Þrælabúðin ÍSLAND?

Við skulum rétt vona að lánsumsóknin til IMF sé aðeins umsókn sem síðan ef lán verður í boði eigi eftir að skoðast og staðfestast með samþykki þjóðarinnar.  Geir Haarde, Árni Matthíasson og Ingibjörg Sólrún, vinsamlega gerið ykkur grein fyrir því að Þið eruð ekki að starfa í umboði þjóðarinnar þó svo að henni hafi ekki tekist að setja ykkur af ennþá. Eftirverkirnir munu verða ykkur sárir ef gengið verður frá þessu láni án kynningar til og samþykktar landsmanna.

Allir samningar við þjóðina sem og öll fjármál sem ríkið höndlar fyrir hönd þjóðarinnar eiga að vera opinber öllum landsmönnum, annað er glæpastarfsemi.  Hvernig getið þið horft framan í sjálf ykkur og talið ykkur fulltrúa okkar eftir allan sóðaskapinn sem þið hafið staðið fyrir.


mbl.is Lánsumsókn Íslands hjá IMF afgreidd á miðvikudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tek heilshugar undir þetta!

Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2008 kl. 17:37

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er ennþá að vona að eitt af skilyrðunum fyrir að þessi lánsumsókn verði tekin fyrir sé að skipt verði um "lykilstjórnendur" hjá þjóðinni.  Annars er ég alveg sammála.

Sigrún Jónsdóttir, 16.11.2008 kl. 19:58

3 identicon

Já tvímælalaust sammála þessu ! Enn skill ekki afhverju það er ekki neitt gert viti fyrir ung fjölskyldufólk sem er koma sér fótinn? ég bara skill það engan veginn .

 annar hver vinur min er búinn missa og sumir næstum gjaldþrota .

Bestu kveðjur frá þórir Skóara og Ciliu,Karítas sól  og Bumbubúanum Hennar Ciliu (ágústu Bellu)

þórir Hilmarsson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband