Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Álver á Íslandi eins og varta á vanga fagurrar konu
21.10.2008 | 18:10
Óttarstaða eigendur, þið eruð, að mínu mati, í bestu höndum sem hugsast getur til þess að takast á við yfirvöld um ykkar rétt. Með því að halda þessu máli til streitu munuð þið koma landsmönnum öllum vonandi til þess að vakna upp frá þessari ÁLmartröð. Það er með ólíkindum að eftir allt sem um álver, mengun og misgjörðir í kringum sama iðnað að fullorðið ábyrgt fólk skuli styðja þennan iðnað. Að ekki megi leyfa íbúðabyggingar í nánd við álver ætti að vera nógu skýr skilaboð.
Hvernig dettur okkur í hug, og hvernig leyfa yfirvöld því að viðgangast að eyðileggja strandlengjuna milli Reykjavíkur og Keflavíkur með þessu drullumalli það er eins og að leyfa Álver á frönsku rivieruna.
Nú eru íslensku gullkisturnar tómar, blöðrurnar sprungnar og bankamenn og ríkisstjórnin algjörlega steinhissa, þetta hafði þeim nú aldri dottið í hug - sem er hrein vanvirðing við almenning að halda fram, því það sýnir þvílíka óráðsíu og vanhæfni að ekki má til þess hugsa að slíkur mannskapur haldi utan um æðakerfi þjóðarinnar. Þessu sama vanhæfa fólki ætlum við að treysta til þess að halda utam um framtíðaráætlanir lands og lýðs, svo verðum við öll steinhissa þegar landið verður í sárum og ekkert eða lítið eftir af okkar unga kraftmikla fólki til krefjandi starfa. Við þurfum að vera ein áhöfn á einu skipi ef við ætlum að komast út úr þessum vanda sem sjálfstæð þjóð við megum ekki gefa RIO TINTO skipstjóra embættið.
Í þeirri umræðu sem hefur verið um brotlendingu okkar í fjármálageiranum hef ég ekki séð eðlilega umfjöllun um hlut Kárahnjúkavirkjunar í þeim málum. Hvað erum við að fá inn í hreinar tekjur
Við erum fámenn þjóð, og eigum að teljast menntuð þjóð, Andri Snær hóf rannsóknir á hvaða röskun álverin hafa á Íslenskt efnahagslíf og íslenska náttúru, hann hefur gefið út heila bók, skrifað óteljandi greinar og lagt málið á borð fyrir okkur. Höfum við tapað glórunni líka, af hverju kynnum við okkur ekki málið á hlutlausan hátt, leggjum upp plúsa og mínusa og tökum síðan ákvörðum um hver konar þjóð við viljum vera.
KEMUR OKKUR ÞAÐ VIÐ - Lítils háttar mengun? Hvernig væri að skoða heildarmyndina, viljum við einungis að skoða mengunina sem verður í okkar nánasta umhverfi, kemur okkur við svöðusárin og stórhættulegar vinnsluaðverðir í þeim löndum sem súrálið fæst frá, kemur okkur það við? Þetta er eins og við hefðum í krafti orkunnar brætt gull fyrir þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni, hvað kæmi okkur við hvaðan gullið kom. Svo verðum við algjörlega hissa.
Hættum að verða hissa, undirbúum og hugsum um hvað við viljum vera, hvað er okkur samboðið, hvernig viljum við vaxa þannig að við njótum virðingar vaxandi kynslóð og þá um leið samvinnu við aðrar þjóðir sem við viljum vera samferða.
Í mál við Alcan, ríkið og Hafnarfjarðarbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bananalýðveldi / Menningarlýðveldi
20.10.2008 | 09:35
Robert Z.Aliber hefur að einu leyti rangt fyrir sér, stjórnvöld VISSU af ástandinu og hvert stefndi, ef einhver þeirra vissi það ekki, sá hinn sami vinsamlegast gefi sig fram.
En...margur verður af aurum api, því fleiri apar því fyrr náum við settu marki að verða Bananalýðveldi.
Við Íslendingar erum mun fljótari að fullkomna Bananalýðveldið þar sem við höfum það nær fullbúið heldur en að byggja upp Menningarlýðveldi sem við höfum fjarlægst meir og meir á undanförnum árum og sem mun krefjast mun meira af okkur sem þjóð. Hvoru viljum við tilheyra? - valið er okkar.
Ekki gleyma að við eigum allt til þess að verða Menningarlýðveldi sem aðrar þjóðir bera virðingu fyrir, núna er óþægilegt að vera Íslendingur, ekki vegna ástandsins í dag, því það er ljóst hvernig það hefur komið til, en vegna framtíðarinnar, þar sem mun meiri líkur eru á með núverandi stjórn, að við stefnum í verða bananalýðveldi en nokkuð annað. Ráð þeirra eru skammsýni og eigingjörn, selja landið og orkuna til illræmdra fyrirtækja á heimsvísu RIO TINTO og skerða alla framtíðarmöguleika Íslendinga til nýtingar orkunnar í jákvæð framtíðarverkefni - sem nóg er til af, en fá enga áheyrn.
Með okkar Mugabi stefnu munum við í framtíðinni óhjákvæmilega lenda á sama alþjóða virðingarstigi og Zimbabwe .
Allir saman nú í stjórnar björgunarbátinn- það er því miður gat á botninum sem láðist að segja frá.
Stjórnvöld skilningslaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslenskir bankamenn VISSU hvernig staða bankanna var og settu landið undir, eyddu milljónum í auglýsingaherferð í Hollandi til þess að sópa til sín sparifé almennings og sveitarfélaga á kostnað mannorðs Íslendinga. Hér í Hollandi fer reiðin í garð Íslendinga vaxandi þar sem þeir eru að fara í saumana á þessu og sjá þetta dæmi sem glæpastarfsemi en ekki bankastarfsemi og er ekki séð fyrir endann á því. Fórnarlömb Icesave hafa stofnað samtök ICELOST www.icelost.net
Samstarfsmaður okkar á Schiphol sagði mér að ICESAVE hafi flutt allt úr skrifstofum sínum á Herengracht daginn fyrir lokun, þannig að það sé ljóst að þetta sé glæpafyrirtæki?? það væri hugsanlega annað með Landsbankann og hina bankana sem lentu í heimsniðurganginum...ég lét ekki vita að Icesave hefði verið eign Landsbankans.
Ef við ætlum okkur í framhaldslíf með Evrópu þá verðum við að semja og borga þessar Icesave skuldir, semja núna til þess að lenda ekki í öllum þeim aukakostnaði til margra ára sem málshöfðun mun bera með sér, það mun margskila sér því einungis þá munum við geta unnið traust aftur sem þjóð.
Hvernig stendur á því að við látum sama lið stjórna björgunaraðgerðum og það sem sigldi skútunni í strand, hafa þeir öðlast betri sýn og/eða meiri ást á landi og þjóð? Viðgerðin virðist eiga að felast í að skrapa allt gull sem framtíð landsins byggist á og selja það hæstbjóðanda, án þess að skoða allan pakkann.
Álglaðir Hafnfirðingar vilja kjósa aftur, nú er lagið Rio Tinto..welcome.. þetta er eins og New York búar hefðu einir kosningarétt í Wall Street reddingunum.
Það verður að mynda heildarstefnu í atvinnumálum landsins, leggja hana fyrir, kynna í smáatriðum, LESA skýrslur sérfræðinga og taka síðan ákvörðun. Skjótar ákvarðanatökur Íslendinga eru oftar en ekki vottur um kunnáttuleysi heldur en íhugaðar ákvarðanir, enda árangur eftir því.
Akureyri, Húsavík...hvað er í gangi? Blinda á tækifæri - þið búið á einum frábærasta stað á jarðríki og sjáið ekki hvað er hægt að gera út á það. Stofnið frekar HUGVIRKJUNAR ráðstefnu til þess að fólk sem er að skapa nýja hluti fái tækifæri til þess að kynna þá. Við erum lítil þjóð með stórt hjarta og mikinn móð, ekki missa þau dýrmæti í álkeldur.
Efni skýrslu ekki rætt nánar í fjármálaráðuneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ICELOST í Hollandi
16.10.2008 | 14:56
Hollendingar sem tapað hafa sparifé sínu til Icesave hafa stofnað samtök sjá www.icelost.net til þess að geta sameiginlega reynt að endurheimta sitt fjármagn - smám saman magnast reiðin í Hollandi í garð Seðlabankans og Íslenska fjármagnseftirlitsins fyrir að leyfa Icesave að ´stela´þessu fjármagni því nú hefur komið í ljós að ljóst var hvert stefni löngu áður en Icesave stromaði inn í Holland og safnaði sparifé almennings og sveitarfélaga að sér, þannig að Hollendingar líta á stofnun Icesave sem aðgerð til að safna fé áður en til uppgjörs kæmi hjá Icesave. Ekki eðlileg bankaviðskipti, heldur vísvitandi blekkingar sem hér er skrifað í bókum sem þjófnaður og því verður allt gert til þess að endurheimta þetta fé með aðstoð Hollenska ríkisins.
Lengi getur vont versnað. Við verðum líklega að ná botninum til þess að geta spyrnt okkur upp aftur, nú verðum við að sýna okkur sjálfum og umheiminum hvern mann við höfum að geyma.