Blindur leiðir haltan, EKKI TÍMABÆRT AÐ KJÓSA NÚ, FYRST ÍTARLEG KYNNING, EKKERT ÞJÓFSTART Í ÞETTA SINN.
13.7.2009 | 15:21
Hvað er eiginlega í gangi. Það er glæpur gagnvart lýðveldi landsins að bjóða kosningu á málefni sem skiptir sköpum fyrir þjóðina án þess að hafa til hins ítrasta kynnt málefnið þjóðinni. Það er ekki hægt að fá bílpróf án þess að fara í tíma og ná prófi. Innganga í ESB er að mínu mati mun afdrifaríkara málefni en bílpróf.
Hvernig væri að kynna ESB fyrir þjóðinni, á þann hátt að sem flestir kynnist og kynni sér um hvað ESB snýst, þar eru meðtaldöldir þingmenn, sem margir hverjir vita mjög takmarkað hvað ESB þýðir fyrir þjóðina, og eða fyrir þau lönd sem í ESB eru. Slík kynning verður að fara fram í sjónvarpi, ekki einn umræðuþáttur heldur eins margir og verða að vera til þess að málin verði krufin, fá sérfræðinga til þess að kynna og sitja fyrir svörum. Hvað er ESB frá A til Z, hver er framtíðarstefna ESB, hvaða hagsmunir eru fyrir þjóðina að ganga í ESB, hvaða gallar?
FYRR EN AÐ ÞESSU LOKNU ER EKKI TÍMABÆRT AÐ KJÓSA EITT EÐA NEITT.
Klækjabrögð eða nauðsyn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef maður vill vera svo barnalegur að halda að aðildarviðræður séu bara saklausar viðræður til að sjá hvað er í boði þá þætti mér það allt í lagi að farið væri í viðræður án kosninga um það fyrirfram. Svo einfaldir eru hlutirnir því miður ekki.
Eini flokkurinn sem hefur skýrt umboð sinna kjósenda til aðildarviðræðna er Samfylkingin. Engin hinna flokkana hefur svo skýrt umboð.
Mikill vafi er á því hvort þjóðin sé hlynt viðræðunum og því ætti að vera sjálfsagt að kjósa um það hvort farið verði í svo kostnaðarsamar viðræður ef vafi leikur á að vilji sé fyrir inngöngu í sambandið.
Samfylkingarfólk vill reyndar láta "aðildarviðræður" hljóma sakleysislega en það er staðreynd að ríki fara ekki í aðildarviðræður nema að beinn vilji liggi fyrir því að ganga í sambandið. Og þetta með að við vitum ekki hvað við fáum nema fara í viðræður er ekkert nema kjaftæði.
Það er EKKERT sem bendir til þess að við fáum neinar varanlegar undanþágur frá t.d fiskveiðistefnunni og því skil ég ekki af hverju Samfylkingin (og steingrímur) vill eyða milljörðum í að láta segja sér það.
Miðað við asann í Samfylkingunni og æðinu fyrir því að komast í "klúbbinn" þá sé ég ekki betur en að þeim sé alveg sama þó við fáum ekki varanlegar undanþágur. Þeir vita það jafn vel og aðrið að það stendur ekki til boða.
Þegar Samfylkingin fær það staðfest að engar varanlegar undanþágur eru í boði, mun hún samt sem áður beita nákvæmlega sömu brögðum við að troða samningnum ofan í kokið á þjóðinni og hún notar við Icesave samninginn. Þau munu reyna með öllum mögulegum ráðum að sannfæra þjóðina um að þetta sé frábær samningur. Svona álíka frábær og Icesave.
Og RÁÐGEFANDI ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA verður látin duga.
Hrafna (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 16:00
Jón Frímann: Það er ekki hægt að fara í aðildaviðræður nema þekkja fyrirfram umhvað er verið að semja. Það verður að vekja forvitni og áhuga almennings í landinu til þess að kynna sér ESB, það er einungis viss hópur sem gerir það almennilega, flestir lesa aðeins fyrirsagnir. Það er ábyrgð ríkisstjórnar að kynna ÖLL MÁLEFNI sem varða þjóðina til þess að samfélagið mótist af þekkingu og samstöðu. ESB gæti hugsanlega verið það besta sem okkur býðst, en hugsanlega ekki. Það verða alltaf skiptar skoðanir, en skoðanir verða að byggjast á þekkingu og vali.
Gerður Pálma, 13.7.2009 kl. 18:36
Hrafna, þú minnist ekkert á þörfina til kynningar, hvað finnst þér um það?
Gerður Pálma, 13.7.2009 kl. 18:37
Já Gerður, ég er alveg sammála þér um það að of margir lesi aðeins fyrirsagnir og myndi sér skoðun út frá því.
Þörfin á kynningu er gríðarlega mikil í svona stóru máli. Ég á hinsvegar erfitt með að sjá fyrir mér hvernig sú kynning ætti að fara fram þannig að hún væri sem hlutlausust. Það er alltaf hættan á að "fyrirsagnablaðamennskan" ráði ríkjum og einnig hræðsluáróður á alla kanta. Við vitum flest að stærstu fjölmiðlarnir eru ESB sinnaðir með meiru og hafa ekkert skafið utan af því í fréttaumfjöllun sinni.
En kynning á málefninu er samt sem áður mjög nauðsynleg.
Hrafna (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 20:18
Gerður Pálma, 13.7.2009 kl. 21:13
Já, vonandi verður það hægt að upplýsa þjóðina málefnalega án þess að það verði byggt á hræðsluáróðri.
Ég er samt ansi hrædd um að skotgrafahernaðurinn og hræðsluáróðurinn myndi ekki minnka fyrir vikið á öðrum vígstöðvum.
En umræða er góð og öll fræðsla um þetta merkilega mál er af hinu góða. Það væri óskandi að hægt væri að fræða þjóðina málefnalega. Fólk þarf líka að geta treyst því að þar sé um hlutlausa fræðslu að ræða en ekki áróður. Merkilega margir sem átta sig ekki á muninum þarna á milli.
Ég veit ekki alveg hvernig ætti að fara að þessu en það hlýtur að vera mögulegt.
Hrafna (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.