Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013
HELGUVIK - Ál Endurbótavinnsla - Aluminum UP-cycle factory.
15.11.2013 | 16:32
Náttúruvæn álvinnsla, arðvæn, skapandi, atvinnuaukandi, gróðurstöð afleiðandi iðngreina - skapandi greina
Íslensk náttúra er fjöregg þjóðarinnar, landsins dýrmætasta uppspretta og tækifæri til atvinnuuppbyggingar, sem þarf að vernda, hlúa að og umgangast með virðingu og varfærni.
Þrátt fyrir að lítil sem engin umræða hafi verið um þann óhugnanlega skaða og eymd sem súrálsvinnslan veldur í þeim löndum sem svo ólánsöm eru hafa verið námuvædd fyrir bauxite/súrál í jörðu ríkir mikil og réttlát andstaða á Íslandi gegn álbræðslu/álverum í landinu sem öllum er ljóst að er mikill skaðvaldur náttúru landsins, beint og óbeint.
Súrálvinnsla er ein skaðlegasta málmvinnsla sem fyrirfinnst á jörðu og veldur óafturkallanlegum skaða gegn náttúrunni sem og öllu lífi á jörðu en era má ráð fyrir að fólk almennt geri sér ekki grein fyrir þeirri gereyðingu sem þar á sér .
Það er, að ég tel, nær þjóðarsálinni að fá að upplýsingar með því sem er að gerast í atvinnuþróun þeirra landa sem við viljum taka okkur til fyrirmyndar og taka upplýsta ákvörðun um stefnu atvinnumála á Íslandi.
Ákall frá alþjóðasamfélaginu um gjörbreytingu á stefnu í atvinnumálum þ.e. snúa augljóslegri eyðingarstefnu stórfyrirtækja við hefur að fallið í grýttan jarðveg hjá íslenskum stjórnendum sem um þessi mál fjalla á Íslandi. Hinsvegar liggur þessi mikla ábyrgð ekki síst á herðum Íslendinga sem taka að virðist hugsunarlaust við Aluminum til bræðslu og þar með setja þjóðina á fastan stað sem skaðvald í mengunarferlinu, staðreynd sem þjóðin réttilega þarf að fyrirverða sig fyrir.
Í þeim löndum sem súrálvinnslan, þ.e. frumefnið, er unnið myndast dauðvænlegt eitur sem brennir alla náttúru undir eiturflóði sem síðan harðnar og myndar einskonar rautt bylgjað hraunlag og veldur krabbameini sem breiðist út eins og faraldur sem leggst á íbúana. Jamaica er eitt þessara landa.
Drykkjarvatn hefur mengast, börn mega ekki lengur leika sér eða baða í ám í nágrenni námanna. Þar er eitt stærsta vatnsforðabúr jarðar sem nú hefur stórmengast þar sem eitrið síast í gegnum jarðlögin, og að sjálfsögðu skilar allt vatn sér til sjávar þannig að þessi mengun dreifist um alla jörð.
Endurbótavinnsla - Up-cycling
Aluminum er mjög hentugt til endurvinnslu sem nú er að þróast um allan heim, þar
liggja tækifærin fyrir Ísland með ódýra orku, hugvit og dugnað. Það er þvi mjög tímabært nú að fara úr Alumina bræðslu yfir í ál endurvinnslu, endurbótavinnslu þ.e. Upcycle.
Vitað er að yfirdrifið magn af þegar unnu áli er fyrir hendi í heiminum og sem mætt getur alheims eftirspurn um alla framtíð.
Hvernig má það vera?
Stefna endurvinnslu í dag er að fara frá ´downcycling´ yfir í þróun á ´up-cycling þannig að viðkomandi hráefni eykst í gæðum í endurvinnslu.
Sorp verður hráefni, notað ál getur endalaust farið í endurvinnslu-hringekjuna og því sama hráefnið margvinnast til breytilegrar notkunar.
Dæmi: Endurunninn pappír er ekki lengur brúnleitur annars flokks pappír, heldur top gæða pappír.
Helguvík
Fyrirhugað álver í Helguvik hefur mætt mikilli andstöðu almennings á Íslandi vegna mengunar sem og orkumála og hafa valdið sundrungi og missætti manna á milli.
Það leikur enginn vafi á hversu skaðvænleg álvinnsla er frá upphafi til afgreiðslu og þvi verður að finna aðrar leiðir til atvinnusköpunar sem íslendingar geta með stolti byggt upp.
Hluta af byggingum verksmiðjunnar hefur þegar verið lokið en enn ekki tilbúið til vinnslu því er nú mjög góð tímasetning að breyta markmiði verksmiðjunnar frá álbræðslu í endurvinnslu endurbótavinnslu.
Ákjósanlegast væri að takast á við þær breytingar í samvinnu og með þáttöku allra þeirra sem þegar hafa fjárfest í Helguvík sem ætti að vera mikill þekkingarbrunnur í öllu sem álvinnslu varðar sem og að tryggja þeim ROI (return of investment
Orkusparnaður
Endurvinnsla áls krefst einungis 5% af þeirri orkuþörf sem núverandi vinnsla krefst, 95% orkusparnaður.
Atvinnutækifæri
Endurbótavinnsla áls ætti að sama skapi að skila mun meiri hreinum arði í þjóðarbúið en núverandi álvinnsla, ekki síst vegna aukningar afleiðandi starfa í framleiðslugeiranum.
Íslendingar myndu vafalítið fagna þeim möguleika að geta byggt upp náttúruvænan áliðnað sem myndi gjörbreyta viðhorfi landsmanna og efla samhug og samvinnu.
Með náttúruvænni framleiðslu mun aðgangur að markaði verða jákvæður þar sem viðmót viðskiptavina mun verða jákvætt sem opna mun tækifæri til framleiðslu á útflutningsvöru íslenskrar hönnunar sem og þróa framleiðslu fyrir erlend fyrirtæki.
Gera þarf nákvæma úttekt á endurvinnslustöð og gera kostnaðar og arðsemis áætlun sem og í framhaldi að sjá hvernig best væri að standa að þessari breytingu og nýta þá aðstöðu sem þegar er fyrir í landinu.
Hugvirkjun ehf. Gerður Pálmadóttir
Til frekari upplýsinga vinsamlega skoðið upplýsingar hér fyrir neðan:
UP-Cycle - This vision of upcycling is based on a system of "lifecycle development"
The quote is from William McDonough and Michael Braungart, authors of Cradle to Cradle: Remaking the Way We Make Things.
In-Depth Information/Recycling Process
Aluminum -- a great economic story
Aluminum production has been ongoing for over a century and is still going strong.
One of the key factors in the success of aluminum is its recyclability. In fact, recycling has proven so valuableboth economically and ecologicallythat recovery and recycling has become its own industry, and a highly successful one at that.
A common practice since the early 1900s, recycling was a low-profile activity until 1968 when recycling of aluminum beverage cans vaulted the industry into public consciousness. Forty years later, aluminum recycling is supported by a national infrastructure, and by a national mindset that recognizes the importance, value, and ease of aluminum recycling. The aluminum recycling industry has invested hundreds of millions of dollars developing a system of more than 10,000 recycling centers
nationwide.
Sources for recycled aluminum include automobiles, windows and doors, appliances, and other products. For most Americans, however, it is the recycling of aluminum cans that seems to have the highest profileand its no wonder.
In 1972, 24,000 metric tons of aluminum used beverage cans (UBCs) were recycled. By 2006, this had grown to over 525,000 metric tons.
Its Not Just About Cans
While cans are the most visible part of the aluminum recycling story, they are far from the whole story. In fact, can recycling typically amounts to less than 30 percent of the tonnage of aluminum consumer products that are recycled.
The growth of the market for recycled aluminum is due in large measure to economics. Today, it is cheaper, faster, and more energy efficient to recycle aluminum than ever before. For instance, only about 5 percent of the energy required to produce primary aluminum ingot is needed to produce recycled aluminum ingot. In addition, to achieve a given output of ingot, recycled aluminum requires only about 10 percent of the capital equipment compared with primary aluminum.