Mannord Íslands kostadi 640 milljarda

Ef trúa má að Landsbankinn hafi haft  rádstöfunarrétt yfir eignum á móti skuldum ICEsave (eignir? ekki alveg á hreinu) við Hollendinga og Breta, því í ósköpunum var ekki gengið í að standa heiðarlega að því að semja um borgun til  sparifjáreigenda í Hollandi og Bretlandi og bjarga mannorði Íslands sem nú hefur orðið fyrir ómetanlegum skaða um allan heim.  

Ef ofangreint er staðreynd, hvers vegna þessi deila? Icesave var stofnað vitandi vits um aðstæður og möguleika Íslands til tryggingar þessum inneignum, hvort sem okkur líkar betur eða ver.  Það var gamblað með sjálfstæði landsins.  VIÐ erum ábyrg því við kusum og leyfðum þessum vandamálum að þróast upp í þessar ógöngur.

Græðgisveiran hefur fengið áratuga frið til þess að grafa undan heimsfriði, heilbrigði og efnahagslegu sjálfstæði heilla þjóða, látum hana ekki eyðileggja meira en orðið er, stöndum stolt við okkar orð og skyldur.


mbl.is Icesave skuldin 640 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Deilan varð til þegar ríkisstjórn Íslands sagðist bæta íslenskum sparifjáreigendum innistæður sínar til fulls á meðan hún ætlaði einungis að bæta erlendum sparifjáreigendum innistæður sínar upp að 20.667 evrum. Það er brot á jafnaðarreglu EES-samningsins sem að kveður á um að bannað sé að mismuna fólki eftir þjóðerni.

Ég get rétt ímyndað mér að Íslendingar yrðu ekki sáttir ef að einhver þjóð kæmi svona fram við þá, en fórnarlambavæðing ríkisstjórnarinnar og fjölmiðla virkaði vel. Þetta er allt bara Bretum að kenna.

Maynard (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband