Hver svarar Hollensku pressunni fyrir okkar hönd?
22.7.2009 | 08:17
Hollenskur almenningur myndi að mjög miklu leiti styðja Ísland í þessari þvingunarpressu sem okkur er nú sýnd ef þeir vissu um hvað málið snýst. Almenningur í Hollandi er ekki í snertingu við þetta mál því það kemur ekkert innlegg frá Íslandi og samningurinn sem slíkur vekur ekki áhuga nema þeirra sem eru í beinni tengingu. Nema núna komum við fyrir eins og skúrkar, það er spennandi.
Hver er tengill Íslensku þjóðarinnar við umheiminn. Hvar eru okkar sjónarmið kynnt?
Hollendingar og Bretar Þurfa að átta sig á að þessir samningar eru alveg eins slæmir fyrir þá og fyrir okkur, nema að sjálfsögðu ef við verðum tekin í nefið af ESB, eða verðum endanlega soguð uppí AGS og/ef orkan og vatnið lendir í höndum erlendra fyrirtækja. Það yrði mjög trúlega að veruleika þegar við þurfum að borga.
Hitt er annað mál, hvar erum við verst sett?
Leiguliðar í eigin landi, eða beygðir undir leynimakk vanhæfni stórnar okkar sjálfra.
Krefjumst nýs samnings um Icesave sem byggist á framlagi allra sem báru ábyrgð, sem er fjármálaeftirlit landanna þriggja. Gerum barter samning, stofna t.d. lífræktunarstöð með tækniþekkingarframlagi Hollendinga, ? frá Bretum, landrými og orka (á eðlilegu verði) frá Íslandi.
Tekjur af viðkomandi fyrirtæki/tækjum fara að miklu leyti í afborganir. Með þessu er vin- vin markinu náð, upphafið tekur tíma, en tíminn er réttur.
Vafalaust er fjöldi verkefna og fyrirtækja sem hægt væri að setja upp í samvinnu við þessar þjóðir, fyrirtæki sem krefjast sérhæfni sem við getum boðið uppá. Það þarf að kasta þessari hugmynd til þjóðarinnar sem getur lagt inn hugmyndir til útfærslu. Förum aðra leið, betri leið, örugga leið.
Þrýst á Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gerður mín ég efast um að nokkur í stjórn Íslanda muni svara Hollensku pressunni fyrir okkar hönd. Það virðist ekki vera að stjórnvöld okkar hafi uppgvötað nútíma tækni þegar kemur að samkiptum eins og sjá má á upplýsingaflæði þeirra til þjóðarinnar um málefni þjóðarinnar.
Þú verður bara að sjálfskipa þig sem sendiboða okkar í Hollandi og svara pressunni fyrir okkar hönd ; ). Ég treysti þér til að gera það bæði vel og fagmannlega.
Ég segi nú bara hvar á þetta að enda?
Kær baráttukveðja frá skerinu og knús á þig.
Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 09:18
Íslensk stjórnvöld haga sér oft eins og breska konungsfjölskyldan sem hefur það fréttamottó "never complain, never explain"
Andri Geir Arinbjarnarson, 22.7.2009 kl. 09:45
Geir sagði "maybe I should have" en Jóhanna mátti ekki vera að því að hitta alla helztu foryztumenn NATO-landa í vor og sendi Össur. Hvað hún var svona upptekin við er hins vegar ekki ljóst enn.
Skúli Víkingsson, 22.7.2009 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.