Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
Þið veðjuðuð ekki bara á vitlausan hest, þið veðjuðuð á dauðan hest
22.10.2009 | 12:00
Stóriðjuáform Samfylkingarinnar er dauðadómur yfir ótal atvinnutækifærum sem myndu geta gefið margfalt meiri tekjur til þjóðarbúsins sem og algjörlega sjálfbær og byggð til framtíðar.
Beinið kraftinum í að hlúa að þessum verkefnum og kynna þau fyrir þjóinni þannig að hún verði meðvituð um allt sem er í gangi og allt sem verið er að leggja drög að. Ég reikna með og vona að Samfylkingin sé meðvituð um þessi mál, þrátt fyrir að ekki sé hægt að merkja það á vinnubrögðum
Veðja á réttan hest? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvers vegna var ekki samábyrgð valin ?
19.10.2009 | 15:05
Hvers vegna var ekki farsæld Íslands ÁSAMT fórnarlömbum Icesave í Hollandi og Bretlandi höfð að leiðarljósi i þessum samningum? Icesave er afrek þriggja ríkisstjórna og ef þegnar þeirra eiga að borga þá eru það gegnar allra þeirra, það er ábyrgð sem við gætum mjög vel sætt okkur við af hverju var sú leið ekki uppi á borðinu?
Kvittað fyrir Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flott Baltasar, góðar fréttir fyrir okkur öll.
6.10.2009 | 12:37
Útgerð á kunnáttu, hugviti og djörfungi, það er besti grunnur til bjartrar framtíðar á Íslandi. Þar erum við rík og þar getum við staðið saman. Það er mun meira í gangi af góðum virkum hugmyndum heldur en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Biðum með ákvarðanir sem hlekkja þjóðina um alla framtíð.
Ráðamenn, kynnið ykkur hvað er í uppbyggingu í landinu, búið atvinnuvegunum vinnuvænt umhverfi, leiðið kraftana saman, þá gerið þið verk ykkar vel.
Takk fyrir úthaldið og dugnaðinn Baltasar.
Stærsta verkefnið til þessa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3 Rikisstjornir abyrgar, sama skal yfir alla ganga eftir hofdatolu
1.10.2009 | 10:42
Rikisstjorn Breta, Hollendinga og Islendinga eru sameiginlega abyrgar fyrir ICESAVE.
Ef Islenska rikisstjornin verdur ad krefja skattborgara a Islandi um greidslu aettu somuleidis Holland og Bretland ad gera slikt hid sama. Deilitalan myndi ad sjalfsogdu breyta upphaed greidslu a hvern skattborgara. Thad er rettlatt ad minu mati.
Ekki sanngirni að við borgum, en... | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |