Ísland - brothætt hlunnindi

Klíkuvinafélagið, sannleikshræðslan og vinabæjargreiðarnir eins og þeim hefur verið beitt fram til þessa verða að tilheyra fortíðinni ef við ætlum að eiga von um framtíð á Íslandi.

Hins vegar er nálægð samfélagsins hvert við annað, vitneskja um getu og kunnáttu hvors annars órjúfanlegur partur af Íslensku þjóðfélagi og jafnvel hinn sterkasti, en það krefst mjög sterkrar siðgæðisvitundar að kunna að fara með svo brothætt hlunnindi.  Þessvegna verðum við að byggja varnarkerfi sem og stuðningskerfi við þessi hlunnindi smáþjóðar sem við getum nýtt okkur til skjótra vinnubragða og upprisu æru.

Það verður að skilja á milli ´stjórnar´landsins þ.e. ráðherrastjórnarinnar og þingmanna sem eru rödd þjóðarinnar og koma skilaboðum hennar áfram til framkvæmdavaldsins.

Eins og kerfið er núna, kjósa þingmenn sjálfa sig og eða forystumenn flokkana í ráðherrastóla  þannig að ákvörðunartaka viðkomandi ráðamanna byggist á flokksvaldi en ekki á viðleitni til þess að vernda og greiða veg til velferðar þjóðarinnar. 

Það hræðir mig nú að sjá ekki megin áherslu flokkanna lagða á að efna til stjórnlagaþings um nýja stjórnarskrá, sem grundvöll að raunhæfri breytingu sem framtíð landsins byggist á,  endurreisn lýðveldis Íslands, sjálfsvirðingu og sjálfstæðis.

Ef ekki verður um slíka breytingu að ræða, þá mun klíkusforskriftin halda óbreytt áfram, ekki endilega af illvilja eða fyrirfram hugsuðum áformum heldur eðlilegum þætti mannlegs eðlis, við öll viljum og reynum að styðja okkar nánustu og eða vini til betra lífs og kjara. Þessvegna verður að vera reglukerfi sem varðar ákvörðunartökur og verndar hvorutveggja þann sem situr í stjórnarsæti sem og þegna þessa lands.

Ef ekki er von um breytingu heldur vissa um sama hjólfarið bara dýpra og dýpra mun verða mikill landsflótti, hinsvegar ef um sett takmark verður að ræða sem þjóðin sér að forystumenn einlæglega vilja vera samstíga með að ná er þrek og baráttuvilji Íslendinga ótakmarkaður.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

ja... ég segi nú bara "amen, eftir efninu".   Góður texti Gerður!

Baldur Gautur Baldursson, 5.3.2009 kl. 23:02

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl frænka

Eftirfarandi er virkilega góð setning hjá þér: 

"Ef ekki verður um slíka breytingu að ræða, þá mun klíkusforskriftin halda óbreytt áfram, ekki endilega af illvilja eða fyrirfram hugsuðum áformum heldur eðlilegum þætti mannlegs eðlis, við öll viljum og reynum að styðja okkar nánustu og eða vini til betra lífs og kjara" [breiðletrun mín]

Manni líður vel að sjá svona skynsöm skrif.

;-)  Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 8.3.2009 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband