Úlfur í sauðargæru ´tryggir´ framhaldslíf Íslensku þjóðarinnar.

Úlfur í sauðargæru

Hvað er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn?

13.2.2009 9:02 Aðsent - Auðunn Kristbjörnsson

IMF

World Bank (WB) og International Monetary Fund (IMF), betur þekktar sem Heimsbankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eru fjármálastofnanir sem voru stofnaðar árið 1944 með mjög skýrt markmið: að standa saman að upp- og endurbyggingu eftir seinni heimsstyrjöld og að lána reiðufé til landa í fjárhagserfiðleikum.

Fljótega byrjuðu þessar stofnanir að sníða sérstök skilyrði fyrir aðstoð, að aðstæðum í lántökulöndunum. Yfirleitt snerust þessi skilyrði um einkasamninga við erlend, oftast bandarísk, fyrirtæki um uppbyggingu, ásamt brunaútsölu ríkisfyrirtækja, sem fyrir vikið voru keypt upp af erlendum aðilum með hagvöxt en ekki hag fólksins sér fyrir brjósti. Yfirleitt leiðir þetta til lækkunnar launa, hækkaðs vöruverðs og þjónustuverðs, yfirtöku auðlinda og gereyðingu lífsgæða viðkomandi lands.

Þessi skilyrði eru að meðaltali 114 og eru í megindráttum eins fyrir öll lönd, en þó alltaf sveigð aðeins til eftir aðstæðum og auðlindum hvers lands. Nokkur atriði eru þó eins í öllum tilfellum. Viðskiptahömlur og verndartollar eru fjarlægðir, þjóðarbúið selt í hendur erlendra fjárfesta, velferðarkerfið skorið verulega niður og vinnumarkaðurinn gerður sveigjanlegur (sem í raun þýðir að leggja niður stéttarfélög).

Ef lántökulandið er ríkt af auðlindum sem AGS eða önnur stórfyrirtæki ágirnast, og takist landinu að standa skil á greiðslum til sjóðsins, þá beitir sjóðurinn vöxtum sem vopni. Þeir hafa sjálfir rétt á að endurskoða vexti lánanna reglulega, og þar sem til þarf hafa þeir ekki hikað við að hækka vextina nógu mikið til að landið komist í vanskil. Þá er það leikur einn fyrir AGS að gera kröfu til auðlinda landsins, og selja þær í hendur erlendra fjárfesta sem blóðmjólka svo lántökulandið svo lengi sem þeir geta.

Margir virtir hagfræðingar og fjármálasérfræðingar hafa bent á að ekki sé nóg með að skilyrðin sem AGS setur á lönd hefti samfélagshæfni landanna heldur auka þau einnig á neyð og fátækt lántökuþjóðanna. Hvort tveggja hindrar landið í að uppfylla kröfurnar sem sjóðurinn setur um fjárhagslega uppbyggingu, samtímis því að torvelda löndunum að standa í skilum.

Langflest lán sem AGS hefur gefið út eru ekki fjárhagsleg aðstoð til endurbyggingar, heldur fjárhagslegt valdarán

Árið 1983 höfðu auðmenn Ecuador sökkt landinu á kaf í skuldafen við erlendra banka vegna áhættusamra fjárfestinga. Þetta kann að hljóma kunnulega í íslenskum eyrum.

Ecuador var þvingað af AGS til að taka að láni 1,5 milljarða bandaríkjadala til að borga skuldirnar. Í lánasamningnum við AGS voru ákvæði um það hvernig Ecuador ætti að fara að því að borga skuldina. Þau voru að hækka verð á rafmagni og öðrum nauðsynjum upp úr öllu valdi. Þegar það skilaði ekki nægum hagnaði til að standa undir skuldbindingunni var Ecuador þvingað til að leggja niður 120.000 störf.

Í framhaldinu hefur AGS blandað sér í alla þætti stjórnsýslunnar á Ecuador. Yfirleitt gera þeir slíkt eftir að lönd lenda í vanskilum við sjóðinn. Þá stíga sérfræðingar AGS inn með „ábendingar“ um hvernig megi bæta efnahaginn, ásamt hótunum um yfirtöku auðlinda sé ábendingunum ekki fylgt og vanskilin greidd.

Frá 1983 hefur Ecuador, samkvæmt ábendingum AGS, einkavætt fjármálageirann og bankana en það hefur leitt til himinhárra persónulegra skulda og vaxtahækkanna. Gas til eldamennsku og hita hefur síhækkað í verði, á sama tíma og laun hafa lækkað um nær helming og störfum fækkar með hverju árinu. Allar stærstu vatnslagnir landsins hafa verið seldar til erlendra fyrirtækja og BP Arco hefur verið veitt einkaleyfi til að leggja og eiga gaslagnir yfir Andesfjöllin.

Í allt hefur AGS sett Ecuador minnst 167 skilyrði, eftir að gengið var frá láninu, skilyrði sem Ecuador hefur ekkert val um annað en að fylgja. Öll miða skilyrðin að því að færa allt landið í einkaeign erlendra, aðallega bandarískra, fyrirtækja.

Tanzanía fékk einnig stórt lán frá AGS árið 1985, og hefur AGS í raun stjórnað landinu alveg síðan. Meðal þeirra fyrstu verka var að einkavæða öll ríkisfyrirtæki, aflétta öllum viðskiptahömlum og gera nýja inn/útflutningssamninga, sem færði öll viðskipti til alþjóðlegra fyrirtækja.

Í Apríl 2000 skrifaði ríkisstjórn Tanzaníu undir og gekk að öllum 158 skilyrðum AGS fyrir uppbyggingu efnahagsins, sem eins og venjulega hljóða upp á einkavæðingu stofnanna og fyrirtækja, þar á meðal heilsugæslunnar sem áður var ókeypis og sölu á öllum helstu náttúruauðlindum. Ráðstöfunarfé heimilanna hefur dregist saman um meira en 30% síðan AGS tók yfir efnahag landsins ásamt því að ólæsi hefur aukist gífurlega og yfir helmingur landsmanna lifir nú við skort.

Jamaica var og er algjörlega ósjálfbær og háð miklum innflutningi. Þegar landið var á barmi gjaldþrots kom AGS inn með lánveitingu, skilyrðin sín og viðskiptapakka. Sá pakki hljóðaði uppá einkasamninga við ameríska birgja sem mundu sjá Jamaica fyrir vörum á miklu lægra verði heldur en hjá þáverandi birgjum. Þetta varð til þess að stórskaða landbúnað á Jamaica, því erlendu fyrirtækin fluttu einnig inn þær vörur sem Jamaica ræktaði fyrir og undirbuðu bændurna verulega. Bændur lögðu unnvörpum niður landbúnað eða tóku upp kannabisræktun í staðinn. En 2 árum eftir undirritun samningsins og eftir að landbúnaður var nánast dáinn út hækkuðu amerísku fyrirtækin verðið aftur, og almennt varð verðlag miklu hærra en það hafði verið fyrir inngrip sjóðsins. Almenningur upplifði fátækt og neyð sem aldrei fyrr, þökk sé hjálparstarfi AGS.

Moldovíu, sem er einn af „kúnnum“ AGS, var hótað að sjóðurinn mundi hætta lánagreiðslum og slíta tengslum við Moldovíu ef þeir ekki einkavæddu landbúnað í landinu.

Eftir að S-Kórea tók á móti lánum og fór eftir endurskipulagsskilyrðunum árið 1998 misstu að jafnaði 8000 manns vinnuna dag hvern, og að meðaltali sviptu 25 þeirra sig lífi.

Kenía var hótað að AGS mundi hætta við lán sem búið var að lofa landinu, ef ríkisstjórnin féllist á kröfu kennara sem voru í verkfalli til að krefjast launahækkunar.

Þessi saga endurtekur sig í sífellu, og þegar liggja lönd eins og Argentína, Tanzanía, Ecuador, Jamaica, Íraq, Íran, Bolivia, Brasilía, Indland og Zimbabwe í valnum, ásamt fjölda annarra. Þessi lönd hafa öll misst fullræði sitt, tapað auðlindum í hendur erlendra fjárfesta sem hafa nauðgað landinu til að vinna þessar auðlindir. Lífsgæðin hafa minnkað, meðalaldur lækkað, ólæsi aukist og stærri og stærri hluti íbúa landana þurfa að skrimta á upphæðum langt undir fátæktarmörkum.

Aðrir glæpir sjóðsins

Auk fjárhagsumsvifanna hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn oft brotið gegn mannréttindum og almennu siðferði beint, án þess að um fjárhagslega lömun landa sé að ræða.

Árið 1994 reif sjóðurinn niður kirkju í Washington sem var skýli fyrir heimilislausa ásamt að sjá þeim fyrir matarúthlutunum. Kirkjan var rifin til að skapa pláss fyrir nýja skrifstofu sjóðsins fyrir 600 starfsmenn.

Davit Makonen, starfsmaður sjóðsins, var í Maí 1998 dæmdur fyrir að hafa borgað starfsmanni sem að vann hjá honum í Bandaríkjunum 3 cent á tímann í 8 ár.

Sjóðurinn hefur heldur enga siðferðismeðvitund þegar kemur að lánveitingum, það eina sem gildir er að það sé nóg að auðlindum til að mjólka úr landinu. Þeir hafa lánað og styrkt herveldi út um allan heim, þ.á.m. aðskilnaðarstjórn S-Afríku, Mobutu í Congo, Assad í Sýrlandi, Pinochet í Chile og einræðisstjórnvöld í löndum á borð við El Salvador, Haiti, Eþiópíu, Paraguay, Filipseyjum, Sómalíu, Malawi, Thailandi og Súdan meðal annarra.

Þetta eru bara fá dæmi um umsvif og arðrán AGS víðs vegar í heiminum, sannanlegar staðreyndir sem opinberar upplýsingar finnast um. Öðru máli gegnir aftur um þau morð sem AGS hefur staðið beint og óbeint fyrir, því þar liggja engar sannanir á borðinu, eingöngu getgátur sérfræðinga og fyrir vikið er auðvelt að ógilda rök fyrir þeim og kalla það brjálaðar samsæriskenningar.

Gæti eitthvað verið til í frásögn John Perkins, hagfræðingi, sem skrifaði bókina „Confessions of an economic hitman“ eða „Játningar efnahags launmorðingja“? Þar fjallar hann um sín störf sem efnahags launmorðingja. Hann segist hafa verið sendur til landa sem eiga auðlindir sem fyrirtæki hans ágirntist, til að breyta viðhorfum stjórnenda svo fyrirtæki hans gætu unnið óáreitt í landinu. AGS og Heimsbankinn eru fyrstu verkfæri slíkra fyrirtækja, og takist þeim ekki að knésetja stjórnvöld í skuld, og með skuldinni til hlýðni um að gera eins og stórfyrirtækin segja, þá eru efnahags launmorðingjarnir sendir inn til að tryggja árangurinn. Þetta er samkvæmt frásögn Perkins, gert í gegnum mútur, kúganir, hótanir og að lokum morð ef allt annað bregst.

Fær Ísland sérsamning?

AGS og Heimsbankinn hafa nú starfað í 65 ár, og ferill þeirra verður blóðugri og ómanneskjulegri með hverju árinu sem líður, ásamt því að starfsemi þeirra hefur tekið á sig mynd einhvers konar alþjóðlegrar mafíu. Þetta eru ekki menn sem óhætt er að stunda viðskipti við.

Ísland er gjaldþrota, við höfum ekki efni á því að gera samninga sem skuldbinda okkur til að einkavæða það litla sem eftir er eins og t.d. orkuveiturnar og Landsvirkjun. Við erum samfélag jafningja, og viljum jafnan aðgang að heilbrigðiskerfinu, óháð ríkidæmi, en því er ómögulegt að viðhalda með einkareknum sjúkrahúsum. Við höfum ekki efni á að kasta auðlindum okkar á borð við fiskikvóta og jarðhita í gin ókindarinnar og við höfum heldur engan rétt til þess. Auðlindirnar eru sameign, ekki bara okkar heldur líka niðja okkar og okkur ber að standa vörð um rétt ókominna kynslóða til að nýta þær.

Þó þess væri helst óskandi að enginn samningur yrði gerður við AGS þá lítur nú samt út fyrir að búið sé að binda svo um hnútana að það sé óhjákvæmilegt. Það er þó lágmarkskrafa að okkur, íbúum þessa land sé gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem við erum að gangast að. Erum við að slást í hóp þriðja heimsríkja sem AGS og stórfyrirtækin hafa rúið inn að skinni, eða erum við með einhvern einkasamning án þessara arðrænandi skilyrða sem ávallt hanga föst á peningaseðlum frá sjóðnum? Ef við erum á sérsamningi fyrir það að vera iðnvædd, hvít og styðja hernaðarbrölt Vesturveldanna, þá eigum við rétt á því að hafa það uppi á borðinu.

Auðunn Kristbjörnsson


Tenglar


Þessi texti er skrifaður og samantekinn af Auðuni Kristbjörnssyni, enginn réttur áskilinn. Stelið, notið eða styðjist við í eigin texta eftir þörfum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Vá....ekki batnaði kvíðinn við þennan lestur  Skelfilegt.

Sigrún Jónsdóttir, 15.2.2009 kl. 10:10

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Skelfilegt!  Svona hafa þeir aðhafst í fleiri löndum. Aðferðirnar eru ljótur leikur og koma sumum löndum næstum því á steinaldarstigið.  Ég hefi bloggað einusinni um arðrán vestulanda sem hafa lobbýað til sín frábæra samninga með aðstoð og leiðbeiningum IMF/AGS.  http://www.formosus.blog.is/blog/formosus/entry/774030/

Baldur Gautur Baldursson, 16.2.2009 kl. 15:37

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þó að maður hafi vitað eitt og annað þá er eins og maður ýti því á undan sér þangað til að allt kemur á blaði upp að augum manns.
Hryllileg tilhugsun fyrir okkur og þá sem taka við, börn og barnabörn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.2.2009 kl. 16:27

4 Smámynd: Bara Steini

Og er fólk skammað sem veit þetta og er á götum úti að reyna að fá þetta fram.............

Bara Steini, 16.2.2009 kl. 17:30

5 Smámynd: Gerður Pálma

Allur heimspakkinn samanstendur af svona vidbjódi sem heilbrigdu edlilegu fólki getur ekki látid sér detta í hug. Nú hrópar stór hópur tjódarinnar eftir skjóli hjá ESB, hvad thekkjum vid til verka thar?
Viljum vid láta okkar eigid fólk svindla, stela og rústa náttúru landsins? Viljum vid gefa Evrópusambandinu Ísland, thvi um annad yrdi ekki ad raeda ef vid fáum inngongu, hvad svo sem samid yrdi um, allir samningar eru sífellt til endurskodunar hagsmunir heildarinnar ráda (edlilega) og stjórnir hvers tíma ráda, (sja Sparisjódina og BYR) vid getum oll - med manni og mús og eldhúsáholdunum  eins og thau leggja sig,  safnast saman á Austurvelli, og thó svo ad vid hefdum RUV, Stod 2, Visir, You tube, Face book og hvad sem er. okkar megin. hefdum vid enga rodd.  Ef vid vidholdum vibbakerfinu sem hingad til hefur rádid ferdinni á Íslandi skiptir ekki máli hvort vid afhendum íslenskum glaepaflokkum landid, eda hvort vid afhendum thad erlendum óvidkomandi oflum. Ef vid ekki hofum vit til thess ad krefjast stórkostlegra breytinga til heilbrigdis og virdingar í stjórnkerfi landsins eigum vid ekkert betra skilid. Vid erum ríkust flestra thjóda, vid getum byggt upp atvinnuvegi í landinu án tiltolulegs innflutnings, vid eigum adgang ad náttúru sem ladar til sín listafólk og náttúruelskendur. Vid eigum stórkostlegt listafólk, ekki síst í handverki idnadarmannsins, hanverki hjúkrunarfólksins, hugviti frumkvodlanna.Thad verdur ad gera verdmaetamat á ollu thví ótrúlega afli sem er í vinnslu í landinu thannig ad fólk átti sig á ríkidaeminu og geti baett sér í hópinn. Vid getum byggt upp kedju af smáfyrirtaekjum sem styrkja og stydja hvort annad, vid erum 300.000 manns, ef vid laerum ad vinna hvert med odru en ekki hvert á móti odru liggja taekifaerin vid fótum okkar.  Nú verdum vid ad velja hvert vid stefnum, í grátt eda graent.  Vid getum slegist í hóp thjóda med sjálfsvirdingu og sjálfsbjargarvidleitni, vid eigum allt til thess. 

Gerður Pálma, 16.2.2009 kl. 21:33

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda á að IMF er ekki góðgerðarsamtök. Þetta er fjármálastofnun sem lánar ríkjum og leiðbeinir þegar þau lenda í því að verða gjaldþrota. Flest ríkin hafa lágar þjóðartekjur og til að greiða til baka verða þau að taka til hjá sér og ganga í gegum erfiðleika. Þjóðartekjur oft lágar og því lítið til skiptana. Því verður að forgangsraða til að geta staðið í skilum og ná sér upp úr þessu.

Margir íslendingar hafa unnið og vinna hjá IMF. Margir okkar færustu hagfræðingar m.a.

Heyrði viðtal við íslending sem var fulltrúi IMF í Zambíu eða Tansaníu og hann lýsti starfi sínu þannig að hann mætti þarna nokkrum sinnum á ári til að fylgjast með hvernig gengi auk þess sem stjónvöld ráðfærðu sig við hann á milli. Þetta eru fátækar þjóðir sem hafa steypt sér í skuldir sem þær sjá ekki út úr. Finnst svona samsæriskenningar í besta falli hlægilegar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.2.2009 kl. 00:42

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

hrollur

Hólmdís Hjartardóttir, 17.2.2009 kl. 01:11

8 Smámynd: Gerður Pálma

Kæri Magnús Helgi,
Takk fyrir athugasemdirnar. IMF er ekki góðgerðarsamtök sem slík, en þau eru stofnuð til þess að gera GÓÐAR AÐGERÐIR TIL AÐSTOÐAR ALÞJÓÐLEGU EFNAHAGSKERFI, ekki sem einkagróðafyrirtæki. Hinsvegar, því miður virðist IMG hafa þróast í samskonar svínarí og Ísland hefur þróast núna án tillits til séraðstöðu þeirra ríkja sem þeir bjóða ´aðstoð´ þeir setja skylyrði sem vinnur gegn þróun og framgangi viðkomandi þjóða. Fátækt og barningur er talið vera merki vanhæfni og heimsku en ekki afleiðing yfirgangs og þjófnaðar hinna ´þróuðu´ríkja sem mergsjúga allt sem sogkraftur þeirra getur nelgt sér á, án tillits til framtíðarmöguleika eða framfleytni viðkomandi þjóða. Við verðum að skoða þessi mál í kjölinn og taka afstöðu með virðingu fyrir menningu, arfleifð og afkomumöguleikum viðkomandi þjóða.  Hryllings-afleiðingar ´hjálpar´IMF eru skelfilegar. Upprunaleg áform IMF virðast vera byggð á von um bætta aðstöðu þeirra sem ekki hafa getað borið hönd fyrir höfuð sér, þannig að ef IMF núna áttar sig á afleiðingum gerða sinna, þá eru þeir í bestu aðstöðu í heimi til þess að snúa við bakinu og virkilega aðstoða og tengja jákvæð vöruskipti og virðingu á milli landa um allan heim. 
Aðstoð IMF t.d. við Jamaica var bundið þeim skilyrðum að þeir legðu niður innflutningshömlur við samkeppnisvörur frá USA sem varð til þess að öll fjárfesting Jamaica í uppbyggingu iðnaðar í landinu varð óyfirstíganlegur baggi, fyrirtækin lognuðust útaf þar sem þau gátu ekki staðist samkeppni við USA, um leið og heimaiðnaður lagðist niður hækkaði vöruverð frá USA, efnahagur Jamaica er í rúst, þökk sé hjálpinni frá IMF.  Tansanía.. skoðaðu þá hryllingssögu, farðu inná viðkomandi lönd og lestu og myndaðu eigin skoðun á ástandinu.  Bestu hagfræðingar??? hafa komið bestu kerfum heims á botninn, nú er að koma sér úr kafinu.. það er ekki bara íslenskt hundasund, það er alþjóðlegt keppnismál. Við verðum að skoða með opnum hug, ekki dæma heldur að skilja og reyna að breyta því sem hægt er til batnaðar.
Articles of Agreement of the International Monetary Fund

Article I - Purposes

The purposes of the International Monetary Fund are:

(i)

To promote international monetary cooperation through a permanent institution which provides the machinery for consultation and collaboration on international monetary problems.

(ii)

To facilitate the expansion and balanced growth of international trade, and to contribute thereby to the promotion and maintenance of high levels of employment and real income and to the development of the productive resources of all members as primary objectives of economic policy.

(iii)

To promote exchange stability, to maintain orderly exchange arrangements among members, and to avoid competitive exchange depreciation.

(iv)

To assist in the establishment of a multilateral system of payments in respect of current transactions between members and in the elimination of foreign exchange restrictions which hamper the growth of world trade.

(v)

To give confidence to members by making the general resources of the Fund temporarily available to them under adequate safeguards, thus providing them with opportunity to correct maladjustments in their balance of payments without resorting to measures destructive of national or international prosperity.

(vi)

In accordance with the above, to shorten the duration and lessen the degree of disequilibrium in the international balances of payments of members.

The Fund shall be guided in all its policies and decisions by the purposes set forth in this Article.

Gerður Pálma, 18.2.2009 kl. 20:23

9 Smámynd: Gerður Pálma

Meira um Jamaica og IMF.
Nú þegar bestu hagfræðingar heims eru týndir í leið út úr ´krákastígum kreppunnar´ er tækifæri IMF til þess að snúa við blaðinu og vinna MEÐ þeim þjóðum sem þeir hafa talið sig vera að aðstoða fram til þess. Getan er fyrir hendi, viljinn hefur villst af leið.  Allir skilja það, allt eru þetta ´breyskar´ ´metnaðarfullar mannverur, sem sjá ekki lengra en eigin ´framavon´leyfir. Þeir sem hafa haft aðra sýn, komast ekkert áfram því það hefur ekki talist vera ´business´legt - fram að þessu.  Breyttir tímar, vonandi breytt takmörk.
Það hefur aldrei verið hægt að setja saman kór nema allir stemmi sig saman, sama gegnir um okkur Íslendinga, sama gegnir um framtíð heimskringlunnar.

Gerður Pálma, 18.2.2009 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband