Herðum hengingarólina - Eyðum meiru og meiru, meiru í dag en í gær

>Furðulegt í ljósi þess vanda sem blasir við í efnahagskerfum allra þjóða að >Amerika, og allar ESB þjóðirnar, komi með sömu uppskrift til lausnar vandans. >Eyða meiru og meiru, meiru í dag en í gær. Upphaf alls er að mínu mati >offramleiðsla í Asíu vegna kröfu Vestursins um ódýrt ódýrt,án nokkurs tillits >til þeirra sem vinnuna leggja fram. Kröfur okkar um afnám barnaþrælkunar er á >sama hátt byggð á algjörri eigingirni og frekju, þar sem við viljum afnema >barnaþrælkun en gerum ekkert í að borga foreldrum næg laun til framfærslu >heimilanna. Samhliða neyslufrekjunni höfum við afsalað okkur þekkingu sem er >þungaviktin í sjálfbærni hverrar þjóðar.  >Kapitalismi án tillits til eins eða neins nema gróða einstakra fyrirtækja er >stórhættulegur móður náttúru og barna hennar sem eru dýrin sem hana ganga, að >okkur, mannfólkinu meðtöldu. >Það er með ólíkindum að sá þjóðfélagshópur sem ber hag náttúrunnar fyrir >brjósti skuli alltaf vera bendlaður við vinstri stefnu, það fer lítið fyrir >tekjuafgangi ef við höfum ekki jörð til að ganga á. >Hnattvæðing hefur alltaf verið partur af lífi mannfólks á jörðunni, en >hnattvæðíng án gagnkvæms skilnings á þörfum viðkomandi þjóða er banabein >núverandi kerfis. >Minna er Meira, þekking á afkomuleiðum þeirra þjóða sem ætla sér að vinna

>saman er undirstaða heilbrigðar hnattvæðingar.


USA Hrollvekja samtímans - Pearl Harbour - Nine Eleven

Eru til takmörk?

Spilling í ESB? kemur kunnuglega fyrir, aðlögun að ESB ætti að verða okkur auðveld.

 

Disappointed anti-fraud MEP to quit in June

Dutch member of the European parliament Paul van Buitenen will stand down at the next European elections in June because of the EU body's reluctance to seriously tackle fraud. He told tv programme Re­porter on Sunday that he was ‘very disap­pointed' that no action had been taken on the cases of fraud he had brought to light.

Van Buitenen was an EU civil servant when in 1999 he blew the whistle on fraud and irregularities within the EU com­mission. The commission subsequently resigned en masse. He became a Euro MP in 2004 with his party Europa Transpar­ant and continued his campaign to have the EU cleaned up, telling tv programme Buitenhof in 2004 that his whistleblowing had made him ‘a pariah'. Last March, Van Buitenen published a short summary of a major report into European MP's salary and expense abuses, which the parlia­ment itself voted to keep secret. A British campaign group published the full report this weekend. It reveals that European MPs can earn up €1m during their five-year term from making savings on their expenses.

 


Bréf til alþingismanns-manna 2006 - engin viðbrögð enn.... en nú er færið

 Virðulegi....

Eins og þú kannski veist þá er ég enn búsett og starfandi í Hollandi í eigin fyrirtæki Copyrite b.v.. Copyrite er framleiðandi viðskiptahugmynda og ráðgjafi við hönnun og útfærslu viðkomandi verkefna. Verkefni eru unnin undir mismunandi verkheitum og/eða merkjum sem eru í flestum tilfellum eign viðskiptavina.   Ísland er að okkar mati uppspretta einstakra  atvinnu tækifæra sem ekki hafa enn verið nýtt eða útfærð. 

Í ljósi atvinnustefnu stjórnvalda á Íslandi í dag sem virðist þrífsast vegna  skorts til að skynja og skilja hvar auður landsins liggur hvað varðar  atvinnusköpun og framtíðar arðsemi efnahagslífs landsins.  

 Alheimur er að vakna til meðvitundar um á hversu háskalegalegu stigi mengun jarðar er í dag, David Attenborough er með þætti á BBC1 ´Climate Chaos´ sem bendir á að mannskepnan  er á ystu nöf við að eyða lífi á þessari plánetu.  Á sama tíma gerir Ísland sem þekkt er fyrir nátturuundur og hreinleika að sýnu stefnumarki að stuðla að öruggri framleiðslu mengunar um alla framtíð, ekki munum við einungis eyðileggja möpuleika landsins til þess að byggja upp ferðaiðnaðinn heldur munum við eyðileggja mannorð okkar og standa í stríði við aðrar þjóðir sem eru að átta sig á alvöru og afleiðingu mengunar í heiminum. Álbræðsla á Íslandi á ekki að vera til umræðu sem atvinnu möguleiki, auður landsins og stöðugleiki efnahagslífsins byggist á að nýta okkar stórkostlegu nátturu sem ramma utan um ævintýri og exotic tourisma, sem og orku í ´grænan´iðnað..Ráðamenn landsins verða að snúa úr skammsýnis EGO í  framtíðar ECO, ego stefna nær ekki mikið lengra en velferð fárra í stuttan tíma, short term profit í stað long term benefit.  Tímar hafa gjörbreytst á mjög stuttum tíma og tækifæri til atvinnusköpunar allt önnur en fyrir aðeins 10 árum síðan eins og þið vitið manna best. Fólkið í landinu vinnur mikið og hefur ekki umfram orku til að standa í stórræðum vegna eins eða neins og sérlega vegna vonleysis um að árangur mótmæla eða hugmynda náist hvort eð er. Til þess að snúa blaðinu við þarf að skapa og  sýna raunhæf atvinnutækifæri höfðar til fólksins í landinu, eitt tækifæri er uppspretta fleiri.  Við sem þjóð munum tapa okkur stolti ef við byggjum upp lágalaunaland og lástéttaþjóðfélag sem er gjörsamlega ástæðulaust því tækifærin liggja á lausu allt í kringum okkur.Nátturuverndarsjónarmið án arðsemisstefnu er ekki raunhæf til árangurs, því verður að kynna tækifæri sem fólk getur skilið og hent reiður á.  

Stórkostlegustu auðæfi Íslands liggja í náttúru landsins og  krafti fólksins til framkvæmda, þá þeir vita hvert haldið skal.   

 Tíminn er naumur, og til þess að ná árangri við sett markmið þarf þungaviktarlið atvinnulífins að mynda forystusveit til þess að breyta lagkúru stefnunni yfir i arðbær stolt atvinnutækifæri öllum landsmönnum til góða.  

Við viljum skora á þungaviktarlið efnahags- og atvinnulífs í landinu að takast á við í uppbyggingu í fjölbreyttri atvinnuflóru landsins,  til þess þarf áhuga og stuðning fjölmiðla.

Við munum fá til liðs við okkur heimsfræga lista- og visindamenn, sterka fjárfesta með yfirlýstan áhuga á þáttöku í verkefninu.  

 Hlakka til að heyra frá þér,  Kær kveðja  Gerður  Hugvirkjun/Hot Iceland ehf. Gerður Pálmadóttir  Polonceaukade 10NL 1014 DA Amsterdam   

Íslands hreina orka notuð til eyðileggingar

Álvinnsla er ein mengaðasta hráefnisvinnsla í heimi, af því að byrjunin er ekki okkur sýnileg tökum við fullan þátt í viðbjóðnum þó að við vitum flest að við súrálvinnslu skapast hroðaleg mengun. Súrálið steypist eins og rautt hraun svo langt sem augað eigir frá námunum sjálfum, ár og vötn eru svo menguð að ekki má baða sig í þeim, drykkjarvatn mengað og skilur fólkið eftir sjúkt og örvinglað, ef við teljum erfitt að koma okkar málum til skila og fá athygli, þá hefur þetta fólk ekki nokkurn sjens, öllum er sama um þeirra örlög.  

Ekki skiptir það okkur máli, við erum að vinna með hreina orku og þar af leiðandi hreina samvisku, við erum eyland, restin af heiminum snertir okkur ekki.  

Íslendingar eru að selja sálu sína fyrir ímyndunarpeninga, því aðra peninga virðumst við ekki þekkja. Allir vita útkomu álvera fyrir Íslenskan efnahag, allt í mínus.  Þrátt fyrir þessa vitneskju er Samfylkingin með Össur í broddi fylkingar að kynna Helguvíkurálver sem atvinnulausn fyrir Ísland. Þetta er algjörlega óábyrgt og stefnir landinu í algjört óefni og mun verða okkur mun skaðvænlegra í framtíðinni en bankahrunið er í dag.

RIO TINTO eitt illræmasta mannréttindabrota- og mengunarfyrirtæki heims er að íhuga kaup á hlut OR í Hitaveitu Suðurnesja. RIO TINTO hefur yfirburði í reynsluheimi spillingar og valdnýðslu, við erum algjörir viðvaningar og lítið mál að vefja okkur upp í þeim málum. Ekki gefa það færi.

Mínar hugleiðingar:  Um leið og við seljum slíkum fyrirtækjum hlut í orkubúum Íslands er sjálfstæði landsins farið fyrir fullt og allt, hvað svo sem eftir er af því. Líkur eru á að nú þegar hafi samningar um þessa sölu verið teknir, því Helguvíkurmálið er því beintengt.  Allar líkur benda til þess að RIO TINTO muni fjármagna Helguvíkurframkvæmdirnar og/eða stækkun Straumsvíkur, og fái þar á móti hlut í HS á góðu verði og geti þar eftir haft mikil áhrif á orkuverð í landinu. Álverð er fallandi um heim allan og verður að endurskipuleggja alla framleiðslu, Ísland er sérlega gjafmilt á orku, hvergi ódýrari, og því tilvalið að focusa á Ísland sem álvinnsluland.  Við eigum völ á Gráa eða Græna framtíð, hvort viljum við?

Álver er skjótvirkasta blekkingin sem hægt er að bera á borð fyrir Íslendinga sem lausn atvinnumála, almenningur trúir að þarna komi atvinnutækifæri sem bjargi þjóðinni, þó svo að Álver stangist gjörsamlega á við framtíðarsýn og sjálfstæði landsmanna.

Ferðamálageirinn, Græn orka og Græn atvinnutækifæri eru mun gjöfulli arðsemi til landsins.

HEIMSKA og viðvaningsháttur stjórna nú aðgerðum.

Það er svo margt í deiglunni, svo ótal margt skemmtilegt, framsækið og flott fyrir stolt og sjálfstæði þessarar þjóðar, ekki láta undan Álþrýstingi á móti alþjóðlegri stefnu í mengunarmálum og gegn fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar.

 

 


mbl.is Jörðin hlýnar hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland - brothætt hlunnindi

Klíkuvinafélagið, sannleikshræðslan og vinabæjargreiðarnir eins og þeim hefur verið beitt fram til þessa verða að tilheyra fortíðinni ef við ætlum að eiga von um framtíð á Íslandi.

Hins vegar er nálægð samfélagsins hvert við annað, vitneskja um getu og kunnáttu hvors annars órjúfanlegur partur af Íslensku þjóðfélagi og jafnvel hinn sterkasti, en það krefst mjög sterkrar siðgæðisvitundar að kunna að fara með svo brothætt hlunnindi.  Þessvegna verðum við að byggja varnarkerfi sem og stuðningskerfi við þessi hlunnindi smáþjóðar sem við getum nýtt okkur til skjótra vinnubragða og upprisu æru.

Það verður að skilja á milli ´stjórnar´landsins þ.e. ráðherrastjórnarinnar og þingmanna sem eru rödd þjóðarinnar og koma skilaboðum hennar áfram til framkvæmdavaldsins.

Eins og kerfið er núna, kjósa þingmenn sjálfa sig og eða forystumenn flokkana í ráðherrastóla  þannig að ákvörðunartaka viðkomandi ráðamanna byggist á flokksvaldi en ekki á viðleitni til þess að vernda og greiða veg til velferðar þjóðarinnar. 

Það hræðir mig nú að sjá ekki megin áherslu flokkanna lagða á að efna til stjórnlagaþings um nýja stjórnarskrá, sem grundvöll að raunhæfri breytingu sem framtíð landsins byggist á,  endurreisn lýðveldis Íslands, sjálfsvirðingu og sjálfstæðis.

Ef ekki verður um slíka breytingu að ræða, þá mun klíkusforskriftin halda óbreytt áfram, ekki endilega af illvilja eða fyrirfram hugsuðum áformum heldur eðlilegum þætti mannlegs eðlis, við öll viljum og reynum að styðja okkar nánustu og eða vini til betra lífs og kjara. Þessvegna verður að vera reglukerfi sem varðar ákvörðunartökur og verndar hvorutveggja þann sem situr í stjórnarsæti sem og þegna þessa lands.

Ef ekki er von um breytingu heldur vissa um sama hjólfarið bara dýpra og dýpra mun verða mikill landsflótti, hinsvegar ef um sett takmark verður að ræða sem þjóðin sér að forystumenn einlæglega vilja vera samstíga með að ná er þrek og baráttuvilji Íslendinga ótakmarkaður.

 

 

 

 


Erum við of heima-alin og því HEIMSK þrátt fyrir sæmilega meðalgreind?

Al Gore blessar stefnu íslands í notkun á ´hreinni orku´
Forsetinn tekur fyrstu skóflustungur í virkjunarframkvæmdum til vinnslu á áli
Kvenna- og barnakórar syngja af hamingu við opnun álvers á Reyðarfirði
Össur titrar af spenningi við að leggja í fleiri álver
Húsvíkingar loka augunum fyrir næsta umhverfi við sig sem bíður uppá margfaldar tekjur á við álver.
Súrálið sem við vinnum álið úr kemur frá Jamaica, hvaða gleðisöng getum við sungið okkur til dýrðar ef við göngumst við okkar ábyrð á þein óhugnaði sem súrálvinnslan skilur eftir sig í Jamaica, sem er upphaf  velferðarkeðjunn ar.

Álver í 80 daga stjórninni - TAKK, TAKK, TAKK Steingrímur.

´Álver á Bakka við Húsavík er ekki í myndinni segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna. Engar ákvarðanir verði teknar um framvindu mála þar í tíð núverandi ríkisstjórnar´
Við verðum að nota tímann til þess að lista upp arðbæran hreinan iðnað sem nýtt gæti orkuna sem Ísland hefur yfir að ráða. 
Við verðum að útrýma atvinnuleysi, vinna saman og gera Ísland aftur að eftirsóknarverðu og efnahagslega áhugaverðu landi til þess að búa í.

DRAMB ER FALLI NÆST - Íslenskur Hroki og Mikilmennskubrjálæði -

Viðtalið við Gylfa Zoega í Mogganum

Áhugavert er að sjá að Íslenski hrokinn er núna að snúa upp á sig og verða að hættulegum ´hverfisteini´ sem getur eytt öllu sem fyrir honum verður.  Þessi HROKI hefur verið aðalsmerki íslenskra stjórnmálamanna í öllum þeirra samskiptum við almenning í landinu um alla tíð.
Eingöngu vegna ástandsins sem landið finnur sig í núna verður þessi hroki allt í einu augljós og áþreifanlegur, en hann hefur alltaf verið vopn notað til þess að halda almenningi í fjarlægð og til þess að ryðjast í gegn með einkaþægindi og ráðríki, verið eins konar andleg herklæði sem verja þá óþarfa tímaeyðslu sem felst í samkennd og samvinnu.
Hroki og ótrúleg frekja einkennir nú öll samskipti flokkanna á þingi, þrátt fyrir neyðarástand í landinu þrasa og þrátta þingmenn um flokkadrætti og hverjum er hvað að kenna en sýna ekki snefil af auðmýkt eða löngun til lausna vandamála sem eru að brjóta niður kraftinn í þjóðinni.
Við krefjumst styrkingar í atvinnumálum landsins sem erlendir fjárfestar geta treyst að verði til framtíðar og styrki að það sé eitthvað af viti í gangi í landinu.  Það er nefnilega heilmikið í gangi sem fæstir vita af og ráðamenn sinna ekki að neinu leyti. 
Flestir þingmenn eru þokkalega vel gefnir og búa trúlega yfir leyndum kostum, ég skora á ykkur að koma upp úr skúffunum með með ykkar bestu kosti, setjið kraftinn í samvinnu og samhjálp, sýnið að þið getið, nóg eru verkefnin og nægar eru lausnirnar sem bíða úrvinnslu. 
Bæta verður sambandið við umheiminn

Það er Íslendingum lífsnauðsynlegt að bæta sambandið við umheiminn og auka lánstraust sitt erlendis. Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor, óttast að stjórnvöld séu að brenna allar brýr að baki sér í samskiptum við erlenda lánardrottna og önnur ríki. Án erlends fjármagns sé hins vegar engin framtíð á Íslandi.

Gylfi telur að stjórnvöld hafi einblínt um of inn á við eftir bankahrunið í haust, og vanrækt bankastarfsemi og alþjóðasamskipti. Vissulega sé nauðsynlegt að standa vörð um heimilin og fyrirtækin í landinu.

En á meðan sé verið að brenna brýr gagnvart erlendum fjármálastofnunum og ríkjum. Traustið sem Íslendingar njóti erlendis sé í algjöru lágmarki. Útlit sé fyrir að enginn aðgangur verði að erlendu fjármagni um ókomin ár. Hvort það verði fimm eða tíu ár, viti enginn. Án þess verði engin framtíð. Ekkert gerist í landi eða á landsvæði sem ekki hafi aðgang að bankastarfsemi eða fjármagni.

Gylfi óttast að það viðmót sem mæti samningamönnum erlendra lánardrottna einkennist af hroka og ósveigjanleika. Það geti leitt til verri samskipta við umheiminn og minna lánstrausts.

Það þýði að sparnaður Íslendinga fari meira og minna í að fjármagna hallann á ríkissjóði. Gylfi óttast að án erlends fjármagns verði ekkert afgangs til að byggja hér upp atvinnulíf. 3500 fyrirtæki séu á leið í gjaldþrot, og það þýði 15-20% atvinnuleysi.  Verði ekki hægt að byggja upp nýjar atvinnugreinar og fyrirtæki til að veita öllu þessu fólki störf verði landflótti.

Það bæti ekki úr skák að samningamenn erlendra lánadrottna kvarti undan hroka íslenskra embættismanna.
 

 


confessions of an Economic Hit Man - John Perkins fyrrverandi EHM

Skýringar á ýmsum hingað til óskiljanlegum slysum koma fram í þessu ávarpi,  hlutir sem madur hefur fylgst með í fréttum sem venjulegum slysafréttum.. óhugnanlegt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband