Til hamingju Ísland og þakkir Andri Snær
3.12.2009 | 09:56
Þakkir til þín Andri Snær og til þeirra aðila sem hafa unnið með þér í Draumalandinu. Draumalandið gæti svo hæglega orðið réttnefni ef við áttum okkur á því að við höfum allt til þess að láta það verða að veruleika.
Það er stórkostlegt að vita að alþjóð hefur tök á að fylgjast með hvernig við erum að eyðileggja landið okkar og leggja okkar stórmengunaskerf inn í alheimsmengununar vandamálapakkann. Ábyrgðarlaust og eigingjarnt innlegg af okkar hálfu og ótrúlegt hvernig við friðþægjum þessar ákvarðanir.
Atvinnuleysi á Íslandi er vegna getuleysis stjórnvalda í að skapa grunn fyrir atvinnuuppbyggingu sem hentar legu landsins, tækifærum þess og fjölda landsmanna.
Það er engin opinber umræða eða kynning á öllu því fjölbreytta sem er að gerast í þjóðfélginu og þar með engin uppörvun og hvati fyrir fólk að vita af tækifærum og geta staðið saman við að byggja þau upp. Tek eitt dæmi sem bara eitt og sér myndi skila margföldum álverstekjum, og það eru Eldfjallagarðarnir sem nú er verið að byrja að þreyfa á, þrátt fyrir að hugmyndin meira og minna hefur legið fyrir í mörg ár.
Það eru hundruðir tækifæra sem liggja vanmáttug vegna skorts á aðstöðu til þess að komast áfram með þau.
Andri Snær hlýtur Kairos verðlaunin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/987875/
svona til upplýsingar
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.12.2009 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.