Hagvöxtur getur hvorutvegga þýtt framför eða afturför

Hagvöxtur skapast við aukningu vinnu hvort sem það er við niðurrif eða uppbygging, orðið hagvöxtur hljómar vel i eyrum, sérlega þar sem þörf á vinnu er knýjandi, en getur verið stórhættuleg. Álver er skaðlegt landi og þjóð það vita allir en það kostar mannskap að skapa eyðilegginguna og þá kallast það hagvöxtur. 
Hamfarir í landinu munu geta skapað mikinn hagvöxt sérlega ef um mikla eyðileggingu verður að ræða því þá þarf heldur betur mannskap við björgunaraðgerðir, þó svo að peningaskáparnir sökkvi til botns.
Eru okkur allar bjargir bannaðar, erum við blind eða bara stórkostlega sködduð, erum við viðundur?
Við getum ekki kennt framtíðarhrakförum neinum öðrum en okkur sjálfum, berum gæfu til þess að taka yfirvegaðar  ákvarðanir.  Það er næga vinnu hægt að skapa í landinu ef upplýsingaflæði á þeim vettvangi verður skýrara og aðstoð við að grípa þau og nýta verða aðgengilegri.  Við erum ein ríkasta þjóð í heimi og vegna fámennis þurfum við ekki nema mjög lítið brot af heimsveltunni til þess að allir geti lifað flottu lífi.    
Það VERÐUR að gera fólki í landinu skýra grein fyrir hvað álvinnsla þýðir fyrir landið til langframa, almenningur getur ekki vitað það. Það verður að hætta að vera með skítkast í allar áttir vegna atvinnumála, það verður að hafa opnar rökræður og  skýrar upplýsingar til okkar allra hvað álpakkinn hefur að geyma.
Sýnið okkur hagfræðilega útreikninga á mismunandi atvinnukostum í landinu.  Álver hvar sem staðsett er í landinu er mál allra landsmanna.  Álvinnsla tengist í upphafi vinnslu í öðrum heimshlutum þar berum við líka ábyrgð, eymd, veikindi og dauði eru minnisvarðar súrálvinnslunnar og partur af ´framtíðar hagvexti´Íslands, skömm sé okkur. 

mbl.is Spá hagvexti á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband