Bananalýðveldi / Menningarlýðveldi

Robert Z.Aliber hefur að einu leyti rangt fyrir sér, stjórnvöld  VISSU af ástandinu og hvert stefndi, ef einhver þeirra vissi það ekki, sá hinn sami vinsamlegast gefi sig fram. 

En...margur verður af aurum api, því fleiri apar því  fyrr náum við settu marki að  verða Bananalýðveldi.

Við Íslendingar erum mun fljótari að fullkomna Bananalýðveldið þar sem við höfum það nær fullbúið heldur en að byggja upp Menningarlýðveldi sem við höfum fjarlægst meir og meir á undanförnum árum og sem mun krefjast  mun meira af okkur sem þjóð. Hvoru viljum við tilheyra? - valið er okkar.  

Ekki gleyma að við eigum allt til þess að verða Menningarlýðveldi sem aðrar þjóðir bera virðingu fyrir, núna er óþægilegt að vera Íslendingur, ekki vegna ástandsins í dag, því það er ljóst hvernig það hefur komið til, en vegna framtíðarinnar,  þar sem mun meiri líkur eru á með núverandi stjórn, að við stefnum í verða bananalýðveldi en nokkuð annað.  Ráð þeirra eru skammsýni og eigingjörn, selja landið og orkuna til illræmdra fyrirtækja á heimsvísu RIO TINTO og skerða alla framtíðarmöguleika Íslendinga til nýtingar orkunnar í  jákvæð framtíðarverkefni - sem nóg er til af, en fá enga áheyrn.

Með okkar Mugabi stefnu munum við í framtíðinni óhjákvæmilega  lenda á sama alþjóða virðingarstigi og Zimbabwe . 

Allir saman nú í stjórnar björgunarbátinn- það er því miður gat á botninum sem láðist að segja frá.

 


mbl.is Stjórnvöld skilningslaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Gerður,

það er eitt að vita og hitt að skilja. Bankamenn "höfðu frétt" í Rússlandi að það væri hægt að skjóta geymfari til Stjarnanna og lögðu í smíði eins slíks. Héldu reglulega Disney garða kynningar á verkefninu sem í Ameríkunni gengur undir "Dog and pony show. Atriði úr sögunni "Nýju fötin keysarans" voru fengin að láni í Danmörku til að styrkja enn efnisþræðina og sjá til þess að menn væru í hirðinni eður ei. Keysarinn var aldrei settur af í sögunni .......kkv Eggert 

Eggert H. Kjartansson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 10:08

2 Smámynd: Gerður Pálma

Einmitt, við erum með fullar bankageymslur af nýju fötum keisaranna sem er þeirra gulltrygging fyrir bjartri framtíð okkar allra, engin ástæða til kvíða.

Gerður Pálma, 22.10.2008 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband