Framtíð landsins er ábyrgð landsmanna, ábyrgð krefst þekkingar, hvað er ESB fyrir okkur?
22.4.2009 | 22:41
ESB er mun flóknara dæmi en svo að við getum bara sótt um og allt verður FLOTT og blessað, og til þess að þjóðin geti tekið heiðarlega, vitsmunalega afstöðu þarf að hafa námskeið og kynningar á hvað ESB er, hvaða áhættur við tökum og hvað er okkar hagur.
Blinda á atvinnutækfærin sem blasa við í þjóðfélaginu er fötlun sem ætti að vera næg ástæða fyrir þann sem af henni þjást að halda sig frá leiðtogastörfum. Hvernig má vera að Samfylkingin leiði ekki landið sitt til dáða með úrvinnslu á eigin gæðum til eigin framdráttar.
Það er erfitt að hugsa um Samfylkinguna sem einn flokk þar sem sterkustu forsvarsmenn Íslenskrar náttúru fylkja þar liði á sama tíma og Fagra Íslandi hefur verið fórnað á altari einhverskonar reddingar, eða græðgi með Helguvíkur álveri.
Ísland er eyland, en við erum partur af hinum stóra heimi, álvinnsla á Íslandi er partur af hringrás, hér er einungis smápartur hennar en við erum ábyrg á öllum pakkanum. Ákvörðun um að reisa álver í Helguvík á eftir að verða okkur dýrara en bankahrunið bæði peningalega sem og mannorðslega.
Því það er einskær dónaskapur við þjóðina að bera því við að Helguvíkurálver sé til bjargar atvinnulífsins.
Það er spurning um hverju er fórnað fyrir hvað, Reykjanesskaginn, sem og allt Ísland, býr yfir stórkostlegum tækifærum í ferðaiðnaðinum, stórkostlegt rannsóknarefni fyrir jarðfræðinga, frábærar leiðir til gönguferða, nokkur Blá Lagoon í viðbót. Reykjanesið eitt myndi geta veita hundruðum manns vinnu bæði beint og óbeint. Uppbygging á þeim tækifærum sem Reykjanesið hefur yfir að búa kostar smápeninga miðað við það sem álverið á eftir að kosta okkur, og mun skila ómengaðri, hraðari, stoltari, skemmtilegri og skilvirkari tekjum í þjóðarbúið um alla framtíð.
Hvort sem ESB verður framtíð landsins eða ekki, þarf núna, (hefði þurft fyrir langa longu) að þinga um atvinnumálastefnu landsins þannig að landsmenn ákveði stefnuna, t.d. hvar virkjanir verða byggðar og í hvað þær nýtast. Stefna í atvinnumálum skylid innsigla með lögum sem ekki breytast við stjórnarskipti, en ef um stefnubreytingu yrði að ræða færi það undir þjóðaratkvæði. Þar á eftir koma sveitarfélögin og nýti sér þá möguleika sem verða til í eigin héraði. Með sameiginlegri landsstefnu koma sameiginleg markmið og samvinna í sömu átt í stað endalausrar togstreitu um hver á hvað og fyrir hvern, sbr. Bitruvirkjunar tillögur (guð forði)
Ég hræðist Samfylkinguna vegna þess að hún er ekki SAM-fylking, segir eitt og gerir annað,
Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki vera skipaður heilsteyptum Sjálfstæðismönn, eins og þeir hafa sjálfir sagt, stefnan er fín en stýrimennirnir ekki.
VG eru heiðarlegir og stefnufastir, en þeir hafa ekki beytt sér fyrir grundvallarbreytingu sem nauðsynleg er til þess að byggja upp lýðræði í landinu, þ.e. ný stjórnarskrá.
Þjóðin verður að geta búið við lýðræðislegt öryggi, við verðum að fá nýja vandaða stjórnarskrá,
BORGARAHREYFINGIN sem einungis er skipuð fólki sem berst fyrir nýrri stjórnarskrá mun gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að lýðræðið taki við stjórn landsins. Með lýðræðinu getum við sameiginlega tekið ákvarðanir varðandi framtíð landsins, atvinnumál, ál eða kál, ESB, evru, krónu, dollara eða yen.
Heiðarleiki verður að vera grunnur framtíðar landsins, þá fyrst getum við flutt fjöll og leyst úr læðingi kraftinn sem býr í okkur, sameiginlegan kraft fyrir sameiginlega framtíð.
Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:43 | Facebook
Athugasemdir
það þarf engin námskeið Gerður. Það hafa flestir íslendingar verið í mörgum ESB löndum og ekki merkt annað en að þar gangi lífið sinn vanagang þótt þau séu í ESB en mikill ávinningur og þægindi af því að geta notað sömu mynt í mörgum löndum án þess að þurfa að víxla. Það gildir líka fyrir verslunarfólk, listamenn og framleiðendur.
stefán benediktsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 23:13
Illa upplýstir frambjóðendur.
Svandís veit þó hvað hún er að tala um varðandi ESB aðildarumsókn. V-G, Frjálslyndir og Sjálfstæðisflokkur gera sér grein fyrir því hvað ESB stendur fyrir.
Hinir flokkarnir nálgast ESB af fullkomnu þekkingarleysi og ætla bara að prófa að ræða við risann og sjá til hvað hann býður. Hvar hafa þessir frambjóðendur haldið sig undanfarin ár? Hafa þeir ekkert fylgst með fréttum af spillingu og valdníðslu ESB? Hafa þeir ekki hlustað á gagnrýnisraddir almennings í aðildarlöndunum? Að halda það að ESB sé að bjóða íslendingum einstök kjör sem önnur ríki ESB geta ekki látið sig dreyma um, er álíka heimskulegt og að prófa að tala við Kínverja og bandaríkin og sjá til hvort að þessi ríki bjóði íslendingum einhverskonar aðildarsamninga sem eru gjörsamlega frábrugðin allri stefnu þeirra.
Það verður þokkalegt þegar að íslendingar verða kallaðir í ESB herinn sem rætt er um að stofna, og ekki veitir af Evrópuher eftir að Tyrkland er komið inn í ESB, því þá liggja landamæri hinnar sameinuðu Evrópu að Íran og Írak!
En hvað með það þó svo að íslendingar verði í framtíðinni að gegna herskyldu vegna fáfræði Framsóknaflokks Borgarahreyfingarinnar, Samfylkingarinnar og Lýðræðishreyfingarinnar? Við fáum þó Evru! En mun evran lifa kreppuna af? Af hverju ekki að bíða með gjaldmiðlaskipti þar til að við erum búin að ná okkur upp úr botninum og heimskreppan gengin yfir? Þá væri upplagt að taka upp þann gjaldmiðil sem er hægt að treysta til framtíðar.
Guðrún Sæmundsdóttir, 23.4.2009 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.