Jarðarför Fagra Íslands

Allur gangur mála varðandi stóriðju á Íslandi virðist vera að ganga fyrirfram séða leið, verið er að fórna náttúru Íslands fyrir skammsýni, blindu og  stórskostlegri heimsku sem við eigum heldur betur eftir að naga á okkur naglrendurnar yfir.

Hvernig má vera að við höldum áfram þessari sjálfsmorðsstefnu þjóðarinnar - sjáið kvikmyndina THE AGE OF STUPIT... Íslendingar slá öll met, í HEIMSKU.  Í þessu tilfelli ekki einu sinni eftir höfðatölu,

Við höfum enga afsökun, við erum öll læs og skrifandi. 

Kínverjar eru að kaupa upp alla orku sem þeir geta komist yfir um allan heim, við fáum kannski ódýrar nálastungur, það er kannski sárabót fyrir ráðamenn þjóðarinnar.

 


mbl.is Stærsti álframleiðandi Kína spáir í Þeistareyki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Við erum auðvitað búin að leggja mikið í þessa einu grein iðnaðar, en við skulum líka gæta að því að við erum mjög framarlega í því að binda koltvísýring í berglögum sem er náttúrlega bara frábært. Þá finnst mér betra að álið sé brætt hér hjá okkur og eiturefum komið fyrir í jörð, en að þeim sé dælt út í andrúmsloftið þar með kröfur um hreinsibúnað eru slakari og binding eiturefna ekki á dagskrá, enn að minnsta kosti

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.9.2009 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband