Viljum við eiga okkar undir hjá MAGMA, hvar örlar á sjálfsvirðingunni?

Stofnandi Magma fer fyrir umdeildu námufyrirtæki

Right-click here to download pictures. To help protect your privacy, Outlook prevented automatic download of this picture from the Internet.
Ross Beaty stofnandi og stjórnarformaður MAGMA Energy er einnig stofnandi og stjórnarformaður Pan American Silver Corporation.

Ross Beaty stofnandi og stjórnarformaður MAGMA Energy er einnig stofnandi og stjórnarformaður Pan American Silver Corporation.

Erlent 10:05 › 12. júlí 2010

Ross Beaty stofnandi og stjórnarformaður MAGMA Energy er einnig stofnandi og stjórnarformaður Pan American Silver Corporation en það starfrækir námuvinnslu í átta námum í Perú, Mexíkó, Bólivíu. Námufyrirtæki í þessum heimshluta, þar á meðal American Silver Corporation, hafa verið gagnrýnd harðlega af mannréttindasamtökum og umhverfisverndarsinnum fyrir náttúruspjöll og nauðungarvinnu verkafólks.

Málefni Magma Energy hafa verið mikið í umræðunni en framkvæmdastjóri Magma Energy sagði nýlega að iðnaðarráðuneytið hefði leiðbeint fyrirtækinu um að stofna dótturfélag í Svíþjóð til að eignast HS Orku. Umhverfisráðherra sagði tíðindin grafalvarleg og vill að kaupum Magma á HS Orku verði rift. Þetta kemur fram á fréttavef RÚV. Ross Beaty hefur reynslu af því að fara fyrir umdeildum fyrirtækjum, en starfsemi Pan American Silver Corporation hefur verið afar umdeild.

Perú er eitt mikilvægasta málmefna framleiðsluland heims og þar er mikið magn af kopar, silfri, blýi, gulli, sinki og öðrum náttúruauðlindum. Þessar auðlindir nýtast meirihluta íbúanna svæðisins þó lítið. Árið 2008 var arður námufyrirtækja eins og Pan American Silver Corporation um 2500 milljarðar króna en lítið af því hefur borist til samfélaga nálægt námuvinnslunni.

Í námunum í Casapalca vinna verkamenn tólf klukkustunda vinnudaga fyrir 110 dollara á mánuði. Þá rukkar fyrirtækið þá um 48 dollara á mánuði fyrir svefnaðstöðu. Það dugar fyrir leigu á fjögurra fermetra klefa. Eftir situr verkamaðurinn með 60 dollara.

Lögum samkvæmt er fyrirtækjum skylt að greiða hluta arðs til starfsmanna fyrirtækisins en þúsundir verkamanna eru á tímabundnum ráðningarsamning en það gerir fyrirtækjunum kleift að komast framhjá þessum lögum. Ríkisstjórn Perú hefur sent eftirlitsmenn í námurnar en þeir hafa engin áhrif á vinnuaðstæður. Þá hafa 4500 verkamenn verið reknir eftir að hafa skráð sig í verkalýðsfélög til að berjast gegni betri vinnuaðstæðum og hærri launum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband