Hvers vegna höfnuðu Írar Lissabon samningnum?

Írar eru einlægir Evrópusinnar en þeir höfnuðu Lissabon samningnum vegna þess að með því að samþykkja hann töldu þeir að sjálfstæði aðildaríkja ESB myndi glatast. Ég hef ekki lesið samninginn, en Írarnir segja að með samþykkt á honum verði ekki lengur hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um ákvarðanatökur stjórnar ESB, hún verði einráð. Getur það verið? 
Núna er kosningar í stjórn ESB.  Hér í Hollandi, og trúlega annars staðar, veit almenningur yfirhöfuð ekkert um hvað er verið að kjósa, hverjir koma til með að ráða lögum í Evrópu eða hvernig þeirra örlög ráðast innan ESB.  Minnir mig á hvernig Hitler komst til valda, fólk heimtaði breytingu og hann boðaði hana, það kostaði.
Því miður ríkir mjög mikil spilling innan ESB eins og alls staðar þar sem mannskepnan lendir í valdabaráttu, lobbyistar ráðnir af peningaöflum eru sterkasta ákvörðunaraflið.  Við eigum ekki aur.. og við erum fá, hvað verður um sjáfstæði Þjóðarinnar sem nú er verið að leita að.
Íslenski karakterinn er sjálfstæður og lætur illa að stjórn annarra, gæti verið að núverandi tengsl við ESB sé besta valið? Væri ekki gott ráð að skoða það sem vel fer innan ESB og tileinka okkur það, gott verksvit og virðingu hvert fyrir öðru.  
Hvað er ESB?  hvernig er því stjórnað?  
Almenningur verður að vita um hvað ESB snýst áður en lengra er haldið, bæði þeir sem leita eftir því sem og hinir. Það er eðlilegt að flestir leita sér ekki að nákvæmum upplýsingum í svona málum þar sem efnið er mjög flókið og mikið.  Ríkisstjórnin verður því að undirbúa kynningu þannig að fólk nái að átta sig á málefninu, einungis þá geta ábyrgir stjórnendur boðað til aðildaviðræðna.
Hvernig væri að fyrsta skref á Íslandi væri nákvæm kynning á hvað ESB er. Slík upplýsing yrði að fara fram á ýmsa vegu, sjónvarp, bæklingar, námskeið. Þegar almenningur veit um hvað málið snýst er fyrst hægt að taka næsta skref.   Með varkárum vinnubrögðum getur samviska ráðamanna verið hrein, eins og málin standa núna sýnist manni vera verið að redda einu sinni enn.

mbl.is Óttast klofning í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Írar höfnuðu Lissabon-sáttmálanum vegna þess að með samþykki hans yrðu fóstureyðingar löglegar í landinu. Írar eru sterkkaþólskir og alfarið á móti þessu. Þetta var eina ástæðan fyrir því að sáttmálinn var felldur. Hann verður lagður fyrir þjóðina aftur og fóstureyðingarákvæðið tekið út. Þá verður hann vafalítið samþykktur.

Páll Geir Bjarnason, 21.5.2009 kl. 13:37

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég hef ekki lesið samninginn....svo vitnað sé í þig. Hafa Írar lesið samninginn? Vita þeir hverju var hafnað? Valdabarátta og spilling er ekki eitthvað sem íslendingar þekkja ekki á eigin skinni. Við höfum svo þykkan skráp þegar að slíku kemur að ESB verður ekki til vandræða með sína spillingu sem eflaust er til staðar... bara það að Ítalir geta verið þar í bandalagi mundi ég segja að væri frágangssök fyrir hvaða þjóð sem ekki vill spillingu. En svona er veröldin sem við lifum í og Íslendingar eru ekkert betri en aðrir jafnvel verri trúirðu því? "Íslenski karakterinn er sjálfstæður og lætur illa að stjórn annarra"...Þetta er ekki sannleikur...ég þekki ekki þessa þjóð mína sem neitt sértaka í neinu því miður. Skinhelgin er versta lýti okkar einföldu þjóðarsálar. Nei þú og ég lesum ekki samninga sem við skrifum undir heldur treystum því sem aðrir segja okkar að standi í þeim.

Gísli Ingvarsson, 21.5.2009 kl. 13:41

3 identicon

Ég er að lesa mig í gegnum Lissabon samningin, þetta er torf en læsilegt þó og um það bil skiljanlegt.

Samkvæmt því sem ég er búin að innbyrða hingað til þá mun loka ákvörðunarvald í málum liggja hjá ESB þinginu, sem sagt það er æðra þingi landsins.

Einnig mun þarna verða "utanríkisráðherra" sem stjórnar og sér um utanríkismál ESB sem heildar og hefur þar ákvarðanavald um hin ýmsu mál.

Einnig er athyglisvert að lesa að það er talað um löndin sem "state of EU" og ekki sem lönd innan ESB.

Ég er ekki búin að klára en held ótrauð áfram lestrinum mér til ama og leiðinda hahaha.

En Gerður hefur rétt fyrir því að mikill lobbismi viðgengst innan ESB og það er erfitt að koma sínum málum innan sambands í réttan farveg nema vera með fólk á vegum landsins sem gerir ekkert annað en vera í lobbisma.

Það er líka rétt að núna í Júní eiga þjóðirnar að kjósa á þingið innan ESB og fólk veit í raun ekkert hvað það er að kjósa og af hverju.

ESB er eitthvað sem við eigum að vera að spá í þegar við stöndum upprétt sem þjóð, en ekki liggjandi eins og núna. Við munum ekki geta samið eins vel núna og ef við værum í góðum málum. Þetta er ESB og  ekki góðgerðastofnun, buisness is buisness, reglur eru reglur og það eru 27 aðrar þjóðir sem þurfa að samþykkja þá samninga sem við fáum í hendurnar ef okkur er hampað á einhvern hátt miðað við aðrar þjóðir þá er ekki von á góðu. Þar fyrir utan hafa Tyrkir beðið mun lengur enn við og mér finnst ekki líklegt að okkur verði hleypt fram hjá þeim

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband