Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Erum við of heima-alin og því HEIMSK þrátt fyrir sæmilega meðalgreind?
23.2.2009 | 17:52
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2009 kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Álver í 80 daga stjórninni - TAKK, TAKK, TAKK Steingrímur.
19.2.2009 | 21:18
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
DRAMB ER FALLI NÆST - Íslenskur Hroki og Mikilmennskubrjálæði -
19.2.2009 | 21:11
Viðtalið við Gylfa Zoega í Mogganum
Það er Íslendingum lífsnauðsynlegt að bæta sambandið við umheiminn og auka lánstraust sitt erlendis. Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor, óttast að stjórnvöld séu að brenna allar brýr að baki sér í samskiptum við erlenda lánardrottna og önnur ríki. Án erlends fjármagns sé hins vegar engin framtíð á Íslandi.
Gylfi telur að stjórnvöld hafi einblínt um of inn á við eftir bankahrunið í haust, og vanrækt bankastarfsemi og alþjóðasamskipti. Vissulega sé nauðsynlegt að standa vörð um heimilin og fyrirtækin í landinu.
En á meðan sé verið að brenna brýr gagnvart erlendum fjármálastofnunum og ríkjum. Traustið sem Íslendingar njóti erlendis sé í algjöru lágmarki. Útlit sé fyrir að enginn aðgangur verði að erlendu fjármagni um ókomin ár. Hvort það verði fimm eða tíu ár, viti enginn. Án þess verði engin framtíð. Ekkert gerist í landi eða á landsvæði sem ekki hafi aðgang að bankastarfsemi eða fjármagni.
Gylfi óttast að það viðmót sem mæti samningamönnum erlendra lánardrottna einkennist af hroka og ósveigjanleika. Það geti leitt til verri samskipta við umheiminn og minna lánstrausts.
Það þýði að sparnaður Íslendinga fari meira og minna í að fjármagna hallann á ríkissjóði. Gylfi óttast að án erlends fjármagns verði ekkert afgangs til að byggja hér upp atvinnulíf. 3500 fyrirtæki séu á leið í gjaldþrot, og það þýði 15-20% atvinnuleysi. Verði ekki hægt að byggja upp nýjar atvinnugreinar og fyrirtæki til að veita öllu þessu fólki störf verði landflótti.
Það bæti ekki úr skák að samningamenn erlendra lánadrottna kvarti undan hroka íslenskra embættismanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
confessions of an Economic Hit Man - John Perkins fyrrverandi EHM
19.2.2009 | 19:22
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
SÓMALÍUSJÓRÆNINGAR - SPURNING UM LÍF OG DAUÐA FYRIR SÓMALÍUBÚA
samnefnarar HRÓA HATTAR og félaga?
Who imagined that in 2009, the world's governments would be declaring a new War on Pirates? As you read this, the British Royal Navy - backed by the ships of more than two dozen nations, from the US to China - is sailing into Somalian waters to take on men we still picture as parrot-on-the-shoulder pantomime villains. They will soon be fighting Somalian ships and even chasing the pirates onto land, into one of the most broken countries on earth. But behind the arrr-me-hearties oddness of this tale, there is an untold scandal. The people our governments are labeling as "one of the great menace of our times" have an extraordinary story to tell -- and some justice on their side.
Pirates have never been quite who we think they are. In the "golden age of piracy" - from 1650 to 1730 - the idea of the pirate as the senseless, savage thief that lingers today was created by the British government in a great propaganda-heave. Many ordinary people believed it was false: pirates were often rescued from the gallows by supportive crowds. Why? What did they see that we can't? In his book Villains of All nations, the historian Marcus Rediker pores through the evidence to find out. If you became a merchant or navy sailor then - plucked from the docks of London's East End, young and hungry - you ended up in a floating wooden Hell. You worked all hours on a cramped, half-starved ship, and if you slacked off for a second, the all-powerful captain would whip you with the Cat O' Nine Tails. If you slacked consistently, you could be thrown overboard. And at the end of months or years of this, you were often cheated of your wages.
Pirates were the first people to rebel against this world. They mutinied against their tyrannical captains - and created a different way of working on the seas. Once they had a ship, the pirates elected their captains, and made all their decisions collectively. They shared their bounty out in what Rediker calls "one of the most egalitarian plans for the disposition of resources to be found anywhere in the eighteenth century." They even took in escaped African slaves and lived with them as equals. The pirates showed "quite clearly - and subversively - that ships did not have to be run in the brutal and oppressive ways of the merchant service and the Royal navy." This is why they were popular, despite being unproductive thieves.
The words of one pirate from that lost age - a young British man called William Scott - should echo into this new age of piracy. Just before he was hanged in Charleston, South Carolina, he said: "What I did was to keep me from perishing. I was forced to go a-pirating to live." In 1991, the government of Somalia - in the Horn of Africa - collapsed. Its nine million people have been teetering on starvation ever since - and many of the ugliest forces in the Western world have seen this as a great opportunity to steal the country's food supply and dump our nuclear waste in their seas.
Yes: nuclear waste. As soon as the government was gone, mysterious European ships started appearing off the coast of Somalia, dumping vast barrels into the ocean. The coastal population began to sicken. At first they suffered strange rashes, nausea and malformed babies. Then, after the 2005 tsunami, hundreds of the dumped and leaking barrels washed up on shore. People began to suffer from radiation sickness, and more than 300 died. Ahmedou Ould-Abdallah, the UN envoy to Somalia, tells me: "Somebody is dumping nuclear material here. There is also lead, and heavy metals such as cadmium and mercury - you name it." Much of it can be traced back to European hospitals and factories, who seem to be passing it on to the Italian mafia to "dispose" of cheaply. When I asked Ould-Abdallah what European governments were doing about it, he said with a sigh: "Nothing. There has been no clean-up, no compensation, and no prevention."
At the same time, other European ships have been looting Somalia's seas of their greatest resource: seafood. We have destroyed our own fish-stocks by over-exploitation - and now we have moved on to theirs. More than $300m worth of tuna, shrimp, lobster and other sea-life is being stolen every year by vast trawlers illegally sailing into Somalia's unprotected seas. The local fishermen have suddenly lost their livelihoods, and they are starving. Mohammed Hussein, a fisherman in the town of Marka 100km south of Mogadishu, told Reuters: "If nothing is done, there soon won't be much fish left in our coastal waters."
This is the context in which the men we are calling "pirates" have emerged. Everyone agrees they were ordinary Somalian fishermen who at first took speedboats to try to dissuade the dumpers and trawlers, or at least wage a 'tax' on them. They call themselves the Volunteer Coastguard of Somalia - and it's not hard to see why. In a surreal telephone interview, one of the pirate leaders, Sugule Ali, said their motive was "to stop illegal fishing and dumping in our waters... We don't consider ourselves sea bandits. We consider sea bandits [to be] those who illegally fish and dump in our seas and dump waste in our seas and carry weapons in our seas." William Scott would understand those words.
No, this doesn't make hostage-taking justifiable, and yes, some are clearly just gangsters - especially those who have held up World Food Programme supplies. But the "pirates" have the overwhelming support of the local population for a reason. The independent Somalian news-site WardherNews conducted the best research we have into what ordinary Somalis are thinking - and it found 70 percent "strongly supported the piracy as a form of national defence of the country's territorial waters." During the revolutionary war in America, George Washington and America's founding fathers paid pirates to protect America's territorial waters, because they had no navy or coastguard of their own. Most Americans supported them. Is this so different?
Did we expect starving Somalians to stand passively on their beaches, paddling in our nuclear waste, and watch us snatch their fish to eat in restaurants in London and Paris and Rome? We didn't act on those crimes - but when some of the fishermen responded by disrupting the transit-corridor for 20 percent of the world's oil supply, we begin to shriek about "evil." If we really want to deal with piracy, we need to stop its root cause - our crimes - before we send in the gun-boats to root out Somalia's criminals.
The story of the 2009 war on piracy was best summarised by another pirate, who lived and died in the fourth century BC. He was captured and brought to Alexander the Great, who demanded to know "what he meant by keeping possession of the sea." The pirate smiled, and responded: "What you mean by seizing the whole earth; but because I do it with a petty ship, I am called a robber, while you, who do it with a great fleet, are called emperor." Once again, our great imperial fleets sail in today - but who is the robber?
http://www.huffingtonpost.com/johann-hari/you-are-being-lied-to-abo_b_155147.html
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.2.2009 kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úlfur í sauðargæru ´tryggir´ framhaldslíf Íslensku þjóðarinnar.
15.2.2009 | 09:53
Úlfur í sauðargæru
Hvað er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn?
World Bank (WB) og International Monetary Fund (IMF), betur þekktar sem Heimsbankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eru fjármálastofnanir sem voru stofnaðar árið 1944 með mjög skýrt markmið: að standa saman að upp- og endurbyggingu eftir seinni heimsstyrjöld og að lána reiðufé til landa í fjárhagserfiðleikum.
Fljótega byrjuðu þessar stofnanir að sníða sérstök skilyrði fyrir aðstoð, að aðstæðum í lántökulöndunum. Yfirleitt snerust þessi skilyrði um einkasamninga við erlend, oftast bandarísk, fyrirtæki um uppbyggingu, ásamt brunaútsölu ríkisfyrirtækja, sem fyrir vikið voru keypt upp af erlendum aðilum með hagvöxt en ekki hag fólksins sér fyrir brjósti. Yfirleitt leiðir þetta til lækkunnar launa, hækkaðs vöruverðs og þjónustuverðs, yfirtöku auðlinda og gereyðingu lífsgæða viðkomandi lands.
Þessi skilyrði eru að meðaltali 114 og eru í megindráttum eins fyrir öll lönd, en þó alltaf sveigð aðeins til eftir aðstæðum og auðlindum hvers lands. Nokkur atriði eru þó eins í öllum tilfellum. Viðskiptahömlur og verndartollar eru fjarlægðir, þjóðarbúið selt í hendur erlendra fjárfesta, velferðarkerfið skorið verulega niður og vinnumarkaðurinn gerður sveigjanlegur (sem í raun þýðir að leggja niður stéttarfélög).
Ef lántökulandið er ríkt af auðlindum sem AGS eða önnur stórfyrirtæki ágirnast, og takist landinu að standa skil á greiðslum til sjóðsins, þá beitir sjóðurinn vöxtum sem vopni. Þeir hafa sjálfir rétt á að endurskoða vexti lánanna reglulega, og þar sem til þarf hafa þeir ekki hikað við að hækka vextina nógu mikið til að landið komist í vanskil. Þá er það leikur einn fyrir AGS að gera kröfu til auðlinda landsins, og selja þær í hendur erlendra fjárfesta sem blóðmjólka svo lántökulandið svo lengi sem þeir geta.
Margir virtir hagfræðingar og fjármálasérfræðingar hafa bent á að ekki sé nóg með að skilyrðin sem AGS setur á lönd hefti samfélagshæfni landanna heldur auka þau einnig á neyð og fátækt lántökuþjóðanna. Hvort tveggja hindrar landið í að uppfylla kröfurnar sem sjóðurinn setur um fjárhagslega uppbyggingu, samtímis því að torvelda löndunum að standa í skilum.
Langflest lán sem AGS hefur gefið út eru ekki fjárhagsleg aðstoð til endurbyggingar, heldur fjárhagslegt valdarán
Árið 1983 höfðu auðmenn Ecuador sökkt landinu á kaf í skuldafen við erlendra banka vegna áhættusamra fjárfestinga. Þetta kann að hljóma kunnulega í íslenskum eyrum.
Ecuador var þvingað af AGS til að taka að láni 1,5 milljarða bandaríkjadala til að borga skuldirnar. Í lánasamningnum við AGS voru ákvæði um það hvernig Ecuador ætti að fara að því að borga skuldina. Þau voru að hækka verð á rafmagni og öðrum nauðsynjum upp úr öllu valdi. Þegar það skilaði ekki nægum hagnaði til að standa undir skuldbindingunni var Ecuador þvingað til að leggja niður 120.000 störf.
Í framhaldinu hefur AGS blandað sér í alla þætti stjórnsýslunnar á Ecuador. Yfirleitt gera þeir slíkt eftir að lönd lenda í vanskilum við sjóðinn. Þá stíga sérfræðingar AGS inn með ábendingar um hvernig megi bæta efnahaginn, ásamt hótunum um yfirtöku auðlinda sé ábendingunum ekki fylgt og vanskilin greidd.
Frá 1983 hefur Ecuador, samkvæmt ábendingum AGS, einkavætt fjármálageirann og bankana en það hefur leitt til himinhárra persónulegra skulda og vaxtahækkanna. Gas til eldamennsku og hita hefur síhækkað í verði, á sama tíma og laun hafa lækkað um nær helming og störfum fækkar með hverju árinu. Allar stærstu vatnslagnir landsins hafa verið seldar til erlendra fyrirtækja og BP Arco hefur verið veitt einkaleyfi til að leggja og eiga gaslagnir yfir Andesfjöllin.
Í allt hefur AGS sett Ecuador minnst 167 skilyrði, eftir að gengið var frá láninu, skilyrði sem Ecuador hefur ekkert val um annað en að fylgja. Öll miða skilyrðin að því að færa allt landið í einkaeign erlendra, aðallega bandarískra, fyrirtækja.
Tanzanía fékk einnig stórt lán frá AGS árið 1985, og hefur AGS í raun stjórnað landinu alveg síðan. Meðal þeirra fyrstu verka var að einkavæða öll ríkisfyrirtæki, aflétta öllum viðskiptahömlum og gera nýja inn/útflutningssamninga, sem færði öll viðskipti til alþjóðlegra fyrirtækja.
Í Apríl 2000 skrifaði ríkisstjórn Tanzaníu undir og gekk að öllum 158 skilyrðum AGS fyrir uppbyggingu efnahagsins, sem eins og venjulega hljóða upp á einkavæðingu stofnanna og fyrirtækja, þar á meðal heilsugæslunnar sem áður var ókeypis og sölu á öllum helstu náttúruauðlindum. Ráðstöfunarfé heimilanna hefur dregist saman um meira en 30% síðan AGS tók yfir efnahag landsins ásamt því að ólæsi hefur aukist gífurlega og yfir helmingur landsmanna lifir nú við skort.
Jamaica var og er algjörlega ósjálfbær og háð miklum innflutningi. Þegar landið var á barmi gjaldþrots kom AGS inn með lánveitingu, skilyrðin sín og viðskiptapakka. Sá pakki hljóðaði uppá einkasamninga við ameríska birgja sem mundu sjá Jamaica fyrir vörum á miklu lægra verði heldur en hjá þáverandi birgjum. Þetta varð til þess að stórskaða landbúnað á Jamaica, því erlendu fyrirtækin fluttu einnig inn þær vörur sem Jamaica ræktaði fyrir og undirbuðu bændurna verulega. Bændur lögðu unnvörpum niður landbúnað eða tóku upp kannabisræktun í staðinn. En 2 árum eftir undirritun samningsins og eftir að landbúnaður var nánast dáinn út hækkuðu amerísku fyrirtækin verðið aftur, og almennt varð verðlag miklu hærra en það hafði verið fyrir inngrip sjóðsins. Almenningur upplifði fátækt og neyð sem aldrei fyrr, þökk sé hjálparstarfi AGS.
Moldovíu, sem er einn af kúnnum AGS, var hótað að sjóðurinn mundi hætta lánagreiðslum og slíta tengslum við Moldovíu ef þeir ekki einkavæddu landbúnað í landinu.
Eftir að S-Kórea tók á móti lánum og fór eftir endurskipulagsskilyrðunum árið 1998 misstu að jafnaði 8000 manns vinnuna dag hvern, og að meðaltali sviptu 25 þeirra sig lífi.
Kenía var hótað að AGS mundi hætta við lán sem búið var að lofa landinu, ef ríkisstjórnin féllist á kröfu kennara sem voru í verkfalli til að krefjast launahækkunar.
Þessi saga endurtekur sig í sífellu, og þegar liggja lönd eins og Argentína, Tanzanía, Ecuador, Jamaica, Íraq, Íran, Bolivia, Brasilía, Indland og Zimbabwe í valnum, ásamt fjölda annarra. Þessi lönd hafa öll misst fullræði sitt, tapað auðlindum í hendur erlendra fjárfesta sem hafa nauðgað landinu til að vinna þessar auðlindir. Lífsgæðin hafa minnkað, meðalaldur lækkað, ólæsi aukist og stærri og stærri hluti íbúa landana þurfa að skrimta á upphæðum langt undir fátæktarmörkum.
Aðrir glæpir sjóðsins
Auk fjárhagsumsvifanna hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn oft brotið gegn mannréttindum og almennu siðferði beint, án þess að um fjárhagslega lömun landa sé að ræða.
Árið 1994 reif sjóðurinn niður kirkju í Washington sem var skýli fyrir heimilislausa ásamt að sjá þeim fyrir matarúthlutunum. Kirkjan var rifin til að skapa pláss fyrir nýja skrifstofu sjóðsins fyrir 600 starfsmenn.
Davit Makonen, starfsmaður sjóðsins, var í Maí 1998 dæmdur fyrir að hafa borgað starfsmanni sem að vann hjá honum í Bandaríkjunum 3 cent á tímann í 8 ár.
Sjóðurinn hefur heldur enga siðferðismeðvitund þegar kemur að lánveitingum, það eina sem gildir er að það sé nóg að auðlindum til að mjólka úr landinu. Þeir hafa lánað og styrkt herveldi út um allan heim, þ.á.m. aðskilnaðarstjórn S-Afríku, Mobutu í Congo, Assad í Sýrlandi, Pinochet í Chile og einræðisstjórnvöld í löndum á borð við El Salvador, Haiti, Eþiópíu, Paraguay, Filipseyjum, Sómalíu, Malawi, Thailandi og Súdan meðal annarra.
Þetta eru bara fá dæmi um umsvif og arðrán AGS víðs vegar í heiminum, sannanlegar staðreyndir sem opinberar upplýsingar finnast um. Öðru máli gegnir aftur um þau morð sem AGS hefur staðið beint og óbeint fyrir, því þar liggja engar sannanir á borðinu, eingöngu getgátur sérfræðinga og fyrir vikið er auðvelt að ógilda rök fyrir þeim og kalla það brjálaðar samsæriskenningar.
Gæti eitthvað verið til í frásögn John Perkins, hagfræðingi, sem skrifaði bókina Confessions of an economic hitman eða Játningar efnahags launmorðingja? Þar fjallar hann um sín störf sem efnahags launmorðingja. Hann segist hafa verið sendur til landa sem eiga auðlindir sem fyrirtæki hans ágirntist, til að breyta viðhorfum stjórnenda svo fyrirtæki hans gætu unnið óáreitt í landinu. AGS og Heimsbankinn eru fyrstu verkfæri slíkra fyrirtækja, og takist þeim ekki að knésetja stjórnvöld í skuld, og með skuldinni til hlýðni um að gera eins og stórfyrirtækin segja, þá eru efnahags launmorðingjarnir sendir inn til að tryggja árangurinn. Þetta er samkvæmt frásögn Perkins, gert í gegnum mútur, kúganir, hótanir og að lokum morð ef allt annað bregst.
Fær Ísland sérsamning?
AGS og Heimsbankinn hafa nú starfað í 65 ár, og ferill þeirra verður blóðugri og ómanneskjulegri með hverju árinu sem líður, ásamt því að starfsemi þeirra hefur tekið á sig mynd einhvers konar alþjóðlegrar mafíu. Þetta eru ekki menn sem óhætt er að stunda viðskipti við.
Ísland er gjaldþrota, við höfum ekki efni á því að gera samninga sem skuldbinda okkur til að einkavæða það litla sem eftir er eins og t.d. orkuveiturnar og Landsvirkjun. Við erum samfélag jafningja, og viljum jafnan aðgang að heilbrigðiskerfinu, óháð ríkidæmi, en því er ómögulegt að viðhalda með einkareknum sjúkrahúsum. Við höfum ekki efni á að kasta auðlindum okkar á borð við fiskikvóta og jarðhita í gin ókindarinnar og við höfum heldur engan rétt til þess. Auðlindirnar eru sameign, ekki bara okkar heldur líka niðja okkar og okkur ber að standa vörð um rétt ókominna kynslóða til að nýta þær.
Þó þess væri helst óskandi að enginn samningur yrði gerður við AGS þá lítur nú samt út fyrir að búið sé að binda svo um hnútana að það sé óhjákvæmilegt. Það er þó lágmarkskrafa að okkur, íbúum þessa land sé gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem við erum að gangast að. Erum við að slást í hóp þriðja heimsríkja sem AGS og stórfyrirtækin hafa rúið inn að skinni, eða erum við með einhvern einkasamning án þessara arðrænandi skilyrða sem ávallt hanga föst á peningaseðlum frá sjóðnum? Ef við erum á sérsamningi fyrir það að vera iðnvædd, hvít og styðja hernaðarbrölt Vesturveldanna, þá eigum við rétt á því að hafa það uppi á borðinu.
Tenglar
- Ágætur úrdráttur um sjóðinn. ** Mjög góð tafla yfir herveldi sem sjóðurinn hefur veitt fé **
- Góð, hlutlaus og vel uppsett síða sem fylgist með IMF
- Margar góðar greinar
- Góðar greinar og húmor í kringum IMF & WB
- Vægur úrdráttur á starfsemi stofnananna á dönsku
- Greinar og fleira
- Frítt niðurhal á Zeitgeist og Zeitgeist Addendum myndunum
- Heimasíða AGS
Þessi texti er skrifaður og samantekinn af Auðuni Kristbjörnssyni, enginn réttur áskilinn. Stelið, notið eða styðjist við í eigin texta eftir þörfum.