DRAMB ER FALLI NÆST - Íslenskur Hroki og Mikilmennskubrjálæði -
19.2.2009 | 21:11
Viðtalið við Gylfa Zoega í Mogganum
Það er Íslendingum lífsnauðsynlegt að bæta sambandið við umheiminn og auka lánstraust sitt erlendis. Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor, óttast að stjórnvöld séu að brenna allar brýr að baki sér í samskiptum við erlenda lánardrottna og önnur ríki. Án erlends fjármagns sé hins vegar engin framtíð á Íslandi.
Gylfi telur að stjórnvöld hafi einblínt um of inn á við eftir bankahrunið í haust, og vanrækt bankastarfsemi og alþjóðasamskipti. Vissulega sé nauðsynlegt að standa vörð um heimilin og fyrirtækin í landinu.
En á meðan sé verið að brenna brýr gagnvart erlendum fjármálastofnunum og ríkjum. Traustið sem Íslendingar njóti erlendis sé í algjöru lágmarki. Útlit sé fyrir að enginn aðgangur verði að erlendu fjármagni um ókomin ár. Hvort það verði fimm eða tíu ár, viti enginn. Án þess verði engin framtíð. Ekkert gerist í landi eða á landsvæði sem ekki hafi aðgang að bankastarfsemi eða fjármagni.
Gylfi óttast að það viðmót sem mæti samningamönnum erlendra lánardrottna einkennist af hroka og ósveigjanleika. Það geti leitt til verri samskipta við umheiminn og minna lánstrausts.
Það þýði að sparnaður Íslendinga fari meira og minna í að fjármagna hallann á ríkissjóði. Gylfi óttast að án erlends fjármagns verði ekkert afgangs til að byggja hér upp atvinnulíf. 3500 fyrirtæki séu á leið í gjaldþrot, og það þýði 15-20% atvinnuleysi. Verði ekki hægt að byggja upp nýjar atvinnugreinar og fyrirtæki til að veita öllu þessu fólki störf verði landflótti.
Það bæti ekki úr skák að samningamenn erlendra lánadrottna kvarti undan hroka íslenskra embættismanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.