Bréf til alþingismanns-manna 2006 - engin viðbrögð enn.... en nú er færið

 Virðulegi....

Eins og þú kannski veist þá er ég enn búsett og starfandi í Hollandi í eigin fyrirtæki Copyrite b.v.. Copyrite er framleiðandi viðskiptahugmynda og ráðgjafi við hönnun og útfærslu viðkomandi verkefna. Verkefni eru unnin undir mismunandi verkheitum og/eða merkjum sem eru í flestum tilfellum eign viðskiptavina.   Ísland er að okkar mati uppspretta einstakra  atvinnu tækifæra sem ekki hafa enn verið nýtt eða útfærð. 

Í ljósi atvinnustefnu stjórnvalda á Íslandi í dag sem virðist þrífsast vegna  skorts til að skynja og skilja hvar auður landsins liggur hvað varðar  atvinnusköpun og framtíðar arðsemi efnahagslífs landsins.  

 Alheimur er að vakna til meðvitundar um á hversu háskalegalegu stigi mengun jarðar er í dag, David Attenborough er með þætti á BBC1 ´Climate Chaos´ sem bendir á að mannskepnan  er á ystu nöf við að eyða lífi á þessari plánetu.  Á sama tíma gerir Ísland sem þekkt er fyrir nátturuundur og hreinleika að sýnu stefnumarki að stuðla að öruggri framleiðslu mengunar um alla framtíð, ekki munum við einungis eyðileggja möpuleika landsins til þess að byggja upp ferðaiðnaðinn heldur munum við eyðileggja mannorð okkar og standa í stríði við aðrar þjóðir sem eru að átta sig á alvöru og afleiðingu mengunar í heiminum. Álbræðsla á Íslandi á ekki að vera til umræðu sem atvinnu möguleiki, auður landsins og stöðugleiki efnahagslífsins byggist á að nýta okkar stórkostlegu nátturu sem ramma utan um ævintýri og exotic tourisma, sem og orku í ´grænan´iðnað..Ráðamenn landsins verða að snúa úr skammsýnis EGO í  framtíðar ECO, ego stefna nær ekki mikið lengra en velferð fárra í stuttan tíma, short term profit í stað long term benefit.  Tímar hafa gjörbreytst á mjög stuttum tíma og tækifæri til atvinnusköpunar allt önnur en fyrir aðeins 10 árum síðan eins og þið vitið manna best. Fólkið í landinu vinnur mikið og hefur ekki umfram orku til að standa í stórræðum vegna eins eða neins og sérlega vegna vonleysis um að árangur mótmæla eða hugmynda náist hvort eð er. Til þess að snúa blaðinu við þarf að skapa og  sýna raunhæf atvinnutækifæri höfðar til fólksins í landinu, eitt tækifæri er uppspretta fleiri.  Við sem þjóð munum tapa okkur stolti ef við byggjum upp lágalaunaland og lástéttaþjóðfélag sem er gjörsamlega ástæðulaust því tækifærin liggja á lausu allt í kringum okkur.Nátturuverndarsjónarmið án arðsemisstefnu er ekki raunhæf til árangurs, því verður að kynna tækifæri sem fólk getur skilið og hent reiður á.  

Stórkostlegustu auðæfi Íslands liggja í náttúru landsins og  krafti fólksins til framkvæmda, þá þeir vita hvert haldið skal.   

 Tíminn er naumur, og til þess að ná árangri við sett markmið þarf þungaviktarlið atvinnulífins að mynda forystusveit til þess að breyta lagkúru stefnunni yfir i arðbær stolt atvinnutækifæri öllum landsmönnum til góða.  

Við viljum skora á þungaviktarlið efnahags- og atvinnulífs í landinu að takast á við í uppbyggingu í fjölbreyttri atvinnuflóru landsins,  til þess þarf áhuga og stuðning fjölmiðla.

Við munum fá til liðs við okkur heimsfræga lista- og visindamenn, sterka fjárfesta með yfirlýstan áhuga á þáttöku í verkefninu.  

 Hlakka til að heyra frá þér,  Kær kveðja  Gerður  Hugvirkjun/Hot Iceland ehf. Gerður Pálmadóttir  Polonceaukade 10NL 1014 DA Amsterdam   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband