Látum bara vitleysingana sem treysta okkur fóðra okkur, ekkert persónulegt.. ..

Íslenskir bankamenn VISSU hvernig staða bankanna var og settu landið undir, eyddu milljónum í auglýsingaherferð í Hollandi til þess að sópa til sín sparifé almennings og sveitarfélaga á kostnað mannorðs Íslendinga.  Hér í Hollandi fer reiðin í garð Íslendinga vaxandi þar sem þeir eru að fara í saumana á þessu og sjá þetta dæmi sem glæpastarfsemi en ekki bankastarfsemi og er ekki séð fyrir endann á því. Fórnarlömb Icesave hafa stofnað samtök ICELOST  www.icelost.net

Samstarfsmaður okkar á Schiphol sagði mér að ICESAVE hafi flutt allt úr skrifstofum sínum á Herengracht daginn fyrir lokun, þannig að það sé ljóst að þetta sé glæpafyrirtæki?? það væri hugsanlega annað með Landsbankann og hina bankana sem lentu í heimsniðurganginum...ég lét ekki vita að Icesave hefði verið eign Landsbankans.  

Ef við ætlum okkur í framhaldslíf með Evrópu þá verðum við að semja og borga þessar Icesave skuldir, semja núna til þess að lenda ekki í öllum þeim aukakostnaði til margra ára sem málshöfðun mun bera með sér, það mun margskila sér því einungis þá munum við geta unnið traust aftur sem þjóð. 

Hvernig stendur á því að við látum sama lið stjórna björgunaraðgerðum og það sem sigldi skútunni í strand, hafa þeir öðlast betri sýn og/eða meiri ást á landi og þjóð?  Viðgerðin virðist eiga að felast í að skrapa allt gull sem framtíð landsins byggist á og selja það hæstbjóðanda, án þess að skoða allan pakkann. 

 Álglaðir Hafnfirðingar vilja kjósa aftur, nú er lagið Rio Tinto..welcome.. þetta er eins og New York búar hefðu einir kosningarétt í Wall Street reddingunum. 

Það verður að mynda heildarstefnu í atvinnumálum landsins, leggja hana fyrir, kynna í smáatriðum, LESA skýrslur sérfræðinga og taka síðan ákvörðun.  Skjótar ákvarðanatökur Íslendinga eru oftar en ekki  vottur um kunnáttuleysi heldur en íhugaðar ákvarðanir, enda árangur eftir því.

Akureyri, Húsavík...hvað er í gangi? Blinda á tækifæri - þið búið á einum frábærasta stað á jarðríki og sjáið ekki hvað er hægt að gera út á það.  Stofnið frekar HUGVIRKJUNAR ráðstefnu til þess að fólk sem er að skapa nýja hluti fái tækifæri til þess að kynna þá.  Við erum lítil þjóð með stórt hjarta og mikinn móð, ekki missa þau dýrmæti í álkeldur. 


mbl.is Efni skýrslu ekki rætt nánar í fjármálaráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sæl flottust, gaman að sjá þig hérna

Sigrún Jónsdóttir, 17.10.2008 kl. 13:42

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

takk fyrir vinskapinn og færsluna Gerður - maður upplifir sig svolítið einmanna hér á eyjunni meðal strútanna:) veit svei mér þá ekki hvað er að þessari þjóð, svo máttlaus og duglaus - hefði haldið að þessi risarassskellur hefði verið nóg til að vekja hana til dáða.

Birgitta Jónsdóttir, 19.10.2008 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband