisvarðar súrálvinnslunnar og partur af ´framtíðar hagvexti´Íslands, skömm sé okkur. 

mbl.is Spá hagvexti á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband