Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
Hvernig stendur á að bönkunum er fyrirmunað að bera ábyrg?
14.5.2010 | 18:36
Ef þeim finnst þeir of góðir fyrir það, þá geta þeir hætt og leitað sér vinnu annars staðar eða með hæfileikum sínum orðið landinu að gagni með stofnun nýrra fyrirtækja sem skila arði í þjóðarbúið.
Leiðréttingin er 'aðeins' færsla á pappír sem ætti ekki að vera flóknara en eignafærslan, þar sem allt var bara á pappírum, sem rann í vasa ræningjanna sem enn halda áfram sinni iðju.
Það getur ekki verið lagalega rétt að löghlíðið fólk verði að standa við skuldbindingar sem stofnað var til vegna ráðleggingar sérfræðinga bankanna. Og þegar þeirra ráð hafa þessar skelfilegu afleiðingar þá geti þeir komið og boðið smápeninga í eignir almennings og selt næstu fórnarlömbum. Þetta er mikið möðkuð mysa sem okkur er boðið uppá.
Ef ráðamenn hugsa í lausnum þá er augljóst að með því að drepa starfþrótt og baráttugleði fólksins í landinu er verið að ræna þjóðina framtíð.
Icesave - Það er hægt að semja við Breta og Hollendinga á allt örðum nótum, með stofnun sameiginlegra uppbyggjandi fyrirtækja byggða á orku sem við eigum (enn) næga en þessar þjóðir skortir. Þetta/þessi fyrirtæki yrðu þau sem tæku yfir borganir á þessu galdraverki með bankarnir með leyfi ríkisstjórnarinnar stofnuðu til og sem nú er verið að velta yfir á fólkið í landinu sem kremst undir álaginu.
Heimilin eiga ÖLL SEM EITT að hætta að borga og krefjast lausnar. Tekjur til ríkisins eiga að koma frá framkvæmdum og krafti fólksins en ekki frá vanmætti og uppgjöf sem er það eina sem ríkið sér sem tekjulind.
Það má til þess hugsa að ástandið er einmitt vegna þess að engin fyrrverandi ríkisstjórn hefur verið með atvinnumál í fararbroddi og engin stjórnarandstaða heldur... Þessvegna er innistæðan í ´atvinnutækifærum´ svona fátækleg, en hráefnið liggur fyrir, liggur við fótum okkar, landið sjálft. )
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.5.2010 kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)