Vitrir menn skipta um skoðun. Heimskir menn aldrei.
15.7.2009 | 12:00
Borgarahreyfingin lofaði HEIÐARLEIKA og að verða ekki FLOKKSÞRÆLAR. heiðarlegt fólk skiptir um skoðun ef aðstæður svo segja til, heimskir menn skipta aldrei um skoðun.
Við verðum að geta treyst því að Borgarahreyfingin fari eftir sannfæringu sinni, það er betra að skipta um skoðun ef það er sannfæring viðkomandi heldur en að sitja fast á sínu andstætt sannfæringu.
Þeir sem annars eru sinnis eiga að ganga í aðra flokka það sem heiðarleiki spilar ekki stóra rullu.
Bregðast trausti kjósenda" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Persónulega, finnst mér þetta vera áhugaverð leið, sem þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa nú komið fram með, enda er vitað að ef Icesave deilan, stendur enn yfir þegar umsókn um ESB, væri sett in á fund utanríkisráðsherra ESB, þá væri ráðherrum Breta og Hollendinga, mjög í lófa lagið, að koma í veg fyrir afgreiðslu umsóknarinnar.
Flóknara er það ekki.
Það, er ekki hægt að láta eins, og þessi mál hafi enga tengingu. Samfylkingin, vill ekki hrófla við Icesave samningnum, vegna ótta við, nákvæmlega þ.s. ég er að lýsa.
Síðan, í kjölfar þessa tiltekna fundar, utanríkisráðherra aðildarríkjanna, hafa ríkin 2. mjög mörg önnur tækifæri, til að þvæla, tefja eða stöðva málið - nokkurn veginn, hvar sem er í ferlinu.
Með öðrum orðum, Icesave verður að leysa, til þess að innganga sé yfirleitt möguleg.
Sýnt hefur verið fram á að Icesave samningurinn, sé það slæmur að semja beri upp á nýtt. En, sú aðgerð inniber þá áhættu, sem öllum ætti að vera ljós, að umsókn Íslands muni tefjast, meðan á ný samningalota um Icesave, muni standa yfir.
Hvað vilja menn gera?
Er, innganga í ESB, svo stórt mál, að það einfaldlega verði að gangast undir Icesave?
Ég bendi á nýlegar hagspár, dökka spá Framvkæmdastjórnar ESB, um framtíðarhorfur í efnahagsmálum ESB, og spá AGS um horfur í heiminum öllum. Spá AGS, gerir ekki ráð fyrir neinum hagvexti í ESB, á næsta ári. Spá, Framkvæmdastjórnarinnar, beinlínis spáir því að hagvöxtur á Evrusvæðinu verði skaðaður í kjölfar kreppunnar, um 50%, og síðan, muni það taka nokkur ár fyrir það ástand að lagast, sbr "lost decade scenario":
"The Commission of the European Union - Directorate General for Economic Affairs: : 1. Quarter Report 2009"
"IMF : Recession Loosens Grip But Weak Recovery Ahead "
Kynntu, þér þessar skýrslur.
Einar Björn Bjarnason, 15.7.2009 kl. 12:37
Takk fyrir upplýsingarnar. Þetta er einmitt málið, ég tel að með því að taka eitt skref í einu, athuga hlutina í rólegheitum, og halda okkur á mottunni og vinna með okkar hráefni og fara vel með krónuna þá ættum við ekki að vera í neina áragtugi að vinna okkur til vegs og sjálsvirðingar aftur. Við erum með allt nema opin augu til þess að festa sjónar á tækifærunum og koma þeim í gang.
gerdur palmadottir (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 14:56
Óttalega er þetta nú sjálfshjálparleg fyrirsögn. Hvað er langt síðan var kosið?
Kjósendur kjósa þingmenn til vegna stefnu þeirra og treysta því að þeir muni vinna eftir henni í það minnsta í grófum dráttum. Við gagnrýndum mjög fyrir kosningar að ækjósendum væri lofað hitt og þetta í kosningabaráttunni og svo væri eitthvað allt annað gert eftir kosningar og ætluðum einmitt ekki að vinna þannig. Það hélt ég að væri sannfæring okkar þingmanna!
Þessvegna er þetta sérstaklega svekkjandi. Hefði ég vitað fyrirfram að farið yrði í einhver hrossakaup með ESB aðildarumsókn hefði ég kosið annan flokk!
Borgarahreyfinginn hefur alltaf talið að fara ætti í samningaviðræður og þjóðin ætti að hafa síðasta orðið. Það er skýrt.
Það að fara að þvæla ESB og Icesave saman með þeim hætti sem þingmenn okkar gera nú er ekta framsóknarmennska. Því er ekki að undra að FRAMSÓKNARMAÐURINN Einar Björn vaði nú á milli bloggsíð og mæri aðferðina.
Sævar Finnbogason, 15.7.2009 kl. 15:03
Það myndi krumpa margt að samþykkja ICESAVE og krumpa margt að samþykkja það ekki kreppukarl.
burtséð frá það hefur stór hluti íslendinga viljáð fara í aðildarviðræðu árum sama.
Sævar Finnbogason, 15.7.2009 kl. 15:41
Þú ert fyndinn Sævar.
Stjórnmál, snúast um að menn geri allt, sem rúmast innan ramma laganna, til að koma skoðunum, sem þeir berjast fyrir, áleiðis.
Ef þú heldur, að þau snúist, um eitthvað annað,,,þá, Jörð til Sævars.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.7.2009 kl. 16:38
Einar, Þú segir „allt sem rúmast innan ramma laganna til að koma skoðunum sínum áframfæri“.
Afsakið að orðbragðið, en hvaða helvítis bull er þetta? Þetta snýst um það hvort þingmenn hreyfingarinnar fórna stórum málum kjósenda sinna án samráðs við nokkurn mann. Það er allt í lagi að nota óhefðbundnar aðferðir við að vekja athygli á málum, við búsáhaldabyltingarfólk höfum ekkert á móti slíku. Það sem við hinsvegar viljum ekki er að þingmenn svíkji sína eigin kjósendur í einu af helstu málum samtímans innan við 2 mánuðum eftir kosningar.
Langstærstur hluti kjósenda BH vill aðildarviðræður strax og margir voru í þeirri stöðu að velja á milli VG og XO sem þeir töldu einu flokkanna sem ekki áttu sök á hruninu og völdu XO vegna þess að við sögðumst styðja aðildarviðræður.
Þú og aðrir í Framsókn eruð kanski ekki vön að gera ráð fyrir að efna kosningaloforð ykkar eða teljið jafnvel að stjórnmál gangi út á að lofa sem mestu og svíkja sem flest stefnumál í hrossakaupum.
svo,,, Jörð til Einars
Hvers vegna heldur þú að Framsókn fari minnkandi með tímanum?
Það er kanski ekki nein einhlít skýring á því EN Kanski hefur það eitthvað að gera með það að þið standið ekki við nema brot að því sem þið segið, vegna spillingarmála sem hafa loðað við flokkinn eða það frambjóðendurflokksins eru ekki nægilega trúverðugir og tilbúnir til að láta mikilvæg stefnumál lönd og leið án tillits til skoðanna kjósenda eins og þú (sem er jú frambjóðandi Framsóknar)
Sævar Finnbogason, 16.7.2009 kl. 03:24
Sævar - forgangröðun þín er í rugli.
Mál nr. 1 er að stöðva Icesave.
Allt annað, skiptir minna máli, þar með talið inngangan í ESB.
ESB fer ekkert frá okkur. Verður þarna enn eftir 10 ár, 20 eða 30, o.s.frv.
En, annars held ég, að yfirlísingar um afleiðingar, um að senda Iceave aftur til saminganefnar, séu stórlega íktar; þannig að ESB aðild sé einfaldega ekki í húfi, ef þ.e. virkilega vilji manna.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.7.2009 kl. 03:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.