ICELOST í Hollandi

Hollendingar sem tapað hafa sparifé sínu til Icesave hafa stofnað samtök sjá www.icelost.net til þess að geta sameiginlega reynt að endurheimta sitt fjármagn - smám saman magnast reiðin í Hollandi í garð Seðlabankans og Íslenska fjármagnseftirlitsins fyrir að leyfa Icesave að ´stela´þessu fjármagni því nú hefur komið í ljós að ljóst var hvert stefni löngu áður en Icesave stromaði inn í Holland og safnaði sparifé almennings og sveitarfélaga að sér, þannig að Hollendingar líta á stofnun Icesave sem aðgerð til að safna fé áður en til uppgjörs kæmi hjá Icesave. Ekki eðlileg bankaviðskipti, heldur vísvitandi blekkingar sem hér er skrifað í bókum sem þjófnaður og því verður allt gert til þess að endurheimta þetta fé með aðstoð Hollenska ríkisins.  

Lengi getur vont versnað.  Við verðum líklega að ná botninum til þess að geta spyrnt okkur upp aftur, nú verðum við að sýna okkur sjálfum og umheiminum hvern mann við höfum að geyma.     


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerður Pálma

Það er aumt að námsmenn í Englandi hafa það svona erfitt, en björgunarbeltið er ekki fjarri ef í harðbakkan slær. Það ætti að vera hægt að húkka´sér far í embassíið og fá uppskriftina af gömlu góðu naglasúpunni, hún hefur fleytt mörgum námsmanninum áfram.  Svo hefur maður heyrt að það sé einn eða jafnvel tveir fjáðir Íslendingar með GULL HJÖRTU búsettir í höllum umkringdum þyrnigerði, sem í feimni sinni hafa ekki viljað ota sínum tota og/eða  þykjast vera betri en aðrir, en ég er viss um að þeir muni hlaupa til og hjálpa öllum þeim námsmönnum í Englandi bara ef þeir vissu að einhverjir erfiðleikar steðjuðu að þeirra landsmönnum,  það þarf bara að láta þá vita því þeir mega ekki bágt sjá.  Hugsanlega getur sendiráðið boðið þeim á fund með námsmönnum.  Þeir kunnu og notuðu heldur betur naglasúpu uppskriftina og engin smá súpa kom í kjölfarið.. og nú er öllum boðið á eftirréttinn. - gaman að vera svona saman.

Gerður Pálma, 17.10.2008 kl. 06:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband