Skynsemi er hvorki hægri eða vinstri

Konur eru alls ekki niðurlægðar með því að setja lagarákvæði um jafnvægi kvenna og karla í stjórnunarstöður, hugsanlega er það einmitt öfugt, það þarf því miður að setja lög til að hið sjálfsagða gangi fram.
Ráðningar í stjórnunarstörf fara því miður í flestum tilfellum ekki eftir hæfni, heldur ráðast að miklu leyti af vinskap og öðrum tengslum, sama fótboltalið o.s.frv. 
Þessar ráðningar eru  trúlega ekki einu sinni meðvitaðar sem ´klíkuráðningar,  en málið er að vinir ráða vini í vinnu, karlmenn sem eru í meirihluta í stjórnunarstöðum ráða skólabræður og vini, oftar en ekki eru umsóknir kvenna ekki einu sinni lesnar, þannig að hæfni til starfs er ekki hafður sem grundvöllur ráðningar. 
Sé ráðið eftir hæfni í stjórnunarstöður fyrirtækja er talið að jafnvægi í tölu kvenna og karla í stjórn skili bestum árangri.  Besta stjórnin kemur frá sameinuðum krafti beggja kynja, sem er mjög ánægjulegt niðurstaða rannsókna Norðmanna á þessu viðkvæma máli.
Uppá einsdæmi setti fyrrverandi ráðherra í Norgegi setti lög um 50/50 hlutfall kvenna og karla í stjórnir stórra fyrirtækja og voru margir á móti því, en viti menn, ÖLL þau fyrirtæki,  viljug sem og þvinguð  til þess að fara eftir þessum lögum skila mun betri árangri eftir að jafnvægi varð á milli kynja í stjórnum. Mismunandi aðferðir og sýn bætir hvort annað upp, eðlilegt og frábært, þangað verðum við að fara, þó svo að það verði að styðja við þá framþróun með lögum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband