Hvar er hægt að raunmeta virði starfsemi sendiráðanna?

Virk sendiráð eru mjög þarfleg fyrir framtíð Íslands í samskiptum við aðrar þjóðir, en eru okkar sendiráð virk?  Hvað eru þau raunverulega að gera?

En þar sem Ísland virðist verið rekið algjörlega stefnulaust í atvinnumálum þá er erfitt að ímynda sér hvað sendiráðin eru að standa fyrir og gera.

Hvaða ávinningur er fyrir Ísland sem hægt er að skoða og meta að reka sendiráð í öllum þessum löndum. 

Getur ríkisstjórnin gert út vefsíður þar sem hægt er að skoða hvað raunverulega er gert og hvort viðkomandi verkefni geta verið útfærð án sendiráðs í þeirri mynd sem við rekum þau í dag.

Flottræfilsháttur virðist vera okkar meginstefna hvar sem litið er. Vonandi eru raunverðmæti í rekstri sendiráðanna og það væri mikill hagur fyrir ríkisstjórnina að skýra það út fyrir okkur landsmönnum sem erum að fjármagna endalaus ævintýri sem enginn getur sagt um hvernig endar, þar sem ekki einu sinni millikaflarnir eru þekktir.


mbl.is Sendiráð upp á 1,5 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Utanríkisráðuneytið gæti ósköp vel látið sendiráðsstarfsmenn nota svo sem eina af þessum 1.500 milljónum til að skrifa greinargerð um starfið, að minnsta kosti væri fróðlegt að vita hversu mikið hefur farið í risnu og veisluhöld.

Svo mætti nota nokkrar millur í að fá ráðgjafafyrirtæki til að meta árangurinn af starfi sendiráðsins. Eða loka sendiráðinu og bjóða 100 Íslendingum sem vildu flytja til Japan til að vinna Íslensku þjóðfélagi gagn 12 millur í árstekjur á mann. Það væri ódýrara.

Hrönn (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 09:22

2 Smámynd: Gerður Pálma

Algjörlega sammála þér Hrönn, væri mun sterkari tengsl og samvinna við viðkomandi lönd og myndi margfalt skila sér til baka.

Gerður Pálma, 27.9.2009 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband