SNÚUM VÖRN Í SÓKN, REKTORAR VINNA SAMAN STÓRKOSTLEGT, STYÐJUM ÞÁ TIL DÁÐA.

 
Snúum vörn í sókn, menntasetrið Island getur orðið eitt okkar stærsta   atvinnutækifæri, ef við beinum kröftunum í það.
Mennt er máttur, að skera niður fjármagn í menntun þjóðar er að skera niður framtíð.   
Það getur ekki talist góð lækning ef meðölin sem drepa veiruna sem valda sjúkdóminum drepa sömuleiðs sjúklinginn.
      
Það verður að snúa þessari óheillaþróun við.  Skoðum hvar verðmætin liggja berum virðingu fyrir þeim og vinnum úr þeim,  förum betur með. Nýtum það sem fyrir er og byggjum út frá þeim auði sem í menntakerfinu liggur nú þegar.
Með niðurskurðaraðferðinni er verið að brjóta niður það sem byggt hefur verið upp og veikja framtíðarmöguleika þjóðarinnar til þess að standast samkeppni á vinnumarkaði við aðrar vestrænar þjóðir, og auka enn á fólksflóttan úr landi.
Barnafólk mun sömuleiðis flýja til þess að búa börnum sínum öruggari framtíð.
Ef við missum námsmenn úr landi þá er hættan á að megin þorri þeirra snúi ekki aftur þar sem á þessu tímabili skapast oft sterkustu lífstíðartengslin og ef þau eru ekki hér þá slitna mikil og sterk tengsl við landið.
Vinnum okkur frá þessu ástandi sem þjóðin finnur sig í í dag. Við verðum að greiða götu allra sem huga á nám og auðvelda þeim leiðina.  Leggjum allan kraft í kennslu á ÖLLUM sviðum.
Stöndum öll saman með menntakerfinu, saman með rektorum skólanna og kennurum, og beinum öllum kröftum í að byggja upp Ísland menntamiðstöð sem útflutnings atvinnugrein. Með uppbyggingu menntasetra um land allt sem laða munu til okkar erlenda nemendur og  sömuleiðis mun óhjákvæmilega fjöldi afleiðandi atvinnugreina spretta upp.  
Ísland laðar laðar fólk að, einangrunin, fegurðin og hugsanlega fagmennskan, ef við náum að geta boðið uppá hana. Mennta- og háskólar erlendis eru fokdýrir og hugsanlega gætum við boðið uppá betri verð. Fókusa á fög sem henta við okkar aðstæður hér og verða frábær í þeim greinum.
  
Bandaríkin gera út á menntun og þau styðja sérlega við bakið á framúrskarandi námsmönnum hvaðan sem þeir koma til þess að þeir ílendast í landinu og safna þannig kunnáttu inn í þjóðfélagið. 
Ástralía gerir út á menntun fyrir Asíubúa og er það stór hluti af þeirra þjóðar innkomu.
Ísland býr enn við þann orðstír að þjóðin sé menntuð og búi yfir kröftugu menntakerfi.   Söguþjóðin Ísland, menningarlandið Ísland, fagra landið Ísland. Þessi orðstír er viðkvæmur og hann skerst sömuleiðis niður samfara öðrum niðurskurði í menntageiranum.   Niðurskurður sem kostar okkur undirstöðu framtíðar landsins getur ekki verið rétt leið.
Heilbrigðis- og menntamál eru undirstöðugreinar velferðar þjóðfélags, hvorug þessara greina má fara inn í niðurskurðaraðferðina, verðum að draga heilbrigðisgeirann upp aftur og byggja hann sömuleiðis upp sem útflutningsgrein, þar liggja óteljandi tækifæri.

mbl.is Rektorar lýsa yfir áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er sammála þessu.

Góð færsla.

Það á að blása til sóknar í menntamálum. Hver króna í menntamál skilar sér margfalt til baka.

Sleggjan og Hvellurinn, 17.3.2010 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband