Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Er tiltektin í Líffeyrissjóðunum afstaðin?
29.6.2009 | 09:22
Það hefur orðið mönnum mjög ljóst á undanförnum mánuðum að ofureyðsla og peningasukk sé víða í stjórn margra Lífeyrissjóða í landinu. Er ekki fyrsta skref að taka þar til og gera hreint fyrir dyrum.
Er ekki tími kominn til að hagræðing í rekstri lífeyrissjóða verði tekin til umræðu og nýtt skipulag innleitt þar sem lífeyrissjóðum yrði fækkað eða allavega sameiginlegt rekstrarform sem mun minnka allan kostað við heildarrekstur lífeyrissjóðanna. Sparnaður þar gæti stutt heilbrigðisgeirann þannig að niðurskurður þar yrði minnkaður.
Leggjum flottræfilsháttinn niður og tökum upp mannvirðingarháttinn, það er betur við hæfi.
Eigum við ekki að skoða heildarmyndina og samtengingar lífeyrissjóða við heilbrigðiskerfið og sjá til þess að þeir sem á þurfa að halda fái þá þjónustu og umhyggju sem þeir eiga skilið.
Er sú uppröðun verkefna sem nú er verið að huga að sú sem best kemur út í heildarstefnu atvinnuuppbyggingar landsins. Áður en lengra er haldið, hvernig lítur heildarstefnan út, hvert er verið að fara? til þess að við, bjartsýnir Íslendingar getum lagt hönd á plóginn er þetta grundvallaratriði, HVERT Á AÐ HALDA?
Setja 100 milljarða í framkvæmdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ákvörðun án þekkingar er ábyrgðarleysi og HEIMska
28.6.2009 | 23:38
Fyrsta skref í áttina að þroskaðri ákvörunartöku er þekking á viðkomandi verkefni, kosning án kunnáttu er eins og að fljúga án flugnáms eins og við virðumst reyndar hafa gert undanfarin ár.
Til þess að hægt sé að taka ákvörðun um inngöngu í ESB hvort sem sú ákvörðun verður tekin með eða án þjóðaratkvæðagreiðslu VERÐUR að skipuleggja gagngera kynningu og krítiska umræðu um allt sem að ESB kemur.
Slík kynning verður að fara fram í sjónvarpi, ekki í klukkutíma spjallþætti eða kastljósi, bæklingum (sem fæstir lesa) heldur sérfræðileg áhugaverð spennandi kynning, síðan umræður, kappræður, spurningar og svör. Aðgangur að sérfræðingum í gegnum netið þar sem fólk getur sett fram spurningar og fengið svör. Þingmenn okkar ágæta lands verða að kynna sér málið í smáatriðum, þeirra kunnátta er að flestum líkindum á svipuðu stigi og þekking almennings á ESB, undan og ofan, og ákvörðun fer eftir flokksforystunni.
Þekkingarleysi og feluleikur þess er stærsta hættan sem framundan er ef ákvörðun er tekin áður en fyrsta ferli er lokið, þ.e. þekkingarferlinu.
Ábyrðarleysi Jóhönnu og Samfylkingarinnar, sem og allra þeirra sem láta sér detta í hug að ganga til kosninga á þessu stigi er samnefnari fyrir það ábyrgðarleysi sem einkennt hefur flestar ákvörðunartökur ríkisstjórna landins fram til þessa dags.
Það er engin skipulögð þekkingarmiðlun sem ekki er í flokkslitum eða heft í klíkuböndum. Ríkissjónvarpinu verður að vera gefið það fresli að vinna án afskipta ríkisstjórnar, vera gefið það frelsi að vinna fagmannlega og þjóna þeim tilgangi sem því er ætlað, að halda vörð um frelsi og framfarir Íslands og Íslendinga.
Fyrsta mál á dagskrá ´háttvirtrar´ríkisstjórnar er að kynna sér og öðrum um hvað ESB snýst og hvaða skuldbindingar við erum að taka á okkur og hvaða hagsmunir eru þar til bóta.
ESB er skuldbinding sem ekki er aftur snúið með.
Icesave: Það er alltaf verið að segja þjóðinni að hún sé í slæmum málum, það er rétt, en Ísland er í mjög sterkri samningsstöðu að mínu mati og margra annarra, við erum aðilinn sem á að borga, mótaðilinn verður að sætta sig við það sem hægt er að gera, lengra verður ekki farið. Við verðum að semja og standa við okkar, að semja á þann hátt sem nú er gert er hægfara dauðastríð stoltrar þjóðar. Við eigum allt til þess, samningar við okkar samningsaðila eiga að vera bindast við samvinnu og afrakstur þess, ekki við að halda einni þjóð í kafi þar til hún kafnar.
IMF segir að Icesave fari ekki með okkur á hliðina, trúlega rétt, en ástæðan er sú að við erum föst í botninum og þaðan verður okkur ekki haggað nema við sjálf leysum botnvörpuna. Við viljum upp á yfirborðið aftur, ekkert annað er okkur samboðið. Við getum. Íslenskur kraftur er ofurkraftur.
Skoðið okkur öllum til fyrirmyndar hvað Súgfirðingar eru að gera í sínum bæ, þar leggjast allir á eitt að lagfæra hús og byggja upp, bretta upp ermar og taka saman til höndum, hattur ofan fyrir þeim.
ESB-tillagan birt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
SEMJUM með betri hag BEGGJA AÐILA að markmiði það er hægt.
28.6.2009 | 14:22
Það er ekki hægt að setja íslenska þjóðarbúið á hliðina því það er svo djúpt sokkið og situr fast á botninum.
Íslendingar er í góðri samningsaðstöðu, við erum þau sem þurfum að borga, samningsaðilar reyna að fá sem öruggasta greiðslu til baka. Það er ekki hægt að mjólka gelda kú.
Hollendingar eru viðskiptaþjóð, við erum rétt að byrja í alþjóða viðskiptum, reynsluleysi og kóngakomplex standa okkur fyrir þrifum, en það er ekki óviðráðanlegt.
Þrátt fyrir allt eru Hollendingar, þ.e. almenningur mjög hliðhollur Íslendingum og finnst þjóðin eiga við sárt að binda, sem er ekki of stór orð um ástandið.
Hefur verið athugað að vinna með Hollendingum við greiðslu þessara skulda með t.d. að byggja upp bio iðnað á Íslandi þar sem reynsla Hollendinga í gróðurhúsarækt sem og þeirra sérhæfni í flutningi á blómum og grænmeti, sem er þeirra stærsta trygging í blómaræktinni, gæti orðið þeirra innlegg, við leggjum til landið og orkuna. Metinn yrði eignahlutur og afrakstur fyrirtækisins sem myndi borga viðkomandi skuldir. Að óskoðuðu máli get ég ekki sagt fyrir um tíma og eða netto hagnað, en fyrirtæki sem krefjast orku getum við verið með í að setja upp með okkar lánardrottnum. Heiðarleg afborgunarleið sem kemur öllum til góða.
Við viljum og verðum að standa við okkar skuldbindingar en við viljum ekki hengja almenning í landinu fyrir glæpastarfsemi sem nýtur meiri lögverndar en saklaus almennigur.
Þjóðarbúið ekki á hliðina vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjöregg þjóðarinnar Iceland Air
3.6.2009 | 12:46
Mjög ánægjulegur og uppörfandi lestur. Með náinni samvinnu við Icelandair og fyrirtækja í landinu, munu þau atvinnutækifæri sem krefjast samgangs við önnur lönd geta velt björgum. Vegna legu landsins heldur Icelandair á fjöreggi þess, sem eru samgöngur við önnur lönd.
Í dag er ferðaiðanður stærsta atvinnutækifæri landsins og með því að beita kraftinum saman í þá átt í allri þeirri fjölbreytni sem hann hefur uppá að bjóða munum við skapa iðnað sem ekki krefst fjárfestinga í erlendri mynd en greiðist hins vegar í erlendri mynt.
Með náinni samvinnu þjóðarinnar við Icelandair, Iceland Express og önnur fyrirtæki í samgöngugþjónustu sem byggist á sameiginlegum hagsmunum og nýtingu tækifæra sem ekki ganga nema með sameiginlegu átaki, þarf við ekki að kvíða framtíðinni. Fjöldi fyrirtækja í ferðamálageiranum er að gera stórkostlega hluti og með því að hlúa hvert að öðru, bæta inn í flóruna er pláss fyrir enn fleiri.
Við þurfum ekki nema pínu brot af heims ferðageiranum til þess að ísland blómstri.
Birkir, þú gefur okkur von um að Icelandair muni vinna með þjóðinni á grunni sameiginlegra hagsmuna, slík stefna er öllum farsæl og styrkir grunninn sem þjóðin byggir framtíð sína á.
Bregðist við breyttum veruleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |