Herðum hengingarólina - Eyðum meiru og meiru, meiru í dag en í gær

>Furðulegt í ljósi þess vanda sem blasir við í efnahagskerfum allra þjóða að >Amerika, og allar ESB þjóðirnar, komi með sömu uppskrift til lausnar vandans. >Eyða meiru og meiru, meiru í dag en í gær. Upphaf alls er að mínu mati >offramleiðsla í Asíu vegna kröfu Vestursins um ódýrt ódýrt,án nokkurs tillits >til þeirra sem vinnuna leggja fram. Kröfur okkar um afnám barnaþrælkunar er á >sama hátt byggð á algjörri eigingirni og frekju, þar sem við viljum afnema >barnaþrælkun en gerum ekkert í að borga foreldrum næg laun til framfærslu >heimilanna. Samhliða neyslufrekjunni höfum við afsalað okkur þekkingu sem er >þungaviktin í sjálfbærni hverrar þjóðar.  >Kapitalismi án tillits til eins eða neins nema gróða einstakra fyrirtækja er >stórhættulegur móður náttúru og barna hennar sem eru dýrin sem hana ganga, að >okkur, mannfólkinu meðtöldu. >Það er með ólíkindum að sá þjóðfélagshópur sem ber hag náttúrunnar fyrir >brjósti skuli alltaf vera bendlaður við vinstri stefnu, það fer lítið fyrir >tekjuafgangi ef við höfum ekki jörð til að ganga á. >Hnattvæðing hefur alltaf verið partur af lífi mannfólks á jörðunni, en >hnattvæðíng án gagnkvæms skilnings á þörfum viðkomandi þjóða er banabein >núverandi kerfis. >Minna er Meira, þekking á afkomuleiðum þeirra þjóða sem ætla sér að vinna

>saman er undirstaða heilbrigðar hnattvæðingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband