Hárrétt athugasemd hjá Jonas Gahr Störe - okkar er ábyrgðin

Jonas Gahr Störe segir að við höfum kosið óábyrgar stjórnir síðan 1991.
Það liggur ljóst fyrir að á meðan við kjósum yfir okkur ábyrgðalausa pólitíkusa hvar í flokki sem er, á meðan við gerum ekki siðferðislegar kröfur til ráðamanna þjóðarinnar, á meðan sjálfsagt er að kosningaloforð séu ekki til þess að vinna eftir heldur farið með eins og jólaskraut, þ.e. sett í lokaðan kassa á milli kosninga þá mun ekkert breytast á Íslandi. 
Ef víglsa þingmanna til starfa verður hluti af af mannorði viðkomandi þingmanns í  opinberari athöfn en tíðkast hefur fram að þessu, þar sem loforð og vinnubrögð verða í hávegum höfð og velferð allrar þjóðarinnar höfð að leiðarljósi eigum við von.
Þegar þingmenn segja af sér ef  gerist þeir brotlegir og/eða aðgerðir þeirra brjóta í bága við almennt siðgæði eigum við von.
Margir vondir menn verða auðugir, og margir góðir menn verða fátækir, en vér munum ekki skipta út sjálfsvirðingu vorri fyrir ríkidæmi þeirra. Auðurinn skiptir oft um hendur, en sjálfsvirðingin er ávallt til staðar.   ´'Solon´'
Hvað varð um okkar sjálfsvirðingu? 
Við kjósum., vitandi,  fólk til stjórnar landinu okkar sem ber enga ást eða virðingu fyrir þegnum þess og/eða náttúru landsins eða hverju öðru sem stendur í vegi fyrir skjótfengnum gróða.  Þetta er tákn um sjálfsvanvirðingu á hæsta stigi. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

... Er okkar ábyrgðin á hverju? Var Störe ekki að tala um Icesave? Og er að það sem þú átt við, að VIÐ berum ábyrgð á því sem vantar upp á að einkabanki geti borgað þeim, sem áttu í honum innleggsreikninga? En svo er, hvernig stendur á þeirri stöðutöku þinni gegn þjóðinni? Hvað í lögum og reglum hefur þú fyrir þér um það, að við eigum að borga fyrir aðra? Og hvaða sanngirni er í því? Svo hefurðu sennilega ekki frétt af því, að brezkir og hollenzkir tryggingasjóðir báru ábyrgðina.

Jón Valur Jensson, 17.3.2010 kl. 00:51

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

... Og er það það sem þú átt við .... vildi ég sagt hafa.

Jón Valur Jensson, 17.3.2010 kl. 00:52

3 Smámynd: Gerður Pálma

Nei, það á ég ekki við...
Við erum ábyrg að kjósa þessar stjornir yfir okkur áratugum saman, þar er okkar ábyrgð.
Icesave er því miður aðeins hluti af allri súpunni sem er verið að hella yfir landsbúa.
Hverja ætli við kjósum næst? spennandi

Gerður Pálma, 22.3.2010 kl. 22:41

4 Smámynd: Gerður Pálma

Ég tel að allar þrjár þjóðirnar, Island, Bretland og Holland séu samsek um Icesave glæpinn.  Ef þegnar Íslands eiga að borga á sama yfir þegna allra þriggja landanna að ganga, þannig að ´skuldinni´verði deilt eftir höfðatölu allra þessara landa, það myndi breyta tölunni til muna.

Gerður Pálma, 22.3.2010 kl. 22:43

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ertu í alvöru að segja, að íslenzka þjóðin sé samsek um glæp, frú Gerður? Ætlarðu að birta ákæruskjalið hjá saksóknara? Eða verður þetta yfirskriftin á næstu blogggrein þinni: Íslenzka þjóðin er samsek um glæp! – ?!

En geturðu sannað sök á þjóðina? Voru einhverjir flokkar með Icesave á stefnuskrá sinni fyrir kosningar, og settu þeir stuðning sinn þar fram með þeim hætti, að þeir vildu, að ríkissjóður tæki ábyrgð á Icesave-innistæðunum?

Fjarri fer því. Mikill hluti þingmanna í framboði 2003 og 2007 hafði t.d. tekið þátt í því að fella þá breytingartillögu Jóhönnu Sigurðardóttur við frumvarpið um tryggingasjóði í des. 1999, sem gekk út á, að ríkisábyrgð yrði á innistæðum í íslenzkum bönkum.

PS. Ég hef misritað annað atriði í 1. innleggi mínu hér. "En svo er, hvernig stendur á þeirri stöðutöku þinni gegn þjóðinni?" átti sennilega að vera: "En svo er EKKI, hvernig stendur á þeirri stöðutöku þinni gegn þjóðinni?"

Jón Valur Jensson, 22.3.2010 kl. 23:21

6 Smámynd: Elle_

Hvílík rökvilla í pistlinum að ofan, liggur við að manni fallist hendur við að ætla að svara öllum villunum.  Og þýðir víst ekki mikið.  Hvaða rök færir síðueigandi fyrir sekt almennings/kjósenda???  Rök þín eru engin fyrir sekt almennings og skömm þín er mikil að vilja þeim, sem hafa tapað öllu, að verða skuldaþrælar að ósekju.  Það eina sem fæst skilið við lesturinn er eftirfarandi setning: "Margir vondir menn verða auðugir, og margir góðir menn verða fátækir . . ."  Hví eru góðu mennirnir svona sekir að þeir eigi skilið kúgun og þrælalög???  Ættirðu ekki að lesa rök lagaprófessora og málsmetandi manna um sakleysi almennings og sekt ríkisstjórna handrukkaranna?  Og svo er Guðfríður Lilja Icesave-kona í bloggvinahópnum hér til vinstri.

Elle_, 26.3.2010 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband