Ákvörðun án þekkingar er ábyrgðarleysi og HEIMska

Fyrsta skref í áttina að þroskaðri ákvörunartöku er þekking á viðkomandi verkefni, kosning án kunnáttu er eins og að fljúga án flugnáms eins og við virðumst reyndar hafa gert undanfarin ár. 
Til þess að hægt sé að taka ákvörðun um inngöngu í ESB hvort sem sú ákvörðun verður tekin með eða án þjóðaratkvæðagreiðslu VERÐUR að skipuleggja gagngera kynningu og krítiska umræðu um allt sem að ESB kemur.
Slík kynning verður að fara fram í sjónvarpi, ekki í klukkutíma spjallþætti eða kastljósi, bæklingum (sem fæstir lesa) heldur sérfræðileg áhugaverð spennandi kynning, síðan umræður, kappræður,  spurningar og svör.  Aðgangur að sérfræðingum í gegnum netið þar sem fólk getur sett fram spurningar og fengið svör.  Þingmenn okkar ágæta lands verða að kynna sér málið í smáatriðum, þeirra kunnátta er að flestum líkindum á svipuðu stigi og þekking almennings á ESB, undan og ofan, og ákvörðun fer eftir flokksforystunni.  
Þekkingarleysi og feluleikur þess er stærsta hættan sem framundan er ef ákvörðun er tekin áður en fyrsta ferli er lokið, þ.e. þekkingarferlinu.
Ábyrðarleysi Jóhönnu og Samfylkingarinnar, sem og allra þeirra sem láta sér detta í hug að ganga til kosninga á þessu stigi er samnefnari fyrir það ábyrgðarleysi sem einkennt hefur flestar ákvörðunartökur ríkisstjórna landins fram til þessa dags. 
Það er engin skipulögð þekkingarmiðlun sem ekki er í flokkslitum eða heft í klíkuböndum.  Ríkissjónvarpinu verður að vera gefið það fresli að vinna án afskipta ríkisstjórnar, vera gefið það frelsi að vinna fagmannlega og þjóna þeim tilgangi sem því er ætlað, að halda vörð um frelsi og framfarir Íslands og Íslendinga. 
Fyrsta mál á dagskrá ´háttvirtrar´ríkisstjórnar er að kynna sér og öðrum um hvað ESB snýst og hvaða skuldbindingar við erum að taka á okkur og hvaða hagsmunir eru þar til bóta.
ESB er skuldbinding sem ekki er aftur snúið með.
Icesave: Það er alltaf verið að segja þjóðinni að hún sé í slæmum málum, það er rétt, en Ísland er í mjög sterkri samningsstöðu að mínu mati og margra annarra, við erum aðilinn sem á að borga, mótaðilinn verður að sætta sig við það sem hægt er að gera, lengra verður ekki farið. Við verðum að semja og standa við okkar, að semja á þann hátt sem nú er gert er hægfara dauðastríð stoltrar þjóðar.  Við eigum allt til þess, samningar við okkar samningsaðila eiga að vera bindast við samvinnu og afrakstur þess, ekki við að halda einni þjóð í kafi þar til hún kafnar. 
IMF segir að Icesave fari ekki með okkur á hliðina, trúlega rétt, en ástæðan er sú að við erum föst í botninum og þaðan verður okkur ekki haggað nema við sjálf leysum botnvörpuna.  Við viljum upp á yfirborðið aftur, ekkert annað er okkur samboðið.  Við getum.  Íslenskur kraftur er ofurkraftur.
Skoðið okkur öllum til fyrirmyndar hvað Súgfirðingar eru að gera í sínum bæ, þar leggjast allir á eitt að lagfæra hús og byggja upp, bretta upp ermar og taka saman til höndum, hattur ofan fyrir þeim. 

mbl.is ESB-tillagan birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband