Hvernig leyfið þið ykkur?

Hver svo sem endanleg ákvörðun verður um ESB þá er LÁGMARKSKRAFA að ríkisstjórnin kynni sér og öðrum þegnum landsins ýtarlega hvað ESB er, ekki á blogginu, ekki í blaðagreinum í beinum viðræðum á skipulagðan hátt, hvað hangir á spítunni og hvað kemur þjóðinni til góða. 
Skömm sé ykkur, þið eruð ekki trausti þjóðarinnar verð, og þú Guðfríður Lilja, þú líka, er engum að treysta?
ESB færir margt mjög gott en það hanga alls kyns hlutir á spítunni sem fólk almennt veit ekki, og líklegast þið í ríkisstjórninni ekki heldur.
í ESB er ALLT metið í gróða, hvað skilar sér fyrst í kassann,, einkenni þjóða og landshluta þurrkuð út, verið er að huga að sameiginlegum Evrópuher, hugsanlega viljum við þetta allt saman, en hugsanlega ekki.

mbl.is Almennur fyrirvari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Gerður, þú þarft að stúdera ESB betur.

Einn mikilvægasti lykillinn að því að skilja ESB er að gera sér grein fyrir að það á sér tvær hliðar þá pólitísku sem tekur allar lokaákvarðanir í ráðherraráði ESB og svo embættismannahliðina, þ.e. framkvæmdastjórnina og það sem undir hana heyrir sem undirbýr öll mál en tekur ekki ákvarðanir. Frá framkvæmdastjórninni til ákvörðunar í ráðherraráðinu eru langir samráðsferlar sem t.d. íslensk verklýðshreyfing hefur kynnst vel, en veigamesti viðkomustaður mála á því ferli er Evrópuþingið sem eftir eðli mála getur fellt mál eða vísað þeim til baka til frekari vinnslu.- Markmiðið er að allar ákvarðanir séu teknar í sátt allra. Þannig fer mjög sjaldan fram atkvæðagreiðsla í ráðherraráðinu. - Ef eitthvert ríki er andvígt er mál unnið betur þar til sátt næst.

Þegar Jón Baldvin var að segja ýmislegt um ESB og fiskveiðistefnuna (uppúr 1990) sem alls ekki komst í umræðuna eða í fjölmiðla eða var drekkt með allsherjar hræðslukór ákvað ég að leggja á mig að læra stjórnmálafræði með áherslu á ESB til að komast að því hvað væri rétt og hvað væri rangt í þessum efnum.

Í sem skemmstu máli þykist ég hafa komist að því að Jón Baldvin hafði rétt fyrir sér um öll atriði. Um ekkert þar sem honum og almennri umræðu greindi á hafði Jón rangt fyrir sér. Hér var og er enginn vilji á fjölmiðlum til að upplýsa okkur um annað en það sem elur ranghugmyndir um ESB og er í ímyndaðri þágu LÍÚ.

Útgerðin óttast fiskveiðistefnu ESB en að mínu viti að ástæðulausu. Þegar ég stúderaði þessi mál 1994-98 staðhæfðu fulltrúar útgerðarinnar margt sem um flest reyndist rangt, þá komst ég að því við vinnu mína að nánast ekkert var til af heimildum og gögnum um fiskveiðistefnu ESB hjá LÍÚ, á bókasafni Sjávarútvegsráðuneytisins eða annarstaðar á öllu landinu um rannsóknir og úttektir á fiskveiðistefnu ESB, í besta falli aðeins almennar yfirlitsbækur. Ég vann lokaritgerð þar sem „undanþágur og frávik“ frá fiskveiðistefnunni skipuðu veigamikinn kafla. Skemmst er frá að segja að undanþágur og frávik og sérstakar túlkanir eru regla fiskiveiðistefnu ESB en ekki undantekning. Stærsta dæmið er Miðjarðarhafið eins og það leggur sig.  Samt er alltaf talað hér eins og ekki sé um neitt að semja í þeim efnum.

Þú getur fundið fótspor alls sem hefur verið hugsað í heiminum í ESB, spor allra stefna, hugmynda og hugsjóna enda heill heimur og samstarfsvettvangur 27 ríkja og allra flokka sem í þeim starfa.

Þannig kalla hægrimenn úr hópi ESB-andstæðinga það kommúnínskt en vinstrimenn sem eru því andvígir kalla ESB kapítalískt - hvorttveggja er rétt og hvorugt er rétt.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.7.2009 kl. 01:17

2 Smámynd: Gerður Pálma

Besti Helgi,
Þetta er málið, ég sem og stærsti hópur Íslendinga þekkir ekki nóg til ESB, ég er að fara fram á að almennileg umræða, kynning á ESB af sérfræðingum sem geta svarað spurningum almennings sitja fyrir svörum. Þegar fólk veit um hvað er verið að ræða verður hægt að taka vitsmunalegar ákvarðanir, þar til ekki.  Ég hef lært að treysta Jóni Baldvin, mér finnst hann með þeim klárari mönnum sem ég þekki, en ég er ekki endilega sammála algjörlega öllu.  ESB hefur mjög neikvæðar hliðar, þó svo að þær séu samþykktar af öllum, það er trúlegra en hitt að okkar fulltrúar hjá ESB verði fulltrúar fárra, við kusum Fagurt Ísland en fengum Megrum Ísland, hverjum er treystandi?

Gerður Pálma, 13.7.2009 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband