Tekjur af útflutningi fara eftir hvað er flutt út, eigum við ekki að ákveða það sjálf?
11.12.2009 | 18:04
Flanagan AGS sagði að ljóst væri að Ísland þyrfti að breytast úr þróuðu þjónustusamfélagi í framleiðslu þjóðfélag með áherslu á útflutning
Útflutningur er hárrétt hjá honum, en þjóðin á að ákveða hvað hún ætlar að flytja út, eða gera út á.
Neitum að fara volæðisleiðina sem AGS er að visa okkur á, við verðum að setja upp STOPPMERKIÐ.
FLANAGAN hefur ekkert innsýn, tilfinningu eða virðingu fyrir Íslandi eða Íslensku þjóðinni.
Þessvegna eru ráð AGS einungis reikniningsdæmi, í rauðu og svörtu og miðuð við hvað AGS ætlar sér að hafa út úr krafsinu.
AGS er ekki góðgerðarstarfsemi og ætti að hafa á samviskunni hroðalegar afleiðingar gerða sinna , en það er því miður ekki reyndin. Þeirra ábyrgð nær því miður aldrei lengra en sú ábyrgð sem við erum nú að fullreyna hjá íslensku bönkunum og þeim eiginhagsmuna aðilum sem hafa valdið hruninu á Íslandi og ekki missa nætursvefn vegna þess. Þeir halda áfram að raka inn restinni, taka skútuna af skerinu sem þeir steyttu henni á og stýra henni í sínar eigin hafnir og sturta áhöfninni í sjóinn.
Ríkidæmi Íslands er einstakt, við verðum að gera okkur grein fyrir því og nota okkur það.
Við eigum að gera út á þau stórkostlegu verkefni sem liggja fyrir sem og þau sem þegar eru í gangi í þjóðfélaginu en fara hljótt því ekkert eða lítið hefur verið gert til kynna þau fyrir þjóðinni.
Það verður að gera úttekt og kynningu á þeim fjölmörgu hugmyndum og verkefnum sem /egar er verið er að vinna að, mismunandi langt komin en lofa mun meiri afrakstri en þau störf sem bíða landsmanna í stóriðju.
Vafalaust munu stóru verktakafyrirtækin vera opin fyrir framkvæmd áhugaverðra verkefna sem þjóðin mun búa að um aldur og ævi.
Eldfjallagarðarnir, þar bíða risaverkefni, fjöldi verkefna fyrir verktaka. En hver veit hvaða verkefni það eru? Fáir ennþá, því þar hefur ekki verið fokus á fyrr en nú. Við erum heppin að eiga svona margt ógert, og að það skuli vera svo ótal margt sem liggur fyrir að gera, þannig að tækifærin bíða.
Íslendingar verða að byggja upp fjölskrúðugt og skemmtilegt atvinnulíf, það er í takt við þjóðina sjálfa, eða allavega eins og hún vill vera. Áhugaverð, kexrugluð og skemmtileg.
Það er bráðnauðsynlegt að gera spennandi atvinnutækifæraþátt í sjónvarpinu sem nær til allra landsmanna og sem hvetur folk til dáða og sýnir fram á hvað er hægt að gera og hvernig standa má að því. Gefa fólki áhugavert val, brýna bjartsýnina á raunsæan hátt.
Kynna sömuleiðis þröskuldadæmin þar sem staðið er gegn tækifærum vegna frændhyglni og eða öðrum annarlegum hvötum, þjóðin þarf að vita hver og hvað stendur í vegi fyrir hinum ýmsu málum og hvað þarf til til þess að ryðja vandamálum úr vegi á heiðarlegan hátt.
Við eigum frábært hráfefni til í að vinna okkur frá vandanum, nú er að hefjast handa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.