Stýrikerfið er fjöreggið sem við erum að kasta á milli okkar.
17.4.2010 | 14:20
Við verðum að taka til í eigin garði áður en við getum leyft okkur að skoða inngöngu i ESB.
Sem meðlimum í ESB er hætt við að við færumst enn fjær því að hafa áhrif á gang eigin mála.
Í dag er ESB er því miður undirlagt af sömu sýki og grasserar í okkar kerfi, en þar er víðari völlur til að hylja það sem og að standa undir því. Við inngöngu þar mun sami hópur og nú stjórnar landinu verða okkar fulltrúar hvað ætli það komi til með að kosta þjóðina. Hver gerir sér í hugarlund að þeirra starf muni miðist við velferð Íslands og þegna þess?
Rannsóknarskýrslan er frábær handbók sem gefur okkur nú tækifæri til að takast á við vandamálin af skynsemi og endurheimta æruna sem þjóð sem þorir að taka sjálfa sig í gegn.
Skýrslan er okkur til mikils sóma og er algjörlega einstök á heimsmælikvarða, og gæti orðið okkar innlegg í endurskipulagningu stjórnarfars fjölda annarra þjóða.
Vöndum okkur betur við stjórn landsins, vinnum saman sem þóð. Við erum ekki nema 300.000 það er skipulag og stjórnarfar byggt á virðingarleysi og siðleysi sem er undirrót erfiðleikanna sem við finnum okkur nú í. Þessar staðreyndir breytast ekki við inngöngu í ESB nú GETUM við breytt ástandinu.
Lærum af þessar rándýru reynslu sem við erum að kljást við, ef við gerum það þá er úr nægu efni að vinna til þess að koma okkur á gullfót í efnahaglegu tilliti. Hættum að rífast um hægri eða vinstri, strikum þessi orð út úr orðabókinni.
Stefnum á skynsemi og verndum okkar væna fólk og opnum leið fyrir kraftinn sem í því býr. Samstarf við Evrópu sem og við alþjóðasamfélagið er okkur algjör nauðsyn en fjarbúð gæti reynst okkur happasælli, sambúð vill oft gera kröfur sem karakter makans býr ekki yfir og hætt er á slæmu sambandi sem haldið er lifandi vegna hræðslu við skilnaðaruppgjör þó svo að óhamingjan ráði ríkjum á flestum sviðum.
Við erum þau einu sem getum breytt innanlandsstýringunni, hún verður ALLTAF tengillin við umheiminn ESB sem og allt annað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.