Uppbygging innanfrá, semjum lægri vexti

Robert Z. Aliber fyrrveradni prófessor við Chicago-háskóla benti á í viðtali við mbl 13.11.2008 að ákveðin lausn fælist í að afþakka lán frá IMF og byggja upp atvinnuvegina í landinu þar sem  krónan væri hagstæð útflutningi og uppbyggingar innan frá.   Þetta er staðreynd, núna er TÆKIFÆRIÐ til þess að byggja upp innan frá, en í stað þess að grípa það tækifæri er nú verið, þó svo að það sé örugglega ekki tilgangur eins eða neins,  að hneppa þjóðina í fjötra sem hreinlega lama athafnagleði og sköpunarþrá því þessir fjötrar eru byggðir á óréttlæti og valda vonleysi þar sem fólk sér ekki sinn hag batna eða fyrir endann á baráttunni.
Með sterkri bjartsýnni atvinnustefnu sem byggist á því sem landið býr yfir í dag, þ.e. kyngimagnaðri náttúru og þjóð sem getur fært fjöll með ásetningi einum saman.  Með samvinnu við þau fjölmörgu fyrirtæki sem eru að skapa atvinnutækifæri í dag, en eru heft vegna fyrirgreiðsluleysis, það mætti til dæmis kynna þessi fyrirtæki fyrir landsmönnum, nefni hér með t.d. CAOZ sem var að selja Thor til fjölda landa, er stutt við þetta fyrirtæki?
Það er ótrúlegur fjöldi fyrirtækja í landinu sem almenningur er ekki var við sem eru að gera góða hluti og gætu gert enn betur ef atvinnumálastefna ríkisins væri þeim í hag.  Þarna liggja ótal tækifæri til uppbyggingar.  
Ríkisstjórnin VERÐUR að vera vakandi yfir þeim tækifærum sem liggja kyrr og/eða eru að strögla hlúa að og búa til gróðurveg til vinnslu úr þeim tækifærum sem eru fyrir hendi. 
Hvati og möguleiki til framkvæmda kemur ekki með einum eða tveimur sjóðum til þess að leita í, þar sem einungis örfáir njóta og flestir fá aðeins fyrir einum sokk þó tveir séu takmarkið, þessi eini sokkur nýtist ekki, eða allavega illa, það er augljóst, en þannig er staðan í dag í flestum tilfellum.
Þessvega VERÐUR AÐ MYNDA HEILBRIGÐA ATVINNUMÁLASTEFNU sem vinnur með fólki. 
Oftar en ekki eru fjármagn einungis einn hluti (mjög mikilvægur) af möguleikum til framkvæmda en  það þarf að byggja upp almenna atvinnumálastefnu sem virkar í gegnum t.d. bankana með viðskiptaráðgjöf og aðhaldi í peningamálum sem oft er meira virði en peningar sem lánaðir eru í rekstur. 
Ríkið þarf og verður að hafa frumkvæið í að tengja saman kraftana í landinu öllu, setja markmið og stefna í sömu átt án þess að gera það sama, byggja upp heilbrigða atvinnustefnu þannig að vinna landsmanna skili þeim sjálfum arði sem og þjóðarbúinu.   
Sameinuð stöndum við sundruð föllum við.  Þjóðin verður ekki sameinuð með ánauðarsamningum, þó svo að hún samþykki að axla þær ábyrgðir sem á henni hvíla, en það verður að gerast á ábyrgari og mýkri hátt en nú er boðið uppá.  
Ég leyfi mér að halda því fram að ef Íslendingar leggja fram sterka vel útfærða atvinnumálastefnu
sem sýnir fram á hvernig unnið verður gegnum núverandi erfiðleika, og hvernig mætt verði áhvílandi ábyrgðum, munum við öðlast virðingu og samvinnuþýðni annarra landa og munum komast á réttan kjöl á mun skemmri tíma en að leysa vandamál með öðru vandamáli þar sem við höfum ekki hugmynd um hvernig kemur til með að spilast út.  ´
  

mbl.is Þungar byrðar á ríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband