Fjoreggid brotid? fólk á flótta undan efnahaglegu ofbeldi
2.7.2009 | 09:02
Það fór lítið fyrir helstu frétt dagsins á fréttastofum landsins, en mest var hún áberandi í ræðustól Alþingis þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins gerði lækkað lánshæfismat Landsvirkjunar að umtalsefni. Samkvæmt lánshæfismati Standaard & Poor lækkar lánshæfi á erlendum skuldbindingum úr BBB mínus í BB, en lánshæfi á innlendum skuldbindingum fellur úr BBB plús niður BBB mínus.
Hér með er fjöregg þjóðarinnar fallið í svokallaðan rusl flokk (junk bonds) og er líklegt að fallið muni hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir íslenska ríkið og heimili í landinu. Sigmundur Davíð og Pétur Blöndal hafa varað við þessu falli, og tengja það ríkisábyrgðinni á Icesave-skuldbindingunum. Í morgunþætti Bylgjunnar 11. júní varaði Pétur við alvarlegum afleiðingum þess að lánshæfismat Landsvirkjunar félli í ruslflokk, því hugsanlega yrðu þá lán Landsvirkjunar gjaldfelld og skuldabréf seld.
AGS vill ekki stýrivaxtalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:58 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir síðast Gerður, það eru reyndar fyrir mörgum árum.
Hvernig hafa pólitíkusar sem eru við eftirlaunaaldurinn leyfi til að skuldsetja börnin okkar og ófædda Íslendinga?
Sigurður Þórðarson, 2.7.2009 kl. 09:12
Það litla sem sett var í "Stöðugleikasáttmálann" um atvinnuuppbyggingu var að halda áfram með álverin í Straumsvík og Helguvík, og laða hingað millistóra orkukaupendur.
Með þessu lánshæfismati Landsvirkjunar, er vandséð hvernig á að útvega orkuna.
Úrræðin í atvinnumálunum voru ekki mikið fleiri, svo það er eins gott að fara að reikna með ennþá meira atvinnuleysi, en nú er og þó hefði manni þótt nóg um nú þegar.
Axel Jóhann Axelsson, 2.7.2009 kl. 09:41
Gerður Pálma, 2.7.2009 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.