Þið veðjuðuð ekki bara á vitlausan hest, þið veðjuðuð á dauðan hest

Stóriðjuáform Samfylkingarinnar er dauðadómur yfir ótal atvinnutækifærum sem myndu geta gefið margfalt meiri tekjur til þjóðarbúsins sem og algjörlega sjálfbær og byggð til framtíðar.

Beinið kraftinum í að hlúa að þessum verkefnum og kynna þau fyrir þjóinni þannig að hún verði meðvituð um allt sem er í gangi og allt sem verið er að leggja drög að.  Ég reikna með og vona að Samfylkingin sé meðvituð um þessi mál, þrátt fyrir að ekki sé hægt að merkja það á vinnubrögðum


mbl.is Veðja á réttan hest?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

dauðadómur hvaða atvinnutækifæra? Hlúa að hvaða verkefnum?

AS (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 12:11

2 Smámynd: Gerður Pálma

Þarna hittir þú naglann á höfuðið, það er ekkert gert í því að kynna almenningi í landinu fyrir þeim stórkostlegu tækifærum sem nú þegar eru í gangi, og mörg ef ekki flest í erfiðum málum þar sem aðhlynning við atvinnuvegina er ekki skipulögð og þessvegna komast þau ekki til leggs.

ég fór á fund hjá Framtíðarlandinu í fyrra og ´trúði varla mínum eigin eyrum yfir öllu því sem er í gangi í landinu og fæstir vita um.

Núna er búið að samþykkja í borgarstjórn Reykjavíkur að byggja upp ELDFJALLAGARÐANA á Reykjarnesi,  bara það verkefni - ef fagmannlega verður að staðið og tækifærin nýtt mun geta skilað þjóðinni margföldum hreinum tekjum á við álverið í Helguvík. Þetta þyrfti að kynna í sjónvarpi, en það er ekki gert.  Eldfjallagarðar hvað? Náttúrfræðingar og fuglaskoðarar?

Aldeilis ekki...ævintýri á ævintýri ofan, fyrir alla, börn og fullorðna. Ég krossa mig hér með uppá að þetta er mín einlæg skoðun og er byggð á samanburðarupplýsingum sem og reynsluheimi ferðamálapakkans.

Ísland er gull sem þarf að hlúa að og nostra við.

Orkan sem við enn eigum verður að nýtast í greinar sem við getum verið stolt af, lífræn ræktun grænmetis til eigin nota sem og til útflutnings.

Gera út á menntakerfið, gera skóla fyrir fólk sem vill læra og skoða heiminn samhliða, fólk sem vill komast í nýtt verndað umhverfi einhverra hluta vegna.

Gera út á heilbrigðiskerfið, bæta það en ekki skera niður. Smáaðgerðir sem er á biðlista um alla Evrópu eiga vel heima hjá okkur. fullt af fólki vill fara í smá lýtaaðgerðir og vill til þess vera í skjóli frá vinum og kunningjum. Tilvalið - við myndum fá læknana okkar heim aftur, og fallegu hjúkkurnar líka.

Endalaus listi, hvað er skrifað á þinn?

Gerður Pálma, 27.11.2009 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband