Ísland sjálft er gjöfulasta tækifæri þjóðarinnar til farsældar
21.5.2009 | 08:06
Enn og aftur kemur staðfesting á að Ísland sjálft er okkar dýrasta gersemi sem við eigum að beina okkur ýtrustu kröftum í að vinna með.
Þar liggja endalaus tækifæri í margvíslegan ferðaiðnað sem hleður utan á sig þjónustufyrirtækjum í hvaða geira sem er.
Við þurfum nauðsynlega fleiri neytendur til þess að geta haldið uppi alls kyns iðnaði á heimavelli.
Með grósku á heimavelli eykst möguleiki til útflutnings, allt helst í hendur.
Auknar leiðir í ferðaiðnaði auka neytendafjölda - betri afrakstur í veitingahúsarekstri - aukin smávöruverslun - aukin menningarneysla, leikhús, bókmenntir, ráðstefnurrekstur,
eilsuiðnaður, sportiðnaður, byggingariðnaður, matvælaiðnaður, allt kallar á mannskap og vinnu.
Þjóðlífið verður litskrúðugra og skemmtilegra
Ísland er besti prufumarkaður í heimi,í mörgum tilfellum sem gerendur vegna tæknikunnáttu og vinnuhraða, sem og sem neytendur þar sem fólkið er kröfuhart, ef varan selst á Íslandi stenst hún gæðakröfur Evrópumarkaðs.
Við verðum að vita hver við erum og hvert við viljum fara til þess er þjóðarnauðsyn að hafa opnar rökræður í sjónvarpi sem sýna fram á möguleika í atvinnurekstri, kynna hvað þegar er í gangi, kynna hvað gengur vel og hvað gengur miður. Finna áttir.
Við erum fámenn þjóð og til þess að ná árangri þurfum við að hafa fasta stefnumótun í atvinnurekstri algjörlega óháð sveiflum í pólitík. Við verðum að vinna saman sem ein þjóð, ein þjóðarsál með öllum þeim mismunandi kröftum sem búa í landinu, það er aflið sem sterkast er og farsælast til framtíðar.
Við búum á gullmola sem kannski er of nálægt okkur til þess að við skiljum dýrmæti hans og það öryggi sem það veitir þjóðinni ef hún áttar sig á hvernig á að vinna með hann.
Ímynd Íslands er sterk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.