SEMJUM með betri hag BEGGJA AÐILA að markmiði það er hægt.

Það er ekki hægt að setja íslenska þjóðarbúið á hliðina því það er svo djúpt sokkið og situr fast á botninum.
Íslendingar er í góðri samningsaðstöðu, við erum þau sem þurfum að borga, samningsaðilar reyna að fá sem öruggasta greiðslu til baka. Það er ekki hægt að mjólka gelda kú.
Hollendingar eru viðskiptaþjóð, við erum rétt að byrja í alþjóða viðskiptum, reynsluleysi og kóngakomplex standa okkur fyrir þrifum, en það er ekki óviðráðanlegt. 
Þrátt fyrir allt eru Hollendingar, þ.e. almenningur mjög hliðhollur Íslendingum og finnst þjóðin eiga við sárt að binda, sem er ekki of stór orð um ástandið.
Hefur verið athugað að vinna með Hollendingum við greiðslu þessara skulda með t.d. að byggja upp bio iðnað á Íslandi þar sem reynsla Hollendinga í gróðurhúsarækt sem og þeirra sérhæfni í flutningi á blómum og grænmeti, sem er þeirra stærsta trygging í blómaræktinni, gæti orðið þeirra innlegg, við leggjum til landið og orkuna.  Metinn yrði eignahlutur og afrakstur fyrirtækisins sem myndi borga viðkomandi skuldir. Að óskoðuðu máli get ég ekki sagt fyrir um tíma og eða netto hagnað, en fyrirtæki sem krefjast orku getum við verið með í að setja upp með okkar lánardrottnum. Heiðarleg afborgunarleið sem kemur öllum til góða. 
Við viljum og verðum að standa við okkar skuldbindingar en við viljum ekki hengja almenning í landinu fyrir glæpastarfsemi sem nýtur meiri lögverndar en saklaus almennigur.

mbl.is Þjóðarbúið ekki á hliðina vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband