Gullkistan Ísland

Oft heyrir maður að það sé ekkert að gerast í atvinnumálum í landinu, en það er fjarri sanni en Það er lítið sem ekkert gert í því að kynna almenningi í landinu fyrir þeim stórkostlegu tækifærum sem nú þegar eru í gangi, og mörg ef ekki flest í erfiðum málum þar sem aðhlynning við atvinnuvegina er ekki skipulögð og þessvegna komast þau ekki til leggs.

Ég fór á fund hjá Framtíðarlandinu í fyrra og ´trúði varla mínum eigin eyrum yfir öllu því sem er í gangi í landinu og fæstir vita um og mun ef vel er á haldið færa landinu stórkostlegar útflutningstekjur. 

Núna er búið að samþykkja í borgarstjórn Reykjavíkur að byggja upp ELDFJALLAGARÐANA á Reykjarnesi,  bara það verkefni - ef fagmannlega verður að staðið og tækifærin nýtt mun geta skilað þjóðinni margföldum hreinum tekjum á við öll álverin samanlagt. Þetta þyrfti að kynna í sjónvarpi, en það er ekki gert.  Eldfjallagarðar hvað? Náttúrfræðingar og fuglaskoðarar?

Aldeilis ekki...ævintýri á ævintýri ofan, fyrir alla, börn og fullorðna. Ég krossa mig hér með uppá að þetta er mín einlæg skoðun og er byggð á samanburðarupplýsingum sem og reynsluheimi ferðamálapakkans.

Ísland er gull sem þarf að hlúa að og nostra við.

Orkan sem við enn eigum verður að nýtast í greinar sem við getum verið stolt af, lífræn ræktun grænmetis til eigin nota sem og til útflutnings.

Gera út á menntakerfið, gera skóla fyrir fólk sem vill læra og skoða heiminn samhliða, fólk sem vill komast í nýtt verndað umhverfi einhverra hluta vegna.

Gera út á heilbrigðiskerfið, bæta það en ekki skera niður. Smáaðgerðir sem er á biðlista um alla Evrópu eiga vel heima hjá okkur. Fullt af fólki vill fara í smá lýtaaðgerðir og vill til þess vera í skjóli frá vinum og kunningjum. Tilvalið - við myndum fá læknana okkar heim aftur, og fallegu hjúkkurnar líka.

Endalaus listi, hvað er skrifað á þinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Fín færsla. Takk fyrir!

Björn Birgisson, 14.3.2010 kl. 18:21

2 identicon

Framtiðarlandið = Pipe dreams í þokuskýi.

Hvernig ætlarðu til dæmis að flytja alla túrhestana sem þú ætlar að hafa trilljónatekjurnar af hingað og til baka heim til sín. 

Senda þá gegn um netið þráðlaust eð eitthvað álíka?

Eða enn betra kannski í heitalofts-kolefniskvóta- belgjum.  

Ó nei þrátt fyrir að það eflaust séu margir velmeinandi einstaklingar í hópnum kring um Framtíðarlandið ,  og margar ágætar hugmyndir upp á borðinu, þá er það nú svo að þegar kemur að þessu einfalda dæmi um kostnað á móti tekjum, þá virðast fæstir þeirra kunna að reikna, eða gefa sér oft á tíðum algerlega óraunhæfar forsendur til að fá út niðurstöðuna sem þeir vilja sjá,svona svipað og reiknimeistrar Heimshlýnunarmafíunnar eru orðinr frægir fyrir nú um stundir.

Bjössi (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband